Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1994, Page 28

Heima er bezt - 01.11.1994, Page 28
Marta S. Jónasdóttir frá Efri-Kvíhólma Minnisstæð atvik 9. hluti Kisa rataði heim fóru þangað, og var kisa höfð í poka á leiðinni, en var sögð ekkert ánægð með þetta ferðalag eða nýja staðinn, því þar voru auðvitað hundur og köttur fyrir. Farartækið var vörubíll. Með í farteskinu voru nokkrar dúf- ur, sem krakkamir áttu. Þær tóku þessu öllu vel og gerðu sér til dund- urs að fljúga um nágrennið á daginn og skoða sig um, en komu alltaf heim á kvöldin. En einn góðan veð- urdag var Rota-kisa horfin og sást ekki meira á þessum bæ. Þegar flóð- ið fór að sjatna, fóru bræðumir í rannsóknarferð út að Rotum. Það fyrsta sem þeir sáu var kisa, sitjandi á sínum uppáhaldsstað, í hlöðuopinu, og var hin ánægðasta. En hvaða leið hún hefur farið, veit enginn. Þá var enginn vegur kominn, aðeins blaut fúamýri á löngum kafla. Á milli þessara bæja munu vera nálægt 5-6 km. Hvar fann kisa krílið sitt? Það var veturinn 1949, ef ég man rétt, að Markarfljót braut skarð í flóðgarðinn við Seljaland og flæddi austur yfir byggðina. Nokkrir bæir niður á sléttlendinu urðu innlyksa eða umflotnir vatni, svo að flytja varð þaðan fólk og fénað, meðan þetta ástand varði. Orsökin mun hafa verið sú að klakastífla myndaðist í fljótinu svo að það lagðist með fullum þunga á vamargarðinn. Svipað þessu hafði gerst áður árið 1906, að ég held. En þá var enginn vamagarður, hann var byggður 1910 og er margbúið að endurbæta hann og styrkja síðan. Þetta mun hafa verið í febrúar. Margir góðir vinir og grannar urðu til þess að taka við flóttafólkinu og fénaði þess. Á einum þessara bæja, Efri-Rotum, bjó þá bróðir minn, Sveinn Jónasson. Hann og hans fólk fluttist heim til foreldra minna að Efri-Kví- hólma. Líklega hefur fénaður- inn farið þangað 1 í k a . veit ég að hund- Það bar til á bæ einum, þar sem ég var um tíma fyrir mörgum árum, að þar fæddust kettlingar. En ekki var óskað eftir fjölgun á þeirri dýrateg- und, svo að fljótlega voru allir kettl- ingamir teknir frá læðunni og þeim drekkt í pytti. Kisa bar sig að vonum aumlega og eigraði út og inn um bæinn, auðvitað að leita að kettlingunum. Þetta var snemma á slætti. Kisa jafnaði sig smám saman og varð að sætta sig við 384 Heima er best

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.