Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1990, Blaðsíða 17

Heima er bezt - 01.09.1990, Blaðsíða 17
6. Situr efst á siglutré. Sómir vel á fánaströng. Títt á hurð ég trúi hann sé. Tötrið elst á klakaspöng. 7. Er í báðum örmum þér, einnig þínum fótum. Ljúft að honum lék ég mér líkt og fáki skjótum. 8. Gumi er hár og gildur sá. Gera hann úrsnjónum má. Spegilsléttar spariföt. Sparkað er um víðan flöt. 9. Margir eru þeir í þér, þar á meðal hári fínu. Milli raða í ættum er, einnig þessu ljóði mínu. 10. Flestir vilja vera á því. Viðhald þess er nauðsyn brýn. Það er móður þinni í. Þetta er raunar aleign mín. 11. Löngum höfin leggur á. Loftin um það smýgur blá. Án þess kirkja ekki er nein. Eitt er það í fugli bein. Nú verður lesendum gefinn kostur á að glíma við þessar vísnagátur. Svör við þeim þurfa að berast fyrir 1. nóvember n.k. Ef mörg svör berast við öllum gátunum, verður dregið út hver verðlaun hlýtur, sem verður bók að eigin vali úr væntanlegri bókaskrá Heima er bezt. Að lokum birtist hér vísa eftir Pál Helgason frá Þóru- stöðum, sem ort var af gefnu tilefni. Tókst ritstjóra HEB ekki betur upp en það, þegar hann hugðist koma á fram- færi óbrenglaðri leiðréttingu á ætterni Páls í 5. tbl. 1990, að hann staðhæfði að foreldrar hans væru fæddir í Suður- Þingeyjarsýslu. Þetta er ekki rétt, því Helgi Eiríksson, faðir Páls, fæddist í Eyjafjarðarsýslu, en var af þingeysku bergi brotinn. Um þetta orti Páll: Eyfirðingar uggi ei par af þeim neinu ég steli. Faðir minn því forðum var fæddur í Helgárseli. Helgársel var bær í Garðsárdal, en sem kunnugt er skerst dalurinn í suðaustur frá Kaupangssveit. Fyrrum voru 4 bæir í Garðsárdal, þar af þrír að austanverðu. Af þeim er nú aðeins einn þeirra byggður, Garðsá. Þröm eða Þrem var í byggð alllangt fram eftir öldinni, en þar fæddist séra Sigtryggur Guðlaugsson stofnandi Núps- skóla. Helgársel var eini bærinn, sem fullvissa er um að hafi verið í ábúð vestan megin í dalnum og mun hafa verið búið þar fram um 1930. Leiðrétting í mars hefti „Heima er bezt“ 3. tbl. 1990 er lokaþáttur frásagnar frá kynnisför sunnlenskra bænda um Norður- land sumarið 1920. Mér finnst ég þurfa að leiðrétta lýsingu þeirra af Reykjahlíðarheimilinu, því svo fráleit er hún raunveruleikanum. í Reykjahlíð var byggt steinhús árin 1911-12, eitt hið fyrsta í sýslunni. Við suðurlanghlið þess voru fjórar stofur, milli tveggja þeirra var laust skilrúm, sem tekið var úr þegar á þurfti að halda vegna margmennis við veitingar og var það gert í þessu tilfelli. Mér er mjög minnisstæð koma bændanna í Reykjahlíð, og allur sá við- búnaður sem hafður var til að taka sem best á móti þeim, enda átti ég þar hlut að máli. Það var lagt á langborð handa þeim og öðrum gestum sem borðuðu með þeim, og skreyttum við borðið með blómum sem voru burknar og blágresi úr Stórugjá og ramfang og baldursbrá úr blóma- garðinum, og man ég vel hvað þetta vakti mikla hrifningu, eftir langa ferð um gróðurlítil öræfin. í frásögninni eru lofaðar móttökurnar, en allt hitt er rangt með farið. Eins og sagt var frá, bjuggu fjögur systkini í Reykjahlíð og þó að margt væri sameiginlegt og meðal annars móttaka bændanna, hafði hver fjölskylda íbúð útaf fyrir sig, sem var stofa og eldhús á neðri hæð og tvö til þrjú herbergi á efri hæð, sameiginlegt var aðeins hlóðareldhús í gamla bænum og fjós. Hver bóndi átti sín fjárhús, það voru fimm fjárhús á túninu og fjögur hesthús. Tún og nágrenni þess, sem heyjað var, var öllu skipt, og heyjaði hver bóndi fyrir sig. Aðeins á hluta af útengi var samvinna við heyskapinn og var það hey flutt heim á vetrum og skipt eftir hlutfalli búanna eða eftir því sem þörf krafðist. Ég vil benda á lýsingu af Reykjahlíðarbænum í „Heima er bezt“ júlí/ágúst hefti 1979, en þar vantar þó lýsingu á efri hæðinni. Guðrún E. Jónsdóttir frá Reykjahlíð. Heima er bezt 285

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.