Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1990, Blaðsíða 14

Heima er bezt - 01.09.1990, Blaðsíða 14
Tvö ungmennafélög voru þá í hreppnum, ,,Bifröst“, sem náði yfir Grenivík, Kljáströnd og Höfðann, en í þá daga bjó fjöldi fólks á Kljáströnd, þar sem nú er allt í eyði. Hitt félagið var ,,Dagsbrún“, sem var bindindisfélag og voru meðlimir þess einkum í syðri hluta hreppsins. Leikritin voru ,,Grái frakkinn“, sem var þýtt úr erlendu máli og voru leikendur þar úr ,,Bifröst“, hitt leik- ritið var ,,Happið“, eftir Pál Árdal sem var leikið af meðlimum ,,Dags- brúnar“. Mikið var talað um þetta í sveitinni og voru leikendur og aðstoðarfólk frá flestum bæjum. Sigfús Hallgríms- son frá Varðgjá var þá á Grýtubakka og var hann fenginn til að leiðbeina þeim, sem léku í Happinu, en Pétur Einarsson kennari mun hafa leið- beint þeim, sem léku í Gráa frakkan- um. Margt ungt fólk var þá í Höfða- hverfi, heimilin stór og nægilegt úr- val af Ieikendum. Sigurður Ringsted, útvegsbóndi á Kljáströnd, var feng- inn til að leika Hall bónda í Happinu. Gerði hann það afburða vel, var hann af öllum í sveitinni talinn fædd- ur leikari. Frá Jarlsstöðum voru þeir bræður Sigurbjörn og Sigurður Benediktssynir, frá Grýtubakka voru Sigfús Hallgrímsson frá Varðgjá, leið- beinandi í ,,Happinu“. Sigurður Ringsted, útvegsbóndi Sigtún- um, Kljáströnd. þær systur Helga og Margrét Bjarna- dætur, frá Miðgerði var Soffía Kristj- ánsdóttir og frá Lómatjörn var Jó- hanna Guðmundsdóttir. Þetta voru leikarar í Happinu. Fleiri leikendur voru í Gráa frakk- anum. Þar var aðalstjarnan Gunn- hildur Árnadóttir, prests í Grenivík, sem lék unga ekkju. Hún var mjög fínt klædd, bráðfalleg og flykktust biðlarnir utan um hana. Eg var gjör- samlega heilluð af að hlusta og horfa á hana, hún lék og söng áreiðanlega mjög vel. Matthildur Stefánsdóttir frá Miðgörðum og Ingibjörg Jóns- dóttir frá Hóli léku stofuþernur ljómandi fallega og Hermann Stef- ánsson, fallegur maður frá Miðgörð- um, síðar íþróttakennari, lék fátæka unga manninn, sem var svo ástfang- inn af fallegu ekkjunni. Kristinn Jónsson frá Hjalla lék ,,skurkinn“. Man eg nú ekki Iengur nöfn á öðrum leikendum, en þeir voru mikið fleiri. Þessi tvö leikrit voru sett upp í stóru fiskihúsi á Kljáströnd, en þá var þar mikil útgerð og fjöldi fólks búsett, eins og áður var frá sagt. Leiksvið var sett upp í öðrum enda hússins og þótti þetta hið ákjósanleg- asta leikhús. Á þessum árum sat læknir héraðsins á Kljáströnd, Árni Helgason að nafni. Kona hans, Hrefna, átti forláta píanó. Var það borið út í leikhúsið og lék hún undir söngvana, sem voru í þessum tveim leikritum, en þeir voru býsna margir. Fólkið lærði þessa skemmtilegu söngva og voru þeir óspart sungnir Gunnhildur Árnadóttir, prests í Grenivík. Stjarnan í,,Gráa frakkanum“. á heimilunum. Man eg enn nokkur brot úr Gráa frakkanum, en þýðing- ar munu hafa þótt lélegar, að dómi margra, en fallega ekkjan söng: - - Aðeins eg hræðist, að ástin hún læðist í alla karlmenn, vari þeir sig. Allir þeir lifna og ætla að rifna ef að þeir bara líta á mig. Kristinn frá Hjalla, sem lék vonda manninn í Gráa frakkanum söng: Þótt sérhver kelling slúðri og sögur beri um mig. Þótt gjalli í lygalúðri, eg labba sama stig. Þær mega hrekja og hrjá mig, en hvernig þá eg spyr: Þær bæta engu á mig, sem ei menn vissu fyr. 282 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.