Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1990, Blaðsíða 7

Heima er bezt - 01.09.1990, Blaðsíða 7
bjórnum. Ég var semsagt settur í steininn og mátti dúsa þar þangað til morguninn eftir. Þetta er eina reynsla mín af fangelsum og svo sem allt í lagi með hana í minning- unni. En félagarnir stríddu mér á þessu það sem eftir var af vertíðinni. Sögðu að ekkert jafnaðist á við færeysk- an bjór og ótal margt datt þeim í hug. Vertíðin 1974 var geysigóð, en þá var ég á Dagfara ÞH, á loðnu og netum. Til þess að gefa hugmynd um það átti ég eftir vertíðina 840.000 krónur, en ný tveggja herbergja íbúð kostaði þá 1.150.000 krónur. Að vísu keypti ég ekki íbúð fyrir peningana þá. En aldrei síðan hef ég haft eins miklar tekjur. Á togurum Síðan tók við togarasjómennska. Það var á Ingólfi Arnar- syni. Hann fór í slipp á miðju sumri og þar sem ég hafði innritað mig í Stýrimannaskólann fannst mér of langur tími fara í slipptökuna. Reyndar vann ég hjá pabba við bílasprautun þegar hlé voru á sjómennskunni. Hann átti og rak fyrirtæki í þeirri grein og gat alltaf þegið vinnukraft því að yfirleitt hafði hann meira en nóg að gera. Sjó- mennskan átti þó sterk ítök í mér og eitt kvöldið er ég ætlaði í bíó með kunningja mínum renndum við fyrst nið- ur að höfn rétt að líta á lífið. Narfinn var í þann mund að fara á veiðar. Þegar átti að leggja í hann uppgötvaðist að mann vantaði í pláss. Plássið var auðfengið ef ég gæti komið strax. Ég hljóp þá yfir í Ingólf Arnarson og sótti sængina mína og stökk um borð um leið og festar voru leystar. Útbúnað, fatnað og allt saman fékk ég lánað um borð. Sjáifur hafði ég ekkert með mér annað en sængina mína og svo auðvitað bíómiðann. Ég hringdi heim seinna um kvöldið og sagði mömmu að það myndi líklega eitt- hvað teygjast úr bíóferðinni. Hún tók því alveg bærilega. Þau foreldrar mínir voru ekkert smámunasöm, heldur al- veg ágætis foreldrar og uppalendur. Þegar ég fór fyrst á sjóinn leist þeim ekki meira en svo á, enda var ég varla af barnsaldri. Mamma var stundum áhyggjufull, eins og Það er létt yfir mönnum á heimléiðinni af miðunum, f.v. : Björn Sigmundsson, Jakoh Sigurjónsson, Kristinn Hjálmarsson, Sig- urður E. Levy og Jón Jökull Jónsson. Á heimleiðinni þarf að þrífa skipið. Vilhjálmur Agnarsson hefur lokið við að fægja gluggana og setur upp Ajax bros fyrir mynda- töku. mæður eru stundum. Satt að segja fannst manni það frem- ur notalegt á þeim árum. Að einhver beri hag manns fyrir brjósti. Það gerðu þau sannarlega en gættu þess líka að ráða ekki yfir okkur, börnunum, eða reyna að fjarstýra okkur. Fólk verður líka að læra að taka eigin ákvarðanir og bera ábyrgð á sér. Kristján er næstelstur systkinanna. Elst er Hafdís, hún vinnur hjá Ríkisskip og er gift Inga Gunnari Þórðarsyni, byggingafræðingi. Þá Kristján og svo Anna, húsmóðir í Reykjavík, gift Garðari Einarssyni, sölumanni. Viðar er í trésmíðanámi, hann býr einnig í Reykjavík ásamt konu sinni, Brynhild. Yngstur er Úlfar, sem nú stundar nám í Bandaríkjunum. Heimili og skóli Mesta breytingin í lífi mínu átti upphaf sitt í því að ég fór til Spánar í sumarfrí áður en ég hóf námið í Stýri- mannaskólanum. Þar kynntist ég konunni minni tilvon- andi. Þetta var sólarferð hjá henni líka, en við sáum ekki sólina hvort fyrir öðru. Við byrjuðum búskapinn haustið 1975 og Daníel fæddist svo veturinn eftir en fyrir átti hún Rakel, fósturdóttur mína. Þarna var semsagt fjölskylda Heimaer bezt 275

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.