Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1993, Blaðsíða 13

Heima er bezt - 01.02.1993, Blaðsíða 13
/ „Eg vil auðga mitt land, “ skemmtilegt leikrit eftir þá Davíð Oddsson, Þórarin Eldjárn og Hrafn, son Herdísar. Þeir félagar voru þekktir sem „Matthildingar“ á sínum tíma. stórkostlegt hlutverk og hefur alla tíða verið mér kært. Nú hófst mikill annatími, mér buðust stór hlutverk í leikhúsinu og samhliða hafði ég stórt heimili að sjá um og annast. Bömin urðu 4 og stund- um var erfitt að sinna öllu eins og skildi. Fastur fylginautur minn var stöðugt samviskubit út af því hvort börnin færu á mis við eitthvað eða hvort of mikil umhyggja fyrir heimilinu bitnaði á starfinu. Auðvitað er þetta tvöfalt álag en þegar áhuginn er fyrir hendi á hvoru tveggja þá gengur allt upp, en stundum var álagið svo mikið að ég man að mig dreymdi einu sinni að ég legðist á sjúkrahús vegna þreytu og segði: Æ lofið mér bara að liggja héma áfram. Ég varð bókstaflega aldrei veik af pestum þó stundum lægi við að ég óskaði þess, til að liggja í rúminu og láta stjana við mig og geta boðað for- föll á æfingu, en samviskusemi mín bannaði önnur forföll. Otaldar dásamlegar minningar á ég frá þes- sum mestu annaárum ævi minnar. Ég man gleðina eftir frumsýningar þegar vel gekk, skap-andi æfin- gar með góðu listafólki, leikferðir um landið og tvisvar utanlands, auk margs konar hátíðahalda af ýmsu tilefni. HÖRGULL Á STÚLKUM TIL BARNAGÆSLU Gunnlaugur hjálpaði til með börnin en yfirleitt reyndum við að hafa góðar stúlkur til að annast þau á meðan við vorum að vinna. Oftast vorum við heppin og fengum prýðilegar stúlkur til að gæta þeirra en oft þurfti mikið fyrir því að hafa þar sem næg atvinna var í landinu á þessum tíma. Því fór svo að við urðum að leita utanlands og höfðum tvisvar sinnum þýskar stúlkur í vist og einu sinni danska. Önnur sú þýska var eins og hún hefði hlotið þjálfun í herbúðum, hún var frek og stjóm- söm eins og svo margir Þjóðverjar eiga til að vera. Hrafn sonur okkar var á öðru ári þegar þessi þýska stúlka var hjá okkur og eitt sinn fann Gunnlaugur hann næstum kafnaðan í rúmi sínu af hræðslu við hana. Hrafn var rauður og rennandi sveittur og hafði í ótta sínum við stúlkuna sett sængina upp fyrir höfuð og sofnað þannig. Sú seinni var til fyrirmyndar, hún lenti í „bransanum” og giftist amerískum hermanni og fluttist með honum til útlanda. Það var mikil eftirsjá að henni. Sem betur fer lentum við ekki oft í slíkum uppákomum með stúlkumar sem vom hjá okkur í vist, enda eins og ég sagði áður, yfirleitt vorum við heppin með þær. Minnisstæðust þeirra allra er hún Guðlaug okkar Guðmundsdóttir frá Skáleyjum, sem tók drengina mína með sér til Skáleyja í nokkur sumur. LEIKFERÐIR UM LANDIÐ Þeir hópar sem fóru í leikferðir um landið samanstóðu af bjartsýnu áhugafólki sem lét sér fátt fyrir brjósti brenna. Oft voru þessar ferðir afar erfiðar, sérstaklega í kringum 1950 og fyrr. Vegimir voru slæmir, samkomuhúsin víða léleg og gististaðir svo fáir að oft varð að fá gistingu í heimahúsum. Þrátt fyrir þetta voru þessar ferðir spennandi og ómetanlegt tækifæri til að skoða og heimsækja flesta staði á landinu, hitta gott fólk og finna hvað það var ánægt og tók okkur vel. Þetta var oft hörkuvinna, langar keyrslur á milli staða, Heima er bezt 49

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.