Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1990, Síða 28

Heima er bezt - 01.04.1990, Síða 28
PÁLL HELGASON, Akureyri - Bréf um bögur - Nokkru fyrir jólin barst HEB kærkomið bréf frá Páli Helgasyni, Hrafnagilsstrœti 38 á Akureyri, en hann er Ey- firðingur að œtt, frá Þórustöðum í Öngulsstaðahreppi. Páll er skáldmœltur vel og hefur lagt söngmálum lið á Akureyri um áratuga skeið. Við þökkum Páli uppörvandi kveðju og birt- um bréf hans allt. — Akureyri 23. nóv. 1989. Góði kunningi, sr. Bolli. Með þessum línum vil eg flytja þér og öllum forverum þínum við „HEIMA ER BEZT“ kærar þakkir fyrir ófáar ánægjustundir við lestur þess ágæta rits, rúman helming ævi minnar. Alveg sérstaklega vil eg þakka þér fyrir spjallið við aldna heiðursmanninn Jóhann Þ. Kröyer, sem rifjaði skemmti- lega upp fyrir mér kynni mín af honum og samstarfsfólki hans í gömlu „KAUPFÉLAGSBÚÐINNI“, sem reyndar voru nokkuð farin að fyrnast í huga minum, á þeim 53 árum, sem liðin eru frá því að eg var þar daglegur 12 ára vandræðagepill, sumarið 1926. Sá eg þar fyrir mér öll andlitin, sem mér var farið að þykja svo innilega vænt um, vegna hjálpsemi þeirrar, sem eg átti þar alltaf að mæta í smæð minni og umkomuleysi. Get eg varla nefnt einn fremur öðrum, svo samtaka var það. Þá rifjuðust einnig upp hjá mér minningin um bresku slátrarana, sem Jóhann stóð að að kæmu hingað til að kenna okkur handverk sitt og mörg skemmtilega glettin atvik, sem til urðu í sambandi við þá ágætu menn. Öllu þessu ágæta fólki vil eg nú, þótt seint sé, færa bestu kveðjur og þakkir, á hvaða „plani“ sem það nú kann að vera statt. En kveikjan að því að eg hafði mig i að setja þetta á blað, er pistill kunningja okkar, Gísla Jónssonar, „Um undar- legar bögur“, í 10. blaði þessa árs (þ.e. 1989). Um mál- fræðilegar skýringar hans á bögunafninu ætla eg þó ekki að ræða, þar er hann mér svo langtum færari, heldur aðeins að undirstrika þá ætlan hans að orðið sé það allgamalt í mál- inu og nefni eg þar til, að ekki fúlsar Jónas Hallgrímsson við að nota það í frásögninni af skiptunum við systur sína, svo sem flestum mun kunnugt vera. Þá vil eg einnig geta tveggja húsganga, sem eg lærði í æsku minni, enda þótt fyrripartar þeirra séu mér nú ekki tiltækir. Saman barði bögurnar Breiðafjarðar Siggi. Og: Við skulum reyna, Ranki minn. að raula eina bögu. (Þarna voru raunar notuð fleiri nöfn, sem höfðu stuðul- inn R). En ekki meira um það. Þá tilfærir Gísli þrjár bögur, sem eg lærði einnig í æsku: Hina fyrstu: „Missti bátinn maður sá“, mun eg hafa eins. En þá næstu: „Doddi litli datt í dý“, lærði eg þannig: Pétur detti oní dý og meiddi sig í fótnum. Gat því aldrei upp frá því aftur staðið í fótnum. Og þá þriðju, sem hann eignar Jóni á Krossastöðum, lærði eg þannig: Allt er lífið lítill hringur. Hringur, sem að allt snýst kringum. Hringur, hringur, hringur, hringur. Hringur snýst utanum hring. Höfund heyrði eg aldrei nefndan og skal eg ekki svifta Jón eignarréttinum. Ekki er það meining mín að telja þær gerðir, sem ég lærði, réttari en Gísla, heldur að benda á hvernig bögur geta fengið á sig mismunandi myndir á ekki lengri leið en í milli okkar Gísla, sem mun vera sem næst 11 árum í tíma og 50 km í rúmi. Loks koma hér svo nokkrar bögur, sem kannski mætti skipa í svipaðan flokk og Gísla, og ríða þar á vaðið feðgar tveir. Faðirinn kvað: Dagur er runninn. í austrinu er hann. Ekkert mig dreymdi um miðnæturstund. Þrungið er loftið. í þíðviðri fer hann. Þögul er nóttin og grátin er lund. Mannlífið hefur svo margt til að bera, mér er allt horfið ástvinaskjól. Með lasburða skrokkinn lítið má gera. Langt finnst mér síðan um næstliðin jól. 136 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.