Heima er bezt - 01.02.1993, Blaðsíða 29
á miðju enni tók veislugleðin skjótan og
ótímabæran enda.
Herrréttur var haldinn í gömlu Gúttó í
Templarasundi. Framan við leiksvið hins aldna
húss stóð langborð, næstum þvert yfir salinn, og sat
þar fyrir miðju dómsforseti, ofursti að tign, en
kviðdómur liðsforingja honum til beggja handa.
Við báða enda langborðsins og hornrétt frá því
voru borð ætluð sækjendum og verjendum málsins
og voru þeir einnig foringjar úr hernum. Gegnt
dómsforseta stóð á miðju gólfi borð og stólar, þar
sem vitnum var ætlað pláss, svo og dómtúlki.
Meðal vitna voru Islendingar sem tekið höfðu
þátt í hinum örlagaríka gleðskap. Hlutverk
dómtúlksins var að túlka fyrir þá spurningar
málflytjenda og dómara og síðan svör þeirra og
útskýringar.
Af framburði sakbornings og vitna skýrðist
smám saman hin óhugnanlega mynd.
Sakborningur, sem vegna starfa síns bar gott
skynbragð á fíngerðan tæknibúnað, hafði tekið í
sundur hamarinn í byssu sinni. Honum var svo lýst
að fram úr endanum á hlaupjámi sem gormur kastar
fram þegar í gikkinn er tekið og byssan spennt,
gengur hvass oddur inn í botn patrónunnar og
sprengir hvellhettuna í skotinu. Þessi oddur er festu
með hólk sem skrúfaður er framan á hamarinn.
Með því að skrúfa þennan hólk nokkra snúninga til
baka færist hann framar en oddurinn, sem þá nær
ekki til að sprengja hvellhettuna þegar hleypt er af.
Þetta hafði sakbomingur gert. Hann hafði skrúfað
festihólkinn til baka og síðan tekið í gikkinn án
þess að skotið hlypi af, þó að snarpur smellur
heyrðist er hamarinn skall á botni patrónunnar.
Eftir að hafa þaulprófað þetta taldi hann sér óhætt
að leika bragðið fyrir áhorfendum með lifandi
mann í sigtinu. Þetta gerði hann nú hvað eftir
annað, en áhorfendur fylgdust með opinmynntir og
skildu ekki hvers konar sjónhverfingar væru hér á
ferðinni. En eins hafði töframaðurinn ekki gætt.
Þegar þessi festihringur var skrúfaður þannig til
baka varð hann kvikur í skrúfganginum og hnykkt-
ist agnarlítið til í hvert skipti sem hamarinn small
fram. Með þessu móti smáskrapp hólkurinn upp
eftir hamrinum uns svo var komið að oddur
sprengipinnans var farinn að ganga fram úr hólk-
inum og loks svo langt að hann náði að sprengja
hvellhettuna og skotið hljóp af.
Það leyndi sér ekki að félagar hins ógæfusama
sakbornings voru fullir samúðar með honum. Þegar
hann var leiddur inn í salinn mátti heyra
hughreystingarorð og lesa hluttekningu úr svip
þeirra. Sjálfur virtist hann vera um eða innan við
þrítugt, ljós á hár og hörund, bláeygur og
handsmár, og bauð af sér góðan þokka. Látbragð
hans og framkoma fyrir réttinum var blátt áfram,
svör skýr og hiklaus og bar að öllu leyti saman við
það sem vitni höfðu áður lýst. Reyndi hann á engan
hátt að afsaka eða fegra athæfi sitt eða firra sig sök
á dauða félaga síns. Þó leyndi sér ekki að honum
var stirt um tungutak er hann rakti fyrir dómendum
aðdraganda slyssins og afleiðingar verknaðar síns.
Yfirheyrslur tóku enda, hlutverki dómtúlks og
vitna var lokið og þeir hurfu af vettvangi. Eftir var
aðeins að vinna úr gögnum málsins og byggja á
þeim sektardóm. Ég frétti á skotspónum að hinn
ungi bróðurbani hefði hlotið nokkurra mánaða fang-
elsisdóm og verið sendur til Englands til að afplána
hann. Hver örlög hans urðu að réttvísinni full-
nægðri veit ég ekki. Ef til vill var hann einn þeirra
70 þúsund breskra hermanna sem féllu Japönum í
hendur í Singapore í ársbyrjun 1942 og vesluðust
síðan upp í fangabúðum þeirra. Hugsanlega tók
hann þátt í sókn Montgomerys gegn Rommel í
Norður-Afríku. Ef til vill hvítna nú bein hans í hei-
tum eyðimerkursandinum. Eða lá kannski leið hans
aftur yfir Ermarsund gegnum kúlnahríð Þjóðverja
og fékk hann þá tækifæri til að beita hættulegu
skotvopni sínu, ekki í leik, heldur til að drepa
menn af ráðnum hug?
En hvort sem lík hans fúnar nú í fenjum
Malakkaskagans, í sandauðn Norður-Afríku, á
botni Ermarsunds eða í mold Vestur- Evrópu, þá er
víst að brostin augu vopnabróður hans hafa fylgt
honum í dauðann. En kannski komst hann lifandi
gegnum þetta allt saman og situr nú, aldurhniginn
maður, yfir smágerðu verkefni og sér að baki þess
eins og í gegnum dimma þoku mannsandlit með
kúlugat á miðju enni.
Heima er bezt 65