Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1997, Blaðsíða 23

Heima er bezt - 01.01.1997, Blaðsíða 23
TERTUR Nokkrar spurningar frá þjóðháttadeild Þjóðminja- safns Islands. Eftir að eldavélar með bak- arofnum urðu algengar meðal alþýðuj'ólks upp úr aldamótum, má segja að r öld tertunnar hefjist á Is- landi. Halldór Laxness hef- ur m.a. gert henni skil í lýs- ingum á Hnallþóruveislum í Kristnihaldi undir jökli. Hér er leitað eftir minning- um um tertur og flest, sem þeim tengist. Eftirfarandi spurningar eru til hjálpar við upprifjunina. íslenskir þjóðhættir __ Q enn eru ( f\/( beðnir að >»—^ Y k lýsa fyrstu tertum sem þeir muna eftir. Hvernig litu þær út? I hvernig formum voru þær bakaðar (pönnum e.t.v.)? Hvað voru mörg lög í vín- artertum (hér er orðið vín- arterta notað um tertur úr nokkrum þunnum lögum, sem lögð voru saman með sultu eða kremi)? Hvernig sulta eða krem var á milli laga? Voru þær kallaðar annað en vínarterta (randalín, niðursneidd terta t.d.)? Voru þær hnoðaðar eða hrærð- ar, kringlóttar eða kantaðar, brúnar, hvítar, bleikar eða mislitar? Hétu þær sérstökum nöfnum eftir lagi og lit? Vöru þær alltaf bornar fram niður- skornar? Höfðu menn stundum þeytt- an rjóma með vínartertum? Hvenær muna menn fyrst eftir rjómatertum? Voru þær kallaðar eitt- hvað annað? Við hvaða tækifæri voru þær helst hafðar? Hvernig deig var í fyrstu rjómatertunum og hvern- ig breyttist það (hnoðað, svampbotn- ar t.d.)? Hvernig voru þær í laginu og hvað var á milli laga? Lýsið því hvernig rjómatertur voru skreyttar og áhöldum sem til þess voru höfð? Var gerður munur á tertum, sem bak- aðar voru til að skreyta þær (með rjóma eða öðru) og vínartertum? Segið frá skreyttum tertum, öðrum en rjómatertum, og lýsið kremi og öðru sem þá var notað. Segið frá viðurgerningi (kaffi og meðlæti) þegar mönnum var boðið inn á heimilum. Hvaða hlutverki gegndu tertur þar? Voru gerðar hversdagstertur og bornar með eftir- miðdagskaffi? Hvernig, ef svo var? Voru sérstakar tertur bakaðar í tilefni af ákveðnum merkisdögum eða há- tíðum, t.d. brúðkaupum, skírnum, jarðarförum, afmælisdögum, jólum eða páskum. Muna menn eftir ein- hverjum sérstökum „Hnallþóruveisl- um?“ Segið frá breytingum á kaffiborð- um frá því að menn muna fyrst og fram á okkar daga, með sérstakri áherslu á stöðu tertunnar. Allar minningar um efnið eru vel þegnar, litlar sögur af köllum og kerl- ingum, vísur og allt þess háttar. Þetta þarf ekki að vera mjög gamalt. Mælt er með því, í gamni, að menn rifji upp minningar um tertur og kaffi- borð í eldri tíð yfir kaffi með kunn- ingjum sínum á næstunni. Svör sendist til: Heima er bezt, Ármúla 23, 128 Reykjavík. Heima er bezt 19

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.