Heima er bezt - 01.02.1993, Page 33
„Þið verðið að fara strax á eftir henni og ná
henni. Annars drepur hún sig,“ segi ég. Lögreglu-
þjónamir staulast á fætur og dusta rykið af fötum
sínum. „Þið hafið komið henni til að trúa að hún
hafi drepið mann,“ öskra ég vitstola. „Þið berið
ábyrgð á lífi hennar. Þið ættuð bara að vita hvemig
gripur það er sem hér liggur." Mér sýnist hann vera
vel lifandi, aðeins hræddur rétt eins og þeir
borðalögðu. „Ef þið finnið ekki stúlkuna fljótt, já
strax, þá mun hún aldrei finnast lifandi, og þá mun
ég kæra ykkur fyrir morð.“
„Vertu ekki svona æstur,“ hvíslar Gréta að mér
og fær mig til að setjast. Eg sé að lögreglan hverfur
út um dyrnar. Og um leið og þeir hverfa út í
myrkrið þá finn ég fyrir samúð með þeim. Þeir eru
aðeins mannlegir, og þeir hafa sínar starfreglur til
að fara eftir.
Þegar ég kem heim, þá fleygi ég mér upp í rúmið
mitt. Ég er alveg bugaður. Ég veit nú að ég er mesti
níðingur sem til er, ég er miskunnarlausari en jafn-
vel Skuggi sem ég er sífellt að ásaka. Ég er hinn
fullkomni morðingi.
„Þú mátt ekki láta alveg hugfallast.“ segir Gréta,
en hún hefur fylgt mér heim og dvelur nú í her-
berginu hjá mér. „Þú verður að herða upp hugann.“
„Herða upp hugann,“ hrópa ég. „Þú verður að
skilja það, Gréta, að ég er níðingur. Já, morðingi.
Það er mér að kenna að Eva fyrirfór sér. Ég gerði
ekki eins og hún bað mig um. Ég vantreysti henni.
Ég bar á hana allt það versta sem ég kunni. Sagði
margt illt um hana. Þó fórnaði hún sér mín vegna.
Já, bjargaði mér. En ég hélt að hún hefði gleymt
bæði systkinum sínum og mér. Ég átti þó að vita
það að Eva gleymir ekki þeim sem hún elskar. Hún
elskaði mig, Gréta, en ég hrakti hana frá mér. Ég
verð að fara á eftir henni og fá fyrirgefningu,
Gréta.“
„Hættu þessari örvæntingarvitleysu,“ segir
Gréta vond. „Þú bætir ekkert með því. Þú hugsar
aðeins um sjálfan þig, Adam. Hvemig heldurðu að
vinum þínum liði ef þú fyrirfærir þér, og hvað um
foreldra þína sem eiga þig einan að. Þau sem hafa
fómað öllu sínu lífsstarfi fyrir þig. Þann sem þau
elska. Stilltu þig, vinur. Ég skal koma með þér
heim til þín, Adam,“ segir Gréta. Hún hvíslar að
mér síðustu orðunum. Hún hefur sest á rúmi mitt
og strýkur sínum nettu og mjúku höndum um
höfuð mitt, eins og hún sé að hugga vesælt bam.
„Ertu alveg frá þér, Gréta,“ svara ég og rís upp
úr rúminu. „Heldurðu að ég láti þig fóma þér fyrir
mig? Heldurðu að ég vilji að þú svíkir unnusta
þinn mín vegna? Hefur ekki nógu illt hlotist af mér
þegar? Nei, Gréta.“
„Fórni mér fyrir þig?“ segir Gréta. „Vissi Eva
ekki hvar þú svafst í nótt. Var það ekki meira mín
sök en þín. Ef til vill var hún harðhentari þess
vegna, og þá er ég ofurlítið sek líka.“
„Nei, Gréta. Nú ferð þú heim. Ég lofa því að ég
skal ekki grípa til neinna vanhugsaðra örlagaverka
í nótt. Góða nótt, Gréta. Ég veit vel að þú hefur
verið minn bjargvættur núna. Þakka þér fyrir það.“
Ég dreg hana að mér og kyssi hana. Gréta hverfur
hljóð út um dyrnar. En ég bylti mér andvaka í
rúminu. Það er farið að birta af degi þegar ég næ
loks til að sofna. Snemma um morguninn er svo
barið að dyrum og ég er boðaður á sýsluskrifstofu-
na.
Sýslumaðurinn situr við borð. Hann er maður á
miðjum aldri, góðlegur á svip. Ég finn það strax og
ég lít á hann að hér á ég vin. Hann þekkir mig líka
svolítið, því að hann er frændi vinar míns. Hann
tekur í höndina á mér og það er hlýja og samúð í
handartakinu. Hann býður mér sæti.
Sýslumaðurinn býr í gömlu tvílyftu timburhúsi
með bröttu risi og kvistum. Skrifstofan er lítil með
borði og tveimur stólum.
Ég sest niður. Langa stund sitjum við hljóðir og
hann virðir mig fyrir sér. Ég er viss um að þessi
athugun verði mér óhagstæð. Hann getur ekki séð
neitt við mig. Allt í einu rís hann upp úr stólnum,
lítur hvasst á mig og segir: „Ungi maður. Ég sam-
hryggist þér fyrir þennan hörmulega atburð sem
hér hefur gerst, og ég skil vel tilfinningar þínar. En
þó að þér muni þykja það ótrúlegt, þá trúi ég og
vona að þetta eigi allt eftir að enda vel. En hver
sem endalokin verða með stúlkuna, þá mun þessi
atburður koma í veg fyrir óhamingju fjölda fólks.“
Framhald í nœsta blaði.
Heima er bezt 69