Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1990, Page 36

Heima er bezt - 01.04.1990, Page 36
Bókahillan NÆGTABRUNNUR ANDVARI 1989 Nýr flokkur XXXI 114 ár Tímarit Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins Reykjavík 1989 Ástæða er til að vekja athygli á Andvara, sem út kom í vetrarbyrjun 1989. Sem fyrr er ritið fjöl- breytt að efni, en hefðbundið að formi. Rit- stjórinn gætir þeirrar festu, sem er vel við hæfi, enda liðin ein öld og fjórtán ár á síðasta.ári frá því þetta virðulega menningartímarit var stofnað. En engrar stöðnunar gætir í efnisvali ogkennirýmissa grasa í heftinu, sem er reyndar 224 blaðsíðnabók. Að þessu sinni fjallar upphafsritgerðin, sem er viðamest, um merkan Islending, Þorbjörn Sigurgeirsson eðlisfræðing, sem lést þann 24. mars 1988. Starfsbróðir hans, Páll Theódórs- son, er höfundur ritgerðarinnar. Tekst honum næsta vel að gera grein fyrir ævistarfi þessa sérstæða og gáfaða vísindamanns og Húnvetn- ings, en fræðigrein hans er ekki aðgengileg öðrum en sérfræðingum. Eru það ekki minnst meðmæli með greininni, að Páli tekst að leiða glópa á sviði torskilinna náttúruvísinda um forsali þess, svo þeir skynja bjarmann af heill- andi heimi þar sem menn eru reiðubúnir að leggja mikið í sölurnar til þess að ná settu marki. Ævisaga Þorbjarnar eða öllu heldur náms- og starfssaga er vitnisburður um for- dildarlausan hugsjónamann, sem gæddur var fágætri skarpskyggni og þrautseigju, vann mikilvæga sigra á sviði jarðeðlisfræði og lagði grunninn að jarðsegulrannsóknum á íslandi. Hann naut mikillar virðingar á meðal vísinda- manna víða um heim, en ekkert var honum fjær skapi, en að veþja athygli á afrekum sínum. Lýsing Páls á manninum, Þorbirni Sigurgeirs- syni, er dregin skýrum, lifandi dráttum og með snjöllum myndum og dæmum. sem gæða hana Iistrænu lífi svo ritgerðin er ánægjuleg lesning hverjum þeim, sem sækist eftir góðum texta og vönduðum. Gylfi Gröndal á hér þrjú Ijóð, sem bera vitni næmum og listrænum tilfinningum hans fyrir umhverfinu, landinu, sterkum áhrifum sköp- unarverksins og þeim lífgefandi anda, sem það mótar. Þau áhrif enduróma einnig í lýsandi ljóði um Ólaf Jóhann Sigurðsson: Skáldbóndi kominn af fjalli með kvæðaskjátur köllun sinni trúr að yrkja landið á ljósum dögum Dr. Þorbjörn Sigurgeirsson. lotinn í herðum ýtir frá sér slitinni ritvél og réttar safnið til rauðamorguns. í tilefni af aldarafmæli Gunnars Gunnars- sonar birtist erindi það, sem Sveinn Skorri Höskuldsson flutti á samkomu í Þjóðleikhúsinu 18. maí 1989, og er fengur að. Sigfús Daðason ritar um nýútgefin Þór- bergsrit og nefnir ritgerð sína Óstýrilátur og bljúgur. í þessari stuttu grein leiðir hann m.a. rök að því, að ein mestu tímamót ævi Þórbergs hafi verið, þegar hann hitti séra Árna Þórarins- son, en þá var hann hálf sextugur. Hafi það verið sjöunda eða áttunda endurfæðing rithöf- undarins og afleiðingu þeirra kynna segir Sig- fús þessa: „Öfgarnar í skapgerðinni milduðust, vizkan varð vizka hins almenna, hins rótfasta, Þórbergur varð meistari þjóðarinnar en ekki „ofvitanna". Sigfús Daðason hefur ekki kastað 'nöndum til þeirra athugana, sem greinin birtir, og lesandinn sannfærist um réttmæti þeirrar niðurstöðu, að Þórbergur hafi sameinað upp- runalegt tungutak sveitunga sinna í Suðursveit og „þann lærdóm sem hann nam að meisturum sínum og mótaði úr þessu margskonar stil- brigði, unz list hans nálgaðist fullkomnun í síð- ustu bókum hans.“ Hjörtur Pálsson á þrjú ný ljóð í Andvara. Kveður þar við nýjan nokkuð óræðan tón, sem vekur eftirvæntingu og gefur fyrirheit. Ef til vill boða þau þáttaskil á ferli skáldsins. Dr. Gunnar Kristjánsson er einn af skörpustu pennum í sveit íslenskra kennimanna. Hann ritar hér um endurminningar presta og nefnist grein hans Prestar á vogarskálum. Eru það fróðlegar athugasemdir og samanburður á endurminningum íslenskra presta, en sem kunnugt er komu út fimm bækur af því tagi fyrirjólin 1988. Ástráður Eysteinsson ritar um þýðingar og nefnir grein sína Af annarlegum tungum. Fjallar hann að mestu um þýðingastörf á Jslandi eftir strið, stöðu og áhrif þýðinga bókmennta í lausu og bundnu máli á þróun íslenskra bókmennta. Berglind Gunnarsdóttir á þrjú ljóð samstæð, næsta vel gerð og áleitin. Gunnar Stefánsson ritstjóri Andvara ritar grein, sem hann nefnir „Ljóðið vill ekki skýra“, í tilefni nýrrar ljóðabókar eftir Jóhann Hjálm- arsson. Það er þrettánda frumsamda ljóðabók skáldsins: Gluggar hafsins. Er hér um að ræða vandaða úttekt á ferli Jóhanns. Einnig ritar Eysteinn Þorvaldsson um ljóð Þorsteins Valdimarssonar. Þórunn Valdimarsdóttir sagnfræðingur á hér tvö sérstæð ljóð. Einar Pálsson ritar greinina Krúna í Kant- araborg og tengist rannsóknum hans á rótum íslenskrar menningar. Eysteinn Þorvaldsson fjallar um Alþýðuskáld og rómantík. Þá er næsta fróðlegt erindi um Guðbrand Vigfússon í Oxford eftir Benedikt S. Benedikz, sem hann flutti við Háskóla Islands á aldar- minningu ártíðar Guðbrands, 31. janúar 1989. Séra Sigurjón Guðjónsson fyrrum prófastur í Saurbæ ritar um sálmabókina 1886, sem er eitt merkasta timamótaverk í útgáfusögu íslensku kirkjunnar. Séra Sigurjón er mestur sálmafræð- ingur hér á landi og hefur ritað mikla sálma- sögu, sem ekki hefur ennþá fengist útgefin. Er óskandi, að íslenska þjóðkirkjan beri gæfu til að virða þetta mikla framlag séra Sigurjóns og gefi út sálmasögu hans fyrir kristnitökuafmælið árið 2000. Þórarinn Þórarinsson fyrrum ritstjóri Tímans ritar um sköpunarár Framsóknarflokksins. Hannes Jónsson sendiherra á hér og ritgerð um íslenska hlutleysisstefnu, þ.e. fræðilega hlutleysið 1918-1941. 144 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.