Heima er bezt - 01.02.1993, Síða 7
Æskuheimilið, Brekkugata 10, í Hafnafirði.
Guttormsdóttur sem var móðursystir ömmu
Halldóru. Þannig vildi það til að amma var send til
hennar 14 ára gömul vegna þess að móðir hennar
var orðin ekkja og hafði selt jörðina og flust til
Seyðisfjarðar. Hún varð að koma þremur bömum
fyrir hjá skyldfólki en var með það elsta og yngsta
hjá sér og vann fyrir þeim með saumaskap. Hún
fórst síðan í snjóflóði sem sópaði húsinu út á sjó en
yngsta barninu var bjargað þar sem það flaut á
sjónum í rúmi sínu. Amma Halldóra varð því
munaðarlaus en átti góða vist á Þverá hjá
móðursystur sinni og líklega hefur hún fengið ein-
hvern arf því hún sigldi til Kaupmannahafnar um
tvítugsaldur til að læra skreðarasaum og systir
hennar Þóra líka. Þóra dvaldist í útlöndum í 30 ár, í
Englandi og Frakklandi, þar til að hún kom heim til
íslands, fullorðin kona, og tók við forstöðu elli-
heimilisins á Seyðisfirði. Hún var heima hjá okkur
tvö síðustu árin sem hún lifði og höfðum við mikla
ánægju af enda bar hún með sér útlendan menn-
ingarblæ og sagði okkur margt frá ferðum sínum.
Þóra klæddist ætíð svörtum flauelskjólum með
blúndu í hálsinn, festri með nælu. Margt af því sem
Þóra frænka sagði okkur situr enn í minningunni,
til dæmis frásögn hennar af veru sinni í
Egyptalandi þegar Titanic sökk, en Þóru hafði
dreymt fyrir þeim voðaatburði nóttina áður. Einnig
var hún viðstödd jarðarför leikkonunnar frægu,
Söru Bemhard, í París og sagði hana stórkostlega. í
mikilli skrúðgöngu um götur borgarinnar voru
/ heimsókn hjá ömmu Herdísi í Höfnum.
bornar gínur klæddar búningum úr frægum hlut-
verkum leikkonunnar. Þóra ömmusystir var náma
af spennandi fróðleik og afar sterkur og ógleyman-
legur persónuleiki.
Halldóra amma var heitbundin Jóni, yngsta syn-
inum á Þverá, þegar hún fór til útlanda og þau gift-
ust síðar og áttu að taka við búi á Þverá eins og ég
sagði áður. Amma sá að afi var ekki bóndaefni og
það varð að ráði að þau seldu eigur sínar og fluttust
til Reykjavíkur. Er þangað kom hóf afi störf sem
bókari hjá Edinborgarverslun og síðar hjá H. Ben.
og co. Um tíma var hann sendur í útibúið í Hafnar-
firði og þannig vildi það til að mamma kynntist
föður mínum Þorvaldi í Flensborgarskólanum.
Fjölskylda mömmu fluttist svo aftur til Reykja-
víkur. Mamma fór að vinna í versluninni Gullfoss
þar til hún giftist pabba, en áður hafði hún farið á
húsmæðraskóla í Kaupmannahöfn. Foreldrar mínir
fluttust aftur til Hafnarfjarðar þar sem faðir minn
setti á stofn bókaverslun Þorvaldar Bjarnasonar.
Mamma átti fjögur systkini, þrjár systur og einn
bróður. Auður, elsta systirin, giftist Sigurði
Sigurðssyni kennara. Sigríður giftist Jóhanni
Skaptasyni sem var sýslumaður á Patreksfirði og
síðar á Húsavík, en hjá þeim átti ég margar góðar
stundir á unglingsárunum. Þórný giftist Hálfdáni
Eiríkssyni kaupmanni sem átti Kjöt og fisk og
bróðirinn Jón Víðis var mælingamaður hjá
Vegagerð ríkisins. Hann giftist ekki og bjó heima
með móður sinni eftir að afi dó. Jón frændi reynd-
ist systkinum sínum og systkinabörnum oft
ómetanleg stoð. Strákarnir í fjölskyldunni voru
með honum í vegamælingum á sumrin og hann hélt
Heima er bezt 43