Heima er bezt - 01.01.1997, Blaðsíða 10
Sverrir og Hólmfríður. Myndin tekin 1985 þegar þess var minnst að 90 ár
voru liðin frá því Einar Friðriksson og fjölskylda tók sér bólfestu í Reykja-
hlíð.
T-------------------------
g er fædd i Kasthvammi í
Laxárdal 17 júlí 1926.
Reyndar er dálítið merki-
leg saga tengd fæðingu minni og skím.
Afi minn og amma í föðurætt, Jón Ein-
arsson og Hólmfríður Jóhannesdóttir
bjuggu upp í Reykjahlíð en móðurfor-
eldramir, Helga Sigurveig Helgadóttir
og Gísli Sigurbjömsson í Presthvammi
í Aðaldal. Um mánaðarmótin júlí -
ágúst voru þau komin, afi og amma úr
Reykjahlíð að heimsækja foreldra
mína. Þá voru haldin töðugjöld og
veislumaturinn var niðursoðnar rjúpur
og sveskjugrautur stendur í dagbók föð-
ur míns. Mér finnst það nokkuð merki-
legt að ég hefi aldrei heyrt talað um
niðursoðnar rjúpur nema í þetta eina
sinn. Þetta er á laugardegi og það er
messað daginn eftir á Þverá í Laxárdal.
Þá em þau allt í einu komin í heimsókn
líka, afi og amma í Presthvammi. Pabbi
skellir sér í Þverá og nær í prestinn en mamma fer að reyna
að undirbúa veislu með hjálp írá ömmunum. Hann kemur
með prestinn og eitthvað fleira fólk kom með. Þegar
mamma stendur svo fyrir framan prestinn þá man hún eftir
því að þau hafa ekki einu sinni rætt um það hvað bamið
eigi að heita, ekki tími til þess, þetta bar svo snöggt að. Ég
hefði víst heitið Valborg ef sá tími hefði gefist. Þau voru
búin að skíra eftir báðum öfum okkar svo að henni fannst
einboðið láta heita eftir Hólmfríði, sem var eldri amman.
Mér fannst þetta alveg hræðilega ljótt nafn þegar ég var
bam, ég öfundaði alltaf frænku mína sem Bryndís hét en
ég er ánægð með það núna. Þegar ég var tveggja ára fluttu
foreldrar mínir upp í Reykjahlíð. Þá höfðu búið þar með
afa og ömmu, Hannes, föðurbróðir minn og Halldóra, kona
hans en það sambýli gekk ekki. Ég man ekki eftir þessum
flutningum en eftir einu atviki, sem hlýtur að vera rétt því
það getur enginn annar munað. Enn er það svo fast í huga
mínum hvað þetta var stórkostlegt að ég gleymi því ekki.
Þetta sumar var haldin einhver mjög mikil bamasamkoma
á Skútustöðum. Farið var héðan að heiman á bátnum,
gamla Hlíðarlang, og í land í Álftagerði. Þaðan var skrúð-
ganga upp í Skútustaði sem ég man ekkert eftir, en ég man
að ég kom upp á háaloft í prestshúsinu á Skútustöðum og
sá upp á skáp kuðunga og bobba sem Álfhildur Hermanns-
dóttir, prestsdóttir þar, sýndi mér. Þetta situr enn í minni
mínu og er hið eina sem ég man frá þessum atburði sem í
sjálfu sér var víst mikill og merkilegur.
Fjórbýli í,,gamla bænum “
Nú, þegar ég lít til baka, er mér efst í huga ffá þessum
bernskuárum að það var gaman að lifa. Hér var fjöldi
fólks, líklega um 30 manns, sem var allt næstum eins og
ein fjölskylda. Þegar með þurfti þá tóku menn á saman og
allir áttu til dæmis saman blómagarðinn, skrúðgarð við
íbúðarhúsið þar sem allir bjuggu. Þar var drukkinn
„brennsludropi“ þegar gott veður var á sumrin. Það var
fastur siður þegar brennt var kaffi að kalla á hinar konum-
ar til að smakka „brennsluna“ og auðvitað slæddust fleiri
með ekki síst í blómagarðinn. Sjálfsagður hlutur var að
fara með gesti í garðinn en hann var eftir franskri fýrir-
mynd og teiknaður af fagmanni. Garðurinn var stór hluti
af bernsku minni og þar held ég að ég hafi fengið áhug-
ann á ræktun og gróðri.
íbúðarhúsið sem ég nefndi var fýrsta steinhúsið sem
byggt var hér. í því voru fjórar íbúðir og einhver hefur
sagt að það hafi verið fyrsta raðhúsið sem byggt var hér á
landi.
Torfbærinn, fyrirrennari þess, stóð enn um langt árabil
og þar voru geymslur fyrir ýmsa hluti. Landssímastöðin
var þar í sérstakri stofu, einnig eldhús notað til þvotta og
slátursuðu á haustin.
Fyrrnefndu íbúðarhúsi sem nú gengur almennt undir
nafninu „gamli bærinn“ var skipt í fjóra parta, einn fýrir
hvert hinna fjögurra systkina, sem nefnd voru hér á undan
í inngangi. Systirin fékk aðeins einn sjötta og ég minnist
þess að ég var voðalega sár yfir því þegar ég fór að hafa
eitthvert vit á konum og körlum, að hún fékk minnsta
partinn. En það var kannske skiljanlegt vegna þess að
gömlu hjónin voru hjá Sigurði meðan þau lifðu og hann
fékk aftur þeirra part. Það hefur kannske verið orsökin en
ekki einungis að hún var kona. Enn er þess að geta að Jón,
afi minn, keypti strax einn fjórða af Reykjahlíð en hitt var
sambýli til að byrja með.
6 Heima er bezt