Heima er bezt - 01.02.1993, Side 32
Þú verður að forðast það að verða á vegi hans.
Hann ber illan hug til þín, það er ég viss um.“
„Ættlast þú til þess að ég flýji héðan, eða viltu
kannski að ég komi með þér heim?“ Gréta svarar
ekki strax en segir síðan lágt. „Líklega væri það
best, en mágkona mín er með mér, svo að það er
því miður ekki hægt.“
„Ég læt þig ekki fóma mannorði þínu mín vegna,
Gréta.“ Gréta hlær og segir: „Heldurðu að ég hafi
einhverju að tapa. Nei, Adam minn.“
„Rós heimsótti mig í dag,“ segi ég brosandi. Ég
sé að þau hafa sest niður, Eva og Skuggi. Gréta
verður svo undrandi að heyra það að hún nemur
staðar í dansinum svo að ég tapa taktinum. Svo
lítur hún brennheitum augum til mín, strýkur með
nettri hendinni um kinn mér og segir samúðarfull:
„Aumingja þú. Skárri er það nú ásóknin.“
„Knútur var með henni. Þau ætla að gifta sig í
sumar,“ segi ég. Ég reyni að segja það eins glað-
lega og mér er unnt. Segja það eðlilega.
„Þess vegna kom hún til að kveðja mig,“ segi ég.
Skuggi og Eva eru aftur farin að dansa.
„Svo að þú kveður eina og tvær stúlkur á sólar-
hring. Ég meina okkur,“ hvíslar Gréta að mér.
„Ætli ég hafi nokkurn tímann heilsað þeim,“ segi
ég lágt. I því er ég ávarpaður. Skuggi stendur við
hlið mér.
„Þarna ertu þá, helvítis rindillinn,“ segir hann.
„Nú skal ég jafna um þig, djöfull. Sérðu þá rauðu?“
segir hann og bendir á Evu, sem stendur við hlið
hans. Ég sé að rauðir dílar myndast á andliti hennar.
Hún er mjög reið, augun eru dökk og stingandi.
Svona reiða hef ég ekki séð hana áður. Nú skil ég
vel að ég hefði átt að gera eins og hún bað mig um.
Að koma ekki hingað í kvöld. En við hvom okkar
var hún reið? En nú er ekki aftur snúið. Þó að ég sé
lafhræddur þá er ég ákveðinn í að gera mitt besta, og
sem betur fer er ég ódrukkinn, en það er Skuggi
ekki, og það á ég Evu að þakka.
Allt í einu segir Gréta skipandi röddu: „Láttu
Adam í friði. Hvað hefur hann gert þér?“ En
Skuggi ansar engu, en grípur í Grétu og fleygir
henni langt út á gólfið. Þá get ég ekki stillt mig
lengur. Það verður að ráðast hver endalokin verða
hér. Ég gef Skugga eins þungt högg og ég get beint
á svartan helvítis hausinn. En það er eins og að
lemja í stein. Hann strýkur ekki einu sinni um
höfuðið, en æðir að mér og ég sé hatrið loga úr
augum hans. Ég veit að ég hef ekkert að gera í
hann, en ég er lipur og smýg því úr höndum hans
hvað eftir annað, og lem hann þá alltaf eins fast og
ég get um leið. Þetta er vitfirrt orrusta. Orrusta sem
mér finnst vera upp á líf og dauða.
Skuggi er tekinn að mæðast, en þá verður mér það
á að ofmeta getu mína og gæti mín ekki nógu vel.
Hann kemur þungu höggi á mig og ég sé stjömur og
dett um koll, og ég er viss um að hann muni fylgja
sigrinum eftir og ganga af mér dauðum. Hér á ég
ekki von á neinni hjálp. Lögreglan stendur frammi í
dyrum ráðþrota og hrædd og horfir á. Ég sé að
Skuggi ætlar að beita skóhælunum og ég veit að ég
kem engum vömum við. Ég vona bara að þetta taki
enda sem fyrst. En allt í einu gerist eitthvað óskiljan-
legt, og leiftursnöggt. Ég heyri dynk og hausinn á
Skugga berst fast í gólfið og hann liggur þar sem
dauður væri. Ef til vill er hann dauður. Höfuð hans
hafði barist svo fast niður í gólfið. Einhver hafði
gripið í hann og slengt honum svona illa niður. En ég
er svo ruglaður að ég á erfitt með að fylgjast með
hvað er að gerast. En svo heyri ég að einhver kona
hrópar: „Hún hefur drepið manninn. Lögregla, þið
verðið að grípa hana.“ Ég sé að nú bregður lög-
reglan hart við og gengur hægt í átt til Evu sem sten-
dur skjálfandi á gólfinu, já, hún skelfur eins og hrísla
í roki. Það var þá hún sem slengdi Skugga svona fast
í gólfið. Það var Eva sem bjargaði mér. En hvemig
fór þessi granna stúlka að því að slengja þessu þunga
flikki svona hart í gólfið.
Lögreglan ætlar að vera fljót að leggja hendur á
hana. Núna hikar hún ekki, en hún var ekki að
reyna að bjarga mér áðan. Þá voru þeir skíthræddir.
En nú gerast undarlegir hlutir. Um leið og lög-
regluþjónamir koma til Evu, og þeir búast ekki við
neinni mótspymu, þá bregður hún hart við. Ég sé
ekki hvað hún gerir, en snögglega liggja þjónar
laganna báðir samtímis á gólfinu, spriklandi öllum
öngum upp í loftið, og það er hlægileg sjón. En
Eva hleypur til dyra og hverfur út í náttmyrkrið. Ég
hrópa í örvæntingu, klökkur, reyni að rísa á fætur
með aðstoð Grétu.
68 Heima er bezt