Heima er bezt - 01.04.1990, Qupperneq 31
BIRGITTA H. HALLDORSDOTTIR,
Syðri-Löngumýri
Þannig var lífið
Það var sólríkur sumardagur. Þó enn væri júní var sláttur
hafinn og fólk í sveitum landsins störfum hlaðið. Það var
ástæða til að gleðjast. Eftir langan og kaldan vetur kom
yndislegt vor. Undan þykkum snjóalögum komu græn tún.
Þó veturinn væri kaldur, þá var fannfergið það mikið að
það verndaði jörðina. Er snjóa leysti var varla hægt að
finna klaka í jörð. Sólin hækkaði á lofti og um leið skein
sólin í hugum mannanna, sem byggðu þetta kalda land,
sem er í senn gjöfult og harðbýlt.
Sveitin fyrir norðan heiðina skartaði sínu fegursta.
Hvarvetna voru tún og úthagi fagurgræn. Búpeningur
bænda stóð ánægður á beit og á öllum búnum býlum mátti
sjá glaðbeitt fólk við vinnu sína. Karlmenn að slá, konur að
raka, krakkar að reka fé úr túnum eða að sækja kýr er leið
að mjöltum. Iðandi mannlíf í íslenskri sveit.
Á bænum Stóra-Núpi, sem var eitt stærsta býli sveitar-
innar, var einnig líf og starf í fullum blóma. Friðgeir bóndi
stjórnaði hjúum sínum af skörungsskap og lipurð. Hann
var ógiftur, kominn vel yfir þrítugt, skörulegur og ákveðinn
í skoðunum. Maður í meðallagi hár, samanrekinn, við-
felldinn en gat þó engan veginn talist fríður.
Strax á unglingsárum Friðgeirs varð mönnum í þessari
sveit ljóst, að þess yrði ekki langt að bíða, að Friðgeir þessi
yrði ríkur. Sjálfsagt ætti hann líka eftir að koma mikið við
sögu sveitarmálanna, ef ekki landsmálanna. Og það gekk
eftir. Er þetta gerðist var hann orðinn oddviti, en misvel var
hann liðinn vegna ákveðinna skoðana sinna. „Verst að
hann skuli ekki ná sér í konu,“ sagði fólkið í sveitinni. En
Friðgeir var áhyggjulaus í þeim efnum. Þar kæmi að hann
kvæntist eins og aðrir menn, en honum lá ekkert á. I nógu
var að snúast. Búið var stórt og að mörgu að hyggja. Frið-
geir vék sér aldrei undan ábyrgð og fannst ekkert verra þó
hann gæti tekið ákvarðanir einn án afskipta annarra. En
hann var vinsæll af vinnufólkinu á Stóra-Núpi og oft var
þar margt um manninn. Glatt á hjalla hjá ungu, lífsglöðu
fólki.
Þetta sumar var Friðgeir með tvo vinnumenn og tvær
kaupakonur. Það mátti ekki minna vera. Auk þess var á
bænum fullorðin kona, frænka Friðgeirs, er sá um innan-
bæjarstörf að mestu, undir styrkri stjórn frænda síns. Kona
þessi hét Sigurlaug, komin vel yfir sextugt. Þéttvaxin kona,
fremur stórskorin, en lipur í öllum hreyfingum. Hún hafði
aldrei gifst og átti enga afkomendur. Friðgeir stóð henni
einna næst af skyldmennum hennar, enda hafði hún alltaf
verið stolt af honum og velgengni hans. Það hafði því verið
kærkomið tækifæri fyrir Sigurlaugu er Friðgeir keypti
Stóra-Núp og bað hana að vera hjá sér og sjá um innan-
bæjarstörfin. Hún var hreykin af því og fannst hún vera í
mikilli virðingarstöðu á heimilinu. Og Friðgeir var laginn
að umgangast fólk. Hann réð öllu innanbæjar sem utan, án
þess þó að láta frænku sína finna það á nokkurn hátt.
Vinnukonurnar hétu Kristín og Vilborg. Góðar stúlkur,
en á margan hátt eins ólíkar og dagur og nótt. Kristín var
ljóshærð og fögur, Vilborg dökkhærð og róleg. Kristín var
grönn og spengileg, en Vilborg þéttvaxin. Kristín var lag-
leg, Vilborg myndarleg. Kristín var mjög lagin í höndun-
um, en minna fyrir bókina. Vilborg var bókhneigðari og
hafði gífurlegan áhuga á öllu sem var að gerast í kring um
hana, jafnt á íslandi, sem í hinum stóra heimi. Hún var
minna fyrir hannyrðir og heimilisstörf. Það mátti því með
sanni segja að báðar hefðu þær ýmislegt til brunns að bera,
en mönnum kom ekki saman um hvor kvenkosturinn væri
vænlegri. Kristin var ættuð úr sveitinni, en Vilborg var
ættuð úr næstu sýslu. Báðar voru þær 22 ára þetta sumar.
Ungar stúlkur með óráðna framtíð en allt lífið framundan.
Vinnumennirnir á Stóra-Núpi voru ungir menn, báðir
innan við þrítugt. Þeir voru æskuvinir og hafði dottið í hug
að ráða sig sem vinnumenn á sama bæinn þetta sumar.
Hafliði var meðalmaður, fríður og bar sig vel. Hann var
góður íþróttamaður, jafnt í hlaupum sem stökki, en var
samt á engan hátt karlmannlega vaxinn. Brúnt hárið var
þykkt og glansandi og augun voru fjarræn. Hann vildi njóta
alls þess sem lífið hafði upp á að bjóða. Hann var sam-
viskusamur, en ekki elskur að vinnu. Hafliði átti tvo úrvals
hesta og var hamingjusamastur á þeim stundum er hann
þeysti á þeim um sveitina. Hann var jafnan í góðu skapi.
Sigurpáll var þyngri í lund, en hreyfst þó yfirleitt af glað-
værð vinar síns. Hann var dálítið feiminn og átti ekki eins
gott með að koma sér á framfæri og Hafliði. En hann var
góður verkmaður og dró aldrei af sér.
Sigurpáll var ljósskolhærður, dálítið rauður í andliti,
viðfelldinn og traustvekjandi. Hann öfundaði Hafliða af
þessu hóflega kæruleysi og kátínu. Fyrir vikið var Hafliði
vinsæll meðal unga fólksins, allir vildu hafa hann með, ef
fara átti á skemmtun. Þá var Hafliði ómissandi.
Á öllu þessu má sjá að Friðgeir á Stóra-Núpi var ekki illa
settur með lið þetta sumar, fremur en áður. Hann var líka
ánægður með fólk sitt. Líklega yrði sumarið farsælt. Það
leit út fyrir góða sprettu, og það var nú einu sinni það, sem
allt valt á. Næg hey og góð.
Það var sól í heiði og vinnufólkið var komið á fullan skrið
við heyskapinn. Friðgeir leit glaður út á túnið, en skaust svo
Heimaerbezt 139