Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1994, Side 30

Heima er bezt - 01.11.1994, Side 30
Framhaldssagan ARNI I KLÖMBRUM 12. HLUTI Jón Guðmundsson frá Beruvík: n brátt gekk Ámi úr skugga um að svo var ekki, því hann heyrði þau nú fara að tala um hann og nefna hann í öðm hverju orði nautshaus og asna. Þegar þau höfðu setið þama á kistunni langa stund, stóðu þau upp og gengu út. Lá Áma þá við að reka upp hljóð, því hann vissi að kistan var nú læst, en þó gerði hann það ekki, því honum þótti hálfóviðkunnanlegt að láta draga sig upp úr læstri kistu inn í búrhomi. Braust hann um fast en vann ekkert á enda var kistan úr eik og allrammgjör. Var hann nú þama undir lás alla nóttina og leið ekki sem best, hvorki á sál né líkama. Daginn eftir hófst uppboðið. Vom innanhúsmunir og aðrir dauðir hlutir boðnir upp á undan lifandi peningi, þangað til ekkert var eftir nema kist- an. Var hún seinast tekin. En þegar hún var borin út þótti hún svo þung að allir undmðust. Átti þá að opna hana en lykillinn fannst hvergi. Kom þá sú tillaga að hún skyldi verða boðin upp með innihaldinu. Var bóndi tregur til en lét þó loks til leið- ast, heldur en að brjóta hana upp. Kepptust allir við að bjóða í kist- una, því þeir hugðu vera í henni eitt- hvert ágæti, annaðhvort smjörbelgi eða tólgarskildi, eða þá bankabygg eða baunir, enda styrktust menn í þeirri trú við það að bóndi lét fylgja henni 15 krónur og gerði jafnvel boð í hana eftir það að hún var komin yfir 20 krónur. Voru nú olnbogaskot mikil og hnippingar, því allir vildu skoða kist- una, þreifa á henni og helst að taka hana upp, en það vom ekki nema einstöku menn svo færir að þeir gætu lyft henni frá jörðu. Hinir urðu að láta sér nægja að þukla um hana og reka í hana fótinn. Kepptust menn nú við að bjóða í kistuna, en þegar hún var komin yfir 30 krónur var hún slegin karli þar í hreppnum, sem Teitur hét. Hélt nú uppboðið áfram en seinast um kvöldið vom hestamir boðnir upp. Vom þeir allir reknir heim á bæjarhól þangað sem kistan stóð. Var nú farið að bjóða í hestana og gekk það greiðlega. Loks kallaði sýslumaður upp að menn skyldu gera boð í gráan fola, fyrirtaks hestefni. Buðu menn nú í hann þangað til komnar vom 30 krónur. Þá heyrðist kallað 35 krónur. Var eins og hljóðið kæmi úr tómri tunnu og vissi enginn hvaðan það kom. Sýslumaður leit yfir mannþyrping- una og spurði hver hefði boðið 35 386 Heima er best

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.