Heima er bezt - 01.02.1993, Síða 6
var þó búsett í Hafnarfirði heldur settust foreldrar
mínir þar að vegna atvinnu föður míns, sem opnaði
bókaverslun þar í bæ. Faðir minn, Þorvaldur
Bjamason, var frá Höfnum á Reykjanesi. Faðir hans
var útvegsbóndi og áður en hann fór sjálfur að búa
reri hann ásamt fleiri sjómönnum frá stórbýlinu
Kotvogi. Þar hitti hann ömmu mína Herdísi
Nikulásdóttur sem var ráðin þar sem vinnukona. Ég
hef heyrt að þegar hann sá hana í fyrsta sinn hafi
hann sagt að þessi stúlka yrði konan sín. Svo varð.
Þau fóru að búa í litlu húsi þar skammt frá og afi
eignaðist sjálfur bát og réði menn til sín. Hann var
sagður hörkuduglegur. Amma Herdís var myndar-
leg húsmóðir og haft var á orði í plássinu að hún
væri svo þrifin að hún skúraði jafnvel áramar hans
afa. Þau eignuðust þrjú böm, dæturnar Þórunni og
Vilfríði og föður minn Þorvald. Auk þess ólu þau
upp fóstursoninn Þórarinn. Drengirnir reru með
föður sínum á sumrum en pabbi var síðan sendur í
Flensborgarskóla þar sem hann síðar kynntist
móður minni.
AF STYRKUM BÆNDASTOFNI
Bjami afi minn var Tómasson, Guðmundssonar
frá Teigi í Fljótshlíð, en Guðmundur var kallaður
Guðmundur ríki. Ég held að synimir frá Teigi hafi
bara verið tveir, annar tók við búinu en hinn, lang-
afi minn, sagðist ekki ætla að eyða ævinni í það að
snúast í kringum beljurassa og fór að heiman.
Hann og hans fólk fékk síðar ekkert af
Teigsauðnum.
Herdís amma var af Fjallsætt. Foreldrar hennar
voru Ingveldur Þorvarðardóttir, Oddssonar frá
Vælugerði í Flóa og Margrét Vigfúsdóttir
Ófeigssonar bónda á Fjalli. Faðir Herdísar ömmu
minnar hét Nikulás Björnsson útvegsbóndi á
Nýlendu í Leirhöfn, en því miður þekki ég ekki
nánar til ættar hans.
AF ÆTTUM MÓÐUR MINNAR
Móðir mín María var ættuð frá Fljótsdalshéraði
og Þingeyjarsýslu. Hennar móðir var Halldóra
Sigurðardóttir Guttormssonar stúdents og alþingis-
manns Vigfússonar á Arnheiðarstöðum. Kona
Herdís ífaðmi foreldranna, Þorvaldar
Bjarnasonar og Maríu Víðis.
Guttorms var Halldóra Jónsdóttir vefara á
Kóreksstöðum Þorsteinssonar prests á Krossi í
Landeyjum. Móðir ömmu Halldóru var Guðrún
Eiríksdóttir á Skriðuklaustri Ámasonar á Hafursá,
systir Jónasar skólastjóra á Eiðum. Móðurafi minn
var Jón Jónsson hreppstjóri Jóakimssonar frá Þverá
í Laxárdal, S-Þingeyjarsýslu. Þar var fyrsta kaup-
félagið stofnað á fundi í svokallaðri bláu stofu, sem
enn er til uppsett í safnahúsinu á Húsavík. Bræður
afa míns voru Snorri og Benedikt frá Auðnum sem
voru þjóðþekktir menn vegna brennandi áhuga á
framfara- og menningarmálum. Systurnar voru
tvær að ég held, og fluttist önnur þeirra, María, til
Vesturheims. Afi Jón var yngstur, hann var sendur
á Möðruvallaskóla. Það kom í hans hlut að taka við
búinu því systkini hans voru farin að heiman. Þrátt
fyrir það var afi engin bóndi í eðli sínu, hann var
fíngerður og ljúfur og vantaði bæði vilja og hörku
sem oft er nauðsynlegt til að sinna hinu erfiða
starfi bóndans á Islandi.
Langafi minn, Jón Jóakimsson hreppstjóri, missti
konu sína Herdísi Ásmundardóttur frá Stóruvöllum
í Bárðardal. Hann kvæntist aftur Bergljótu
42 Heima er bezt