Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1990, Síða 21

Heima er bezt - 01.04.1990, Síða 21
fvrir síðasta snjó sem fallið hafði. Og nú kom heldur veifingur í okkur. Við fórum í loftköstum með slóðinni, sem reyndist þó mjög erfitt að rekja á pörtum, þar sem ærin hafði haft tals- verða viðdvöl í stærstu melstykkjun- um. Ég sagði ærin, því á einum stað fundum við örugg merki um að ekki gat það verið hrútur. Þar var Jón æðsti dómari enda ráðinn það í upphafi ferðarinnar. Við fundum einnig bæli eftir ána og voru þar eintóm hvít hár, sem frosið höfðu föst. Slóð hennar röktum við meðan að hægt var og síðast hafði hún stefnt beint að Jök- ulsá úr yztu og austustu stykkjum Borgarmels. Þar hafði hún þrætt auð- ar eyrar og ógerningur að finna slóð hennar aftur. Við vorum svona rétt að geta þess til að hún hefði verið í hrútahugleiðingum og ekki látið smásprænur, eins og Jöklu gömlu, hindra för sína. Aldrei kom þessi ær fram svo fullvíst væri. Á Ieiðinni heim að Péturskirkju um kvöldið kyrrði um tíma. Máninn óð í skýjatrafi á austurlofti, bjartur og mildur og bauð okkur fylgd sína um þennan heillandi öræfageim, sveip- aðan silfurbrvdduðum slæðum hið næsta okkur, en með gullnu ívafi á hæstu fjallatindum. Og þrátt fyrir hina voldugu kyrrð, sem ríkti hér uppi, vakti hinn blíði blær svo dular- full, hvíslandi hljóð hvar sem hann fór, að það rann saman eins og niður þúsund radda, sem virtust koma frá hverju strái og þá ekki síður frá hinum síbreytilegu og hávöxnu melgígum og hraundröngum, sem birtust nú í hin- um furðulegustu myndum, þegar fram hjá þeim var gengið. Við þremenningarnir vorum djúpt snortnir yfir þessu dýrðarveðri hér uppi í örmum óbyggðanna. Og fyrr en varði vorum við komnir í krakablá upp í ökkla og mjóalegg hvað eftir annað. Það varpaði þó engum skugga á gleði okkar yfir því hve okkur ætlaði að gefa vel, því við vissum að vanda- laust yrði að þurrka plöggin. Fyrsta verk okkar, er við komum að Péturskirkju, var að bregða upp vasa- ljósi og horfa á mælinn, sem festur var við innganginn. Sjö stiga hiti á C sagði hann og asahláka í aðsigi. Það leyndi sér ekki. Eftir litla stund fórum við Óskar út með heilmikla trássu á milli okkar. Það voru allir sokkar, leistar og spjar- ir, sem við höfðum bleytt á okkar sex bífum, alls 18 stykki, bundin á langt snæri með nokkru millibili. Og nú strengdum við Óskar trásuna kirfilega þvert fyrir vindinn og gengum frá endum eins og bezt við gátum. Á meðan gáði Jón að pottinum, sem ekki mátti sjóða út úr. Honum var bezt trúandi til þess því slíkt mátti ekki henda. í honum var nefnilega alveg nýtísku kakó- og súkkulaði — sælkera — vellingur, sem ég man nú ekki forskriftina á, en átti að vera eft- irmatur til að minna á bóndadaginn, sem beið okkar á næsta leiti. En hann ætluðum við að nota til enn nauðsyn- legri verka en kýla maga okkar, meðan dagur væri á lofti. Að honum loknum skyldi aftur á móti verða tekið til óspilltra málanna. I Péturskirkju var ég kunnugur. Þar hafði ég gist nokkrar nætur áður. Þar var mjög álitleg bókahilla. Ein bókin virtist okkur þó girnilegust, enda barst hún talsvert á. Fyrst og fremst bar hún virðingarheiti og svo var hún svo frú- arleg, bæði há og bústin og öll hin girnilegasta. I hana höfðu líka allir, sem hér höfðu gist, skrifað nafnið sitt og ýmislegt fleira, sem andinn hafði þá stundina blásið þeim í brjóst. Þar var líka margt hreinasta þing. Það vissi hún líka vel sjálf. Við lásum í henni til skiptis, upphátt, af fullum krafti eftir að allir voru orðnir saddir. Við lágum hlið við hlið á heljar miklu fleti með heydýnur fyrir undir- sæng, en mörg gæruskinn yfir fótum og upp fyrir það allra helgasta. Okkur leið óvenju vel, hlógum að ýmsu er „frúin“ hafði í fórum sínum, enda ekkert á móti því að við handlékum alla hennar helgidóma. Við lékum því á als oddi. Þannig finna menn oft sjálfa sig í hópi góðra félaga, uppi á háfjöllum, þótt það gangi vægast sagt erfiðlega í önn og bægslagangi hins ólgandi lífs, sem við köllum menn- ingu. Slík háreisti virðist vera á góð- um vegi með að æra fjöldann svo hann fái aldrei frið til að hugsa í næði eða brjóta neitt til mergjar. Hér ákváðum við hvernig leitinni skyldi hagað fram á fjöllin daginn eftir. Og allir áttum við eina sameig- inlega ósk, og hana heita. Hún var sú að við finndum eitthvað uppistand- andi af kindunum, sem óttast var um. Áður en við fórum að sofa gengum við út til að gá að veðri. Það var sama blíðan og þó enn hlýrra, átta stig. Þvílík hláka. Og þarna blikar máninn hátt á lofti. Og drottningu fjallanna, Herðubreið, hafði hann nú gefið bleika hettu með gylltum skúf. En náttkjóllinn hennar virðist mjalla- hvítur með fölbleikum borðum um brjóst og herðar, en blásvörtum faldi neðst. Aðeins þeir útvöldu bera nafn sitt með eins miklum glæsibrag og þessi fjalladrottning. I austri og vestri standa þegnar hennar stoltir og auðmjúkir í senn en þögulir og virðulegir eins og sæmir vörðum í þessari voldugu kirkju, þar sem stjörnurnar blika uppi í hvelfingu hennar, — himinhárri. Og mér finnst þær brosa til okkar svo blítt og inni- lega, eins og móðir, sem bíður eftir því að taka börnin sín ljúfu í fangið. Á bóndadag var snemma risið úr rekkju og horft til veðurs. Sama blíð- an. Og okkur varð á að minnast orða Höllu: „Fagurt er á fjöllunum núna,“ og sjaldan höfum við þau fegri séð, létum við fylgja með. Við lögðum af stað nokkru fvrir fullbirtingu austur í Borgarmelinn og sáum nú betur hestana, sem við urð- um varir við í rökkrinu í gærkvöldi. Þeir voru með leik og rassaköstum og virtust vel haldnir. Það var ætlun okkar að ganga allt stykkið suður, vestan við Hrossaborg, um Melholt og Glæður, eftir því sem okkur virtist þar kindastöðvar og svo norður austan við Nýjahraun aftur að Péturskirkju. Þetta gerðum við svikalaust án þess að verða varir við nokkur nýleg merki eftir kindur. Á þeirri göngu varð mér oft hugsað til hetjunnar, sem hér átti flest sporin ein í sömu erindum og við, en oftast í skammdegismyrkri á aðra hönd og stundum í trylltum bylja- dansi miskunnarlausra náttúruafla á hina, en — villtist þó aldrei. Það var Benedikt Sigurjónsson frá Gríms- stöðum við Mývatn, sem allir íslend- ingar kannast við undir nafninu Fjalla-Bensi. Einmitt á þessum slóð- um bjargaði hann mörgum kindum Heima er bezt 129

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.