Heima er bezt - 01.04.1990, Blaðsíða 33
Það skríkti í Kristínu.
— Þú þykist allt vita og allt geta, Hafliði góður, en ég
veit þó eitt, sem þú ekki veist.
— Hvað er það?
Kristín sleppti hrífunni, hljóp til Vilborgar og hvíslaði
einhverju að henni. Vilborg sem hafði verið þögul við
raksturinn leit kímin á Hafliða, en skellti svo upp úr. Sig-
urpáll gjóaði augunum á stúlkurnar, en Hafliði var orðinn
óþolinmóður.
— Hvað eruð þið að pukra stelpur, út með sprokið.
Stúlkurnar skríktu og tóku til við raksturinn á nýjan leik.
Loks stundi Kristín:
— Þú veist ekki hver á að leika fyrir dansi annað kvöld.
Við Vilborg vitum allt um það.
Hafliði hugsaði sig um.
— Ætli Gústi gamli þenji ekki nikkuna.
Stúlkurnar ískruðu af hlátri, og Kristín sagði:
— Gettu betur.
— Kannski er það einhvar frá Tanga.
Enn skríktu stelpurnar.
— Þú getur það aldrei.
— Segðu það þá.
Kristín leit hlægjandi á Vilborgu.
— Seg þú það.
Vilborg hristi höfuðið.
— Jú, gerðu það.
Hafliði var orðinn forvitinn. Friðgeir var hættur að slá.
Þetta var eitthvað, sem hann mátti ekki missa af.
— Allt í lagi.
Vilborg leit beint framan í Hafliða.
— Oddur í Skógarkoti á að skemmta okkur annað
kvöld.
Hafliði starði á hana.
— Oddur í Skógarkoti! Hver er það?
— Þú þekkir hann manna best.
Friðgeir og Sigurpáll voru komnir í keng af hlátri, en
Hafliði skildi ekki neitt.
— Hvar er þessi Oddur?
Stúlkurnar skellihlógu.
— Maður líttu þér nær. Hann fylgir þér alla daga.
Hafliði roðnaði og hin skellihlógu öll. Friðgeir skellti á
lærið.
— Þar kom að því að þær gerðu þig orðlausann, karlinn
minn.
Það var orðið áliðið dags er öllum verkum var lokið á
Stóra-Núpi. Heyið lá nú flatt og beið þerris á Húsablettin-
um, eins og áætlað hafði verið. Stúlkurnar voru búnar að
mjólka kýrnar. Það var þreytt, ungt, en ánægt fólk er settist
við eldhúsborðið hjá Sigurlaugu þetta kvöld. Gleðin skein
úr augum þess og þreytutilfinningin var sætleg. Það var
gott að Ijúka verkunum og þá var allur lúi fljótt á braut. En
fyrst og fremst var það eftirvæntingin, sem fyllti sál þeirra.
17. júní. Þjóðhátíðardagur íslendinga, afmæli Jóns Sig-
urðssonar var næsta dag. Frídagur framundan. Skemmti-
legur félagsskapur og óþreyttir hestar biðu þeirra að
morgni.
Eftir vel feitt saltað lambakjöt og rófuvelling, fór fólkið
að búa sig til hvíldar. Stúlkurnar tóku fram úr kistum
sínum sparifötin, svo þau mættu hanga og sléttast yfir
nóttina. Piltarnir settu sparibuxurnar undir lökin í rúmun-
um sínum, svo brotin yrðu rétt.
Sigurlaug afþakkaði hjálp við að ganga frá eftir matinn.
Hún var komin á þá skoðun, að unga fólkið ætti skilið frí.
Þvílík afköst á einum degi. Þannig átti að vinna. Sigurlaug
var ekki viss um að það væri á mörgum bæjum eins af-
kastamikið fólk og á Stóra-Núpi.
Sólin var sest og nóttin færðist yfir. Hljóðlát og full af
draumum.
Morguninn 17. júní gaf deginum á undan ekkert eftir.
Sólin hellti geislum sínum yfir lög og láð. Stúlkurnar
mjólkuðu eins og þær voru vanar, en um kvöldmjaltirnar
þurftu þær ekki að hugsa. Sigurlaug sagðist ekki vera svo
hrum að hún gæti ekki tutlað úr þessum fáu kúm, svona
einu sinni.
Sigurpáll sat við eldhúsborðið og sötraði rjúkandi kaffi
með miklum hvítasykri. Hann kunni varla við þetta. Brak-
andi þurrkur og enginn við heyvinnu. Ef hann væri bóndi,
þá gæfi hann einungis frí ef rigndi. En Friðgeir átti þetta
hey og það var hann sem stjórnaði.
Sigurlaug skellti diski með heitum lummum á borðið.
Sigurpáli ofbauð. Það var ekkert annað, og meira að segja
púðursykur á þeim.
— Gjörðu svo vel, Sigurpáll minn. Ég vona að þið pilt-
amir verðið eins kátir í fyrramálið. Þið skulið nú ekki
drekka frá ykkur allt vit eða verða ykkur til skammar.
Sigurlaugu fannst sér bera skylda til að reyna að hafa vit
fyrir ungu mönnunum. Hún vissi ekkert ömurlegra, en
dauðadrukkna menn. Sigurpáll náði ekki að svara þessu,
því um leið snaraðist Hafliði inn um eldhúsdyrnar. Hann
greip utan um Sigurlaugu og sneri henni í hring.
— Ef þú værir, þó ekki væri nema örlítið yngri, Lauga
mín, þá hefði ég beðið þín í dag.
Sigurlaug hnussaði, en gat þó ekki varist brosi.
— Þú ert of mikill galgopi, góði minn. Það getur engin
stúlka treyst á þig.
— Ég er barmafullur af ást.
Hann kyssti Sigurlaugu á kinnina, en settist svo við
borðið.
— Það er ekki hægt annað en elska þig fyrir þetta rjúk-
andi kaffi og ljúffengu lummurnar.
— Heyra nú.
Sigurlaug brosti til Hafliða og það sást örlítil væta í
augnakrókunum. Þetta unga fólk átti svo auðvelt með að
snerta viðkvæma strengi. Ef það ætti jafn auðvelt með að
rata rétta leið, þá væri vel.
— Ertu búinn að sækja hestana?
Það var einhver undirtónn í rödd Sigurpáls, er hann
spurði. Hafliði kinkaði kolli.
— Gæðingarnir bíða, vinur minn.
Hafliði leit sposkur á Sigurpál. Ef til vill langaði vin hans
að lána fallegri stúlku hest.
Stúlkurnar gengu í eldhúsið. Vilborg á undan. Hún bauð
glaðlega góðan dag.
Heima er bezt 141