Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1990, Síða 32

Heima er bezt - 01.04.1990, Síða 32
inn í bæinn. Hann vildi fullvissa sig um að allt væri í lagi hjá frænku, eins og hann kallaði Sigurlaugu. íbúðarhúsið á Stóra-Núpi var eitt af fyrstu steyptu íbúðarhúsunum í sveitinni. Stórt grátt steinhús, sem enn var ekki búið að mála. Þetta var dæmigert hús þessa tíma, tveggja hæða. Kjallari með mörgum litlum herbergjum og hæðin með eldhúsi, stofum og svefnherbergjum. Friðgeir og Sigurlaug sváfu á hæðinni, en vinnufólkið í kjallaran- um. „Það mætti halda að fjölskyldan verði stór. Hann ætti að fara að byrja, ef hann ætlar að búa til börn í öll þessi herbergi,“ sagði fólkið í sveitinni. En Friðgeir var sama hvað skrafað var. Hann hélt sínu striki. Friðgeir stakk höfðinu inn um eldhúsdyrnar. Þar inni stóð frænka og brytjaði rófur í vellinginn. — Hafðu svo vel útilátið í kvöld. Ég gef fólkinu frí á morgun. Sigurlaug leit snöggt til Friðgeirs. — Frí á morgun i þessari einmunatíð? Hún hnyklaði brýrnar. Nú mislíkaði henni við frænda sinn, en hann yppti öxlum. — Það er 17. júní á morgun. Skemmtun á Engjunum og svo ball í samkomuhúsinu á eftir. — Og ætlar bóndinn á Stóra-Núpi þangað? Sigurlaug reyndi ekki að leyna hæðninni í málrómnum. — Já, reyndar. Friðgeir leit glettnislega á Sigurlaugu. — Viltu koma með? Sigurlaug greip andann á lofti. Það var algjör óþarfi að hæðast að henni, gamalli konunni. Hann vissi ósköp vel að hún sótti aldrei skemmtanir, en fór í kirkju á sunnudögum eins og sannkristnu fólki bar. Hún ætlaði að svara honum í hálfkæringi, en hann var þá farinn. Sigurlaug leit út um gluggann. Þarna stikaði Friðgeir út eftir túninu í áttina til vinnufólksins, sem sló og rakaði af miklu kappi. Sigurlaug fann örlítinn sting fyrir brjóstinu. Það var ef- laust gaman að vera ungur. Sjálfsagt þyrfti ekki að hvetja þetta unga fólk, þau færu öll að skemmta sér, öll nema hún. Sigurlaug hrökk við og leit á pottinn. Vellingurinn var að brenna við. Þetta hafði aldrei gerst fyrr. Hún hljóp til að bjarga því sem bjargað yrði, sjálfri séð reið. — Það var eftir skömminni honum Hansa í Koti að stökkva í pottinn hjá mér, tautaði Sigurlaug gremjulega. Hafliði og Sigurpáll kepptust við að slá. Þessi blettur var svo þýfður að ekki þýddi að reyna að nota hestasláttuvél, eins og annars var þó gert. Stúlkurnar rökuðu á eftir, kappsamar. Það átti að flytja heyið á annan blett, sem búið var að hirða af. Þá var hægt að rifja það með snúningsvél, sem hestarnir drógu. Það var óvenjulegt að hefja heyskap svo snemma. En veðurguðirnir höfðu verið bændum hlið- hollir og um sumarmálin höfðu flestir byrjað að vinna á túnum. Friðgeir bóndi kom í átt til unga fólksins og stikaði stór- um. Hann var glaðlegur á svipinn, en grettur vegna sólar- ljóssins. — Þið verðið að klára blettinn í dag. | Unga fólkið snögghætti vinnunni og öll störðu þau á Friðgeir. Hvað var að manninum? Var hann að verða vit- laus? Þau litu yfir þýfið öll sem eitt og vonleysið helltist yfir þau. Þau yrðu aldrei búin, það var vonlaust. Hafliði varð fyrstur til að fá málið. — Ég er ansi hræddur um að það verði komið kvöld, er þessu verður lokið. Friðgeir glotti, reif sig úr skyrtunni og greip orfið, sem hann hafði lagt frá sér, áður en hann gekk til bæjar. — Gerir ekkert til þó það verði kominn morgun, við hættum ekki fyrr en allt er komið til þerris á Húsablettinn. — Jesús Kristur! Kristín strauk svitadropa af enninu. Friðgeir tók til að slá með enn meiri krafti en þau höfðu áður séð til hans. Þau hin tóku einnig til starfa, en það var lítill gleðisvipur á andlitum þeirra. Er Friðgeir hafði slegið dágóða stund hætti hann og leit yfir hópinn. — Þið verðið að hamast eins og þið getið. Það er 17. júní á morgun, skemmtun á Engjunum og ball í samkomuhús- inu. Við tökum okkur frí öllsömul, ef þetta klárast í kvöld. Gleðióp barst frá unga fólkinu. Það var eins og þau fengju margfaldan kraft til vinnu. Og nú var hamast við heyskapinn á Stóra-Núpi. Hrífur og orf gengu svo hratt að varla var hægt að festa auga þar á. Nú var allt til að vinna en engu að tapa. Sannkölluð gleði í teignum. Hafliði sem var ágætur hagyrðingur söng við raust: Ljá í teig nú litla stund latir mega brýna. Tár á fleyg í morgunmund mun ég eiga, Stína. Kristín skellihló. — Þú ert ruglukollur. — Viltu frekar að það endi svona: „Mun þig eiga, Stína?“ Hafliði skellihló, en Kristín roðnaði. Friðgeir kímdi í barm sér. Hann kunni vel við glaðværð fólksins og hafði gaman af að fylgjast með glensinu og gamninu. Ekki langaði hann þó til að kveðast á við Hafliða, því Friðgeir hafði aldrei á ævi sinni getað sett saman vísu. Það var honum fyrirmunað, þó hann væri á allan hátt vel gefinn. Friðgeir gaut hornauga til Vilborgar og Sigurpáls. Þau kepptust við vinnuna, en voru nú eilítið þung á brún. Svona var lífið. Hann vissi ósköp vel, að Vilborg gaf Haf- liða hýrt auga, og eins vissi hann að Sigurpáli leist vel á Kristínu. En það voru líka fleiri, er höfðu augastað á Kristínu, hinni húslegu. Friðgeir brosti út í annað munn- vikið. Já, það lék enginn vafi á því, Kristín yrði góð móðir og fyrirmyndar eiginkona. Hafliði og Kristín héldu áfram að gantast hvert við ann- að. Hafliði söng: Stína fín setti sín sængurlín í rúm til mín. Baugalín, bið til þín, bergjum vín á leið til Rín. 140 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.