Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1993, Side 4

Heima er bezt - 01.02.1993, Side 4
Agœtu lesendur, Pá er hún „Góa“ gengin í garð með sínum fyrirheit- um um að senn fari að linna vetrarhríð og stormi, þó enn sé vissulega nokkur tími til stefnu fyrir Vetur konung til að hrista sína köldu hramma. Það verður nú að segjast að frekar hefur tíðin reynst okkur íslendingum rysjótt þennan vetur. Og enn er það siður manna að kvarta yfir veðrinu þrátt fyrir afburðagóð híbýli, hlý og góð, og einnig það að nú fer varla nokkur spönn frá rassi, eins og sagt er, án þess að stíga upp í farartækið sitt, bílinn, við húsdyrnar hjá sér og drepa síðan ekki niður fæti fyrr en í áfangastað og eru menn tæplega vegamóðir eða þreyttir eftir slíkar þægindaferðir. En svona er nú lífið. Ætli forfeðrum okkar hefði ekki þótt heldur lítið tilefni til slíkra umkvartana við þær aðstæður sem við búum nú til dags. Það hygg ég vera. Ekki er ólíklegt að mörgum þeirra, hefði þeim gefist það að sjá til framtíðar og virða fyrir sér þann munað sem allflestir búa við í dag, hefði þótt sem þeir væru að horfa á kring- umstæður einhvers ævintýrisins. Aðstæður þær sem íslendingar búa við nú hlytu að hafa litið út sem hallir konunga og keisara miðað við það sem fólk almennt bjó við hér á landi fram eftir öllu. En kunnum við að meta alla þessa „dýrð“ og þessi þægindi sem við í raun búum við á Islandi í dag? Það vil ég leyfa mér að draga í efa að allir geri. Við íslendingar höfum nú jafnan staðið framarlega í lífsgæðakapphlaupinu og sjaldnast talið okkur búa og lifa nógu flott og fínt hverju sinni. Sumir segja að þetta sé m.a. afleiðing velsældar þeirrar sem þjóðin bjó við fyrstu árin eftir seinni heimsstyrjöld og að hún hafí í raun aldrei náð sér eftir það. Ekki skal ég um það fullyrða en stundum finnst manni nú að minna mætti gagn gera. Hér fyrr á öldum lenti fólk stundum í stórfelldum hrakningum í nauðsynjaferðum sínum vegna stórviðra sem brustu á. Fólk bar virðingu fyrir veðuröflunum á þessum tímum og var sjaldnast á ferð á þeim árstímum sem þau hömuðust mest, nema brýna nauðsyn bæri til. Lífsbaráttan var þó slík og svo hörð að oft var teflt á tæpasta vað við að draga björg í bú, sér og sínum til viðurværis, og því fór sem fór stundum, þegar fólk varð undir í þeim fangbrögðum. En þetta var hluti af lífsbaráttunni og við þetta varð fólk að búa. En annað ætti nú að vera uppi á teningnum nú, skyldi maður ætla, með þeim traustu og vel búnu híbýlum sem við höfum yfir að ráða og þeim traustu og þægi- legu farartækjum sem næstum hver ökufær einstakl- ingur ræður yfir. Og þannig er það vissulega. En nú hafa hlutirnir snúist við að nokkru leyti. Aður fyrr bar fólk virðingu fyrir hinum sterku veðraöflum og óttaðist þau jafnvel og það sem þeim fylgdi. Nú aftur á móti eru menn farnir að storka þeim og bjóða birginn í hreinni ævintýraleit. „Jeppamenningin“ hefur skotið traustum rótum í íslensku þjóðfélagi og nú tíðkast mjög vetrarferðir á þeim farartækjum hvert á land sem er og nánast hvernig sem viðrar. Jafnvel hefur maður stundum grun um að slíkurn ferðalöngum þyki ekkert verra að með fylgi svona hæfi- lega hryssingslegt veður. Minnsta kosti heyrist stundum að lagt hafi verið í slíkar ferðir jafnvel þótt veðurspá hafi reynst ótrygg. En svona breytast tímarnir og mennirnir með. Hér áður fyrr hefði það sjálfsagt talist algert óðs manns æði að ætla sér að fara upp á hálendið, svo ekki sé nú talað um jöklana, um hávetur þegar allra veðra er von. En auðvitað má líka segja að svona saman- burður sé harla óraunhæfur. Allar aðstæður og mögu- leikar manna gagnvart veðraöflunum eru svo gjör- breyttir að þar er alls ólíku saman að jafna. En þó finnst manni að stundum mætti vera meiri aðgát höfð áður en menn skella sér í fang óblíðrar náttúru landsins á vetrum. Menn gleyma stundum í upphafi slíkra ferða að þær geta fyrirvaralaust orðið með þeim hætti að þær séu ekki lengur þeirra einkamál og valdið öðrum óþarfa ónæði og fyrirhöfn þegar út þarf að kalla fjölmennar björgunarsveitir þeim til bjargar úr ógöngum sem þeir hafa komið sér í, oft á tíðum af ein- tómum leikaraskap. Stundum getur verið gott að horfa til fortíðar og kynna sér reynslu genginna kynslóða, þrátt fyrir ólíkar ytri aðstæður, þótt ekki væri nema til þess að læra að bera hæfdega virðingu fyrir náttúruöflunum. Enginn veit í raun hvar hrammur þeirra kann að lenda næst með þeim hætti að ekki þurfi um að búa eftir þau viðskipti. Með bestu kveðjum, Guðjón Baldvinsson. m kláðOtopOHIM 40 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.