Heima er bezt - 01.09.1990, Blaðsíða 31
Grindhvaladráp í Færeyjum.
hinum, sem í sjó falla eður á annan hátt verða í kröggum.
Þannig gengur æði bardagans til þess að unninn er sigur,
og hvalirnir að velli lagðir. Þá gengur allur hópurinn til
búða, halda stórmikið drykkjuball og veita hver öðrum
af mesta kappi, og þá gengur tungan ótt í gómnum, hver
segir af sér, það hann kann, hvað frægur hann hafi verið
í framgöngu og hvað mörgum hann hafi veitt banasár.
Þá gengur orðaglaumur með herfilegu gorti og mikil-
mennsku, svo þá halda hver um annan öngvan sinn jafn-
ingja í víðri veröld.
Sama veturinn og ég fór frá Orkneyjum til Færeyja,
byrjaði ég að fiska snemma í mars, og því var framhaldið
þar til í maí, að við sigldum til íslands. Við lentum á
Seyðisfjörð og lágum þar lil fiskjar 2 vikur, en að þeim
liðnum, héldum við þaðan því okkur gafst þar ekki fiskur,
svo okkur líkaði, við héldum þaðan til Norðfjarðar, hann
liggur nokkru sunnar og þar fengum við í skipið 13.000
fiskjar, svo héldum við til Færeyja og affermdum skipið,
en tókum okkar kost og s.fr. og héldum aftur til íslands,
og lentum þá á Norðfirði, dvöldum þar 1 viku, þaðan
héldum við og til Reyðarfjarðar og vorum þar það sem
eftir var tímans, til þess við fórum aftur til Færeyja, það
mun hafa verið í 16. viku sumars, skipið var þá samt
eigi fullhlaðið, en við máttum ei lengur vera, því að átti
að vera viö það að fiska lifandi fisk, það sama haust,
og fara með liann til Englands. Þriðjung af því öllu, er
á skip kom, átti fólkið á skipinu að hafa í kaup, meðan
verið var undir Islandi. En 12 voru alls á skipinu en við
íslendingar höfðum miklu minna, við höfðum fastákveðin
laun um mánuðinn, en þau voru fremur lítil.
Þegar við komum aftur til Færeyja var strax farið að
fiska þann lifandi fisk, en svo er að því farið. Þau skip
sem til þess eru höfð, eru með fingurstórum götum á
miðju, svo mörgum að varla er tölu á komandi, þar
streymir sjórinn inn, og l'yllir upp stórt rúm í miðju
skipinu, sem til þess er smíðað, og vatnshellt allt í kring,
svo skipinu er óhætt, því sjórinn kemst ekki lengra en
í þetta vissa rúm og fyllir það upp, eftir því hvað skipið
er hlaðið, því vatnið er jafn hátt, utan sem innan í skipinu.
Rúmið er kallað fiskivatn. Lok eru höfð ofan yfir fiski-
vatninu, sem eru tekin af, þá fiskurinn er látinn ofaní.
Allur sá fiskur, er fiskaður á handfæri, og þegar hann
kemur úr sjónum, er hann stunginn undir annan eyrugg-
ann og hleypt öllum vindi úr honum, og svo er aðgætt,
hvort hann hefur magagleypt krókinn, því þá er hann
ekki fær að látast í fiskivatnið, því hann getur þá ekki
lifað. Þannig fiskar maður þennan fisk, svo mánuðum
skiptir, og látinn ekkert viðurværi hafa í fiskivatninu.
Mjög vandfarið er með þennan (að þessum) veiðiskap,
en arðsamur er hann, þegar vel tekst. Enskir hafa fyrst
fundið upp aðferð þessa. Þá við höfðum 1.200 lifandi
fiskjar í fiskivatninu, tókum við okkur upp og sigldum
til Englands, okkur gekk vel fyrst og komum við til Orkn-
eyja um nótt, en þá var vindur hinn hagstæðasti, en hvass
mjög, en héldum áfram beina leið, og stóðum ei við í
Orkneyjum, en brátt gjörðist stormurinn svo hvass, að
við máttum lækka seglin. Það brakaði í hverri rá og söng
í hverjum streng, ofsi og ólga sjávarins sló skipið á ýmsar
hliðar, svo fjöldi fiska rotuðust á leiðinni, svo að til tölu
rotuðust 30-40 með dægri hverju svo þau 12 hundruð
fiskjar týndu tölunni, því þegar við komum til Grímsbýar
á Englandi voru ekki eftir nema 8 hundruð lifandi fiskjar,
og var allur fiskur seldur það bráðasta. Þeir fiskar, sem
stórir voru, gengu vel út og voru 12-20 krónur gefnar
fyrir þá, en þann fisk er ekki var 19 þml. hann var keyptur
fyrir 4-6 kr. stykkið. Þessi prís kann að virðast ótrúlega
hár, en ég hef líka vitað stöku fiska keypta á Englandi
fyrir V/i pund sterling, sem er 27 kr., og heyrt hef ég
líka að stórar (lúrur) lúður séu keyptar fyrir 40 kr., þó
það sé mikiö fágætara, en um fiskinn.
Um þær mundir, sem ég fór frá Færeyjum, gekk hettu-
sóttin. Hún greip mig á leiðinni til Englands, svo ég bóln-
aði allur um höfuðið öðru megin, svo ég hræddist sjálfan
mig, en allan þann tíma, sem ég var í Grímsbý byrgði
ég mig niður í rúmið; það þótti mér harðla leiðinlegt,
þó ég yrði að hafa það, en ég átti ekki lengi í því, og
varð albata eftir viku. Þaðan sigldum við til Orkneyja,
hlaðið með salt og kol. 2 sólarhringa töfðum við í Orkn-
Frá grindhvaladrápi.
Heima er bezt 299