Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1993, Qupperneq 28

Heima er bezt - 01.02.1993, Qupperneq 28
hér var fyrirsát sem mér var ekki ætlað að hafa njósnir af, enda kom fljótlega á daginn að ég var grunsamlegur orðinn i augum hemaðaryfirvalda og var nú tekinn í stranga yfirheyrslu um framferði mitt, fyrr og síðar, stjórnmálaskoðanir, tengsl við Þjóðverja, hugsanlegar snuðranir kringum setuliðið og fleira í þeim dúr. Mér var lítt skiljanlegt tilefni þessara róttæku tiltekta, því að hversu vel sem ég skoðaði hug minn minntist ég ekki neins þess í framferði mínu sem Bretum hefði getað orðið til óþurftar. Miklu fremur taldi ég mig hafa dregið þeirra taum, bæði í styrj- öld þeirri sem nú geisaði og löngum áður. Mér varð því ekki um sel þegar farið var að bendla mig við njósnir í þágu fjandmanna þeirra. Smeykur er ég um að í angist minni hafi ég gerst bæði tvísaga og tortryggilegur á allan hátt. Mér féll allur ketill í eld þegar farið var að spyrja mig um radíósenditæki og hvort ég hefði sent út dulmálsskeyti. Borið var upp á mig að ég hefði sent skilaboð á ljósmorsi úr glug- ganum hjá mér út á flóann. Útlitið var sannarlega uggvænlegt, enda var ég, í huganum, farinn að sjá sjálfan mig fyrir herrétti, gott ef ekki aftökusveit. Eg hafði ekki við að bera af mér og sór og sárt við lagði að ég ætti engin radíótæki, varla einu sinni sómasamlegt heimilisviðtæki, eins og þeir gætu sjálfir séð, því það stæði þama fyrir framan okkur. En nú var lausnarstundin ekki langt undan. Spyrjandinn lagði fram hið sakfellandi sönnunar- gagn, sem taka skyldi af allan vafa, gera mótbárur mínar marklausar. Var þar kominn morselykill, áfastur tónvaka, með einum radíólampa, rafhlöðu og heymartóli. Mér létti, því að hér hafði ég loksins fast undir fótum. Að sama skapi fannst mér vonbrigðasvipur færast yfir andlit hins vörpulega herstjómarmanns þegar hann var sannfærður orðinn um að hér var aðeins meinlaust kennslutæki, ónothæft til að koma Bretaveldi á kné. Þó þurfti að beita nokkrum fortölum til að fá hann til að skila tækinu aftur, en þegar honum skildist að það mundi óhætt, baðst hann afsökunar á ónæðinu, eins og breskum „sjen- tilmanni“ sómdi og hvarf á braut með liðsmenn sína. Þrátt fyrir þessa óskemmtilegu lífsreynslu tókust nokkur kynni mín og hins breska stríðsmanns, og ef til vill urðu þau til þess að einn daginn er ég kominn inn á Laugaveg 67A, bakhúsið, og er á tali við Wise kaptein, sem veitti forstöðu upplýsinga- deild hemámsliðsins. Niðurstaða þess samtals varð sú að ég gerðist túlkur og þýðandi fyrir deildina. Voru störfin mest bundin við þýðingar blaða- greina, bréfa og skjala er snertu á einhvern hátt herinn og umsvif hans og jafnframt ýmis konar efni sem herstjórnin taldi sig þurfa að koma á framfæri við íslenska aðila gegnum blöð og útvarp eða á annan hátt. Þá var það alltítt að túlka þyrfti mál manna sem höfðu kvartanir eða önnur mál upp að bera fyrir herstjórnina eða hún vildi afla upplýsinga hjá um eitt eða annað. Þá þurfti einnig að túlka fyrir herrétti þar sem Islendingar höfðu kærur fram að færa á hendur hermönnum eða íslen- skir menn voru til vitnis í málum hermanna sem sakaðir voru um brot á herlögum eða reglum og íslendingar voru viðriðnir. Flest voru mál þessi harla ómerkileg, eins og hið ritaða og prentaða efni sem á skrifborði mínu lenti í herstöðinni við Arbæ, enda obbinn af því gleym- dur og grafinn. Þó er mér eitt mál enn í fersku minni. I húsi einu í Reykjavík var kvöldfagnaður. Þar voru nokkrir Islendingar, karlar og konur, og auk þess þrír eða fjórir breskir hermenn, Eins og þá tíðkaðist höfðu Bretarnir byssur sínar meðferðis, hlaðnar eins og fyrir var mælt. Á þessum tímum krafðist herstjómin þess að engir hermenn væru á almannafæri án vopna sinna. Einn hinna bresku gesta var úrsmiður að atvinnu. Var það skemmtun hans að hlaða riffil sinn að gestunum ásjáandi, miða honum milli augna félaga síns og taka í gikkinn. Það fór hríslingur um veislugesti sem þótti víst nóg um glannaskap þessa galgopa. Smellur heyrðist, en ekkert skot hljóp úr byssunni. Þessu héldu þeir félagar fram lengi kvölds, og tauga- spennan dvínaði eftir því sem leikurinn var endurtekinn oftar. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Svo fór að skotið hljóp úr byssunni og í gegnum höfuð þess hermanns sem að því sinni var skot- mark hins leikreifa sjónhverfingamanns. Þar sem nú hermaðurinn lá örendur í blóði sínu með skotsár 64 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.