Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1994, Page 25

Heima er bezt - 01.11.1994, Page 25
Bergþóra Pálsdóttir frá Veturhúsum: onan lesið um. Leið hennar lá því til Reykjavíkur. Þar bjóst hún við að kynnast öðrum lifnaðarháttum en í sveitinni sinni og hugðist bera saman kosti þeirra og galla. Hún hugðist læra bæði af reynslu sinni og annarra og geta þá tekið að sér önnur og betri störf en hún hafði áður haft. I Reykjavík réðst hún til hjóna sem talin voru hærra sett í mannfélags- stiganum en almennt gerðist. Þau hjón bjuggu í stóru og þægilegu húsi, sem var tvær hæðir og kjallari. í kjallaranum var kolakyntur mið- stöðvarketill og frá honum heitir ofnar í hverju herbergi í húsinu. Þegar hér var komið sögu áttu þau hjón tvö böm, stálpaðan dreng og níu mánaða stúlku, sem höfð var í vagni. Litla stúlkan hafði bólfestu í vagninum bæði nætur og dag og var lítið tekin upp úr honum nema á meðan hún mataðist og skipt var á henni. Guðmunda átti að gæta bam- anna á daginn og halda að öðru leyti hús fyrir fjölskylduna. Virtist henni. sem vonlegt var, að þetta myndi geta orðið nokkuð erfitt, en var vongóð vegna þess að húsið var rúmgott og bjó yfir þægindum sem hún hafði ekki átt að venjast áður, svo sem heitu og köldu vatni í krönum, tvö- földum vaski og skolprennsli í kjall- ara, dúk á gólfum í staðinn fyrir uðmunda var elst af mörg- um systkin- im og kom það því fljótlega í hennar hlut, þegar þau yngri fóru að stálpast og gátu farið að hjálpa til á heimilinu, að fara að heiman til þess að sjá um sig með vinnu sinni og afla um leið heimilinu tekna, ef hún var aflögufær af því kaupi sem hún fékk. Hún ólst upp á menningar- heimili þar sem lífsgleði, skyldu- rækni og þrifnaður héldust í hendur. Hún var því vel verki farin, kát og skemmtileg og eft- írsóttur starfskraftur, hvar sem til nennar þekktist. Hún var tryggur meðlimur fjöl- skyldu sinnar og dvaldi þar oft, sér í lagi um sláttinn eða þeg- ar mestar annir voru á bæn- im. Þá reyndi hún alltaf að vera svo lausráðin að hún gæti komið heim fólki '’sínu til hjálpar. Guðmundu langaði til þess að ferðast og sjá sig eitthvað um. Sjá og kynnast ein- hverju af því sem hún hafði heyrt og Heima er best 381

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.