Heima er bezt - 01.01.1997, Blaðsíða 19
- Fórst þú svo ekki í héraðsskóla,
þegar barnanámi var lokið, eins og
flestir unglingar gerðu á þessum
árum?
- Jú, ég var í héraðsskólanum í
Reykjanesi við Djúp. Þar var bama-
skóli, íþróttaskóli, heitt vatn og sund-
laug. Þama var ég einnig tvö sólrík
sumur. Reykjanes hefur sjarma. Mað-
ur á aldrei að reyna að skilja sjarma.
Það er höfúðglæpur að gera ekki
greinarmun á honum og reiknings-
dæmi. í Reykjanesi var mín Mallorka,
mín Costa del Sol.
- Og svo hefur hugur þinn staðið til
ffekara náms?
- Ég fór i Kennaraskólann og út-
skrifaðist þaðan 1941. Það var góður
skóli. Ég klappa honum alltaf á dyra-
stafinn, þegar ég á leið framhjá hon-
um. Þegar gamlir menn rifja upp end-
urminningar sínar, þá taka þeir oft
kennara sína, leggja á þá mælistiku og
gefa þeim einkunnir. Ég er löngu bú-
inn að gefa öllum mínum gömlu kenn-
urum tíu. En gáð að því, að þetta er
voðalega hættuleg tala. Sjáðu um að
hún verði ekki prentuð með tölustöf-
um. Hugsaðu þér afleiðingamar, ef
prentvillupúkinn færi á kreik í sam-
bandi við þessa tvo viðsjárverðu tölu-
stafi.
í viðbót við þessa skólagöngu er svo
heymleysingjakennaranámið, og auk
þess sextíu ára stúderingar í bók lífs-
ins.
- Fórst þú svo ekki að kenna, strax
og þú hafði aflað þér réttinda til þess?
- Nei, ekki fyrr en mörgum árum
seinna. Þegar ég hafði lokið kennara-
prófi vorið 1941, réðist ég til manns
sem hét Magnús Guðnason, og vann
hjá honum það sumar og fram undir
jól veturinn eftir. Magnús var einn af
þessum mönnum, sem eru kallaðir
þúsund þjala smiðir, bæði í gamni og
alvöru. Hann var með verkstæði í
Uppsalakjallaranum, smíðaði gítara og
svaf á verkstæðinu.
Magnús var blásnauður gáfumaður,
sem fáir eða engir mátu að verðleik-
um. Hann kallaði sjálfan sig uppfinn-
ingamann í gamni, en hann var upp-
finningamaður í alvöm. Hann hafði,
meðal margs annars, fimdið upp hljóð-
færi, sem hann kallaði strokhörpu.
Hún gekk fyrir raffnagni. Það var eitt
sinn spilað á hana í útvarpið, líklega á
fjórða áratugnum. Ég heyrði þennan
hljóðfæraleik. Seinna sagði Magnús
mér að Páll ísólfsson hefði spilað. Ég
sagði þá Magnúsi að ég hefði sjálfúr
hlustað á þetta. Ég man vel eftir for-
málsorðum Páls. Hann sagði að
Magnús hefði náð merkilega góðum
hljómi úr þessu hljóðfæri. Orðrétt:
„...merkilegum tóngæðum,“ eða
kannski „...miklum tóngæðum.“
Þetta man ég enn. En ekki óraði mig
fyrir því þá, að ég ætti eftir að vinna
hjá manninum, sem fundið hafði upp
þennan merkilega hlut.
Ég held að Magnús hafi verið búinn
að rífa þetta hljóðfæri í sundur, þegar
ég kont til hans. Hann var eitthvað að
tala um að hann hefði ekki komið því
fyrir.
Einu sinni fann ég hjá honum í rusli,
líkan af bát. Það var á að giska eitt fet
á lengd, þilfar var og borðstokkur.
Skuturinn var með gafli, í gaflinum
var femingslagað op eða skarð, og þar
hallaði þilfarinu niður að sjólínu.
Líkanið, sem var kubbur, var málað
svart og hvítt, og litaskiptin sýndu
sjólínuna.
„Hvað er þetta, Magnús?“ spurði ég.
„Þetta er bara ein vitleysan úr mér,“
svaraði hann þá. „Það er ekkert að
marka þetta. Ég er alltaf með einhverj-
ar vitleysur í hausnum.“
Ég hef oft spurt sjálfan mig síðan:
Var hún ekki þama, í mslinu hjá hon-
um Magnúsi Guðnasyni í Uppsala-
kjallaranum, fyrsta hugmyndin að
skuttogaranum? Og ef þessu litla
bátslíkani hefði verið gefinn sá gaum-
ur, sem það verðskuldaði og honum
Magnúsi, hvað hefði þá getað gerst?
Spyr sá, sem ekki veit.
Til Magnúsar komu ýmsir menn,
sem ekki bundu bagga sína sömu
hnútum og samferðamennimir. Þeir
gistu þarna nótt og nótt, sumir margar
nætur, þó að lítil væru húsakynnin, því
að þar sem hjartarými er, þar er einnig
húsrými. Magnús eldaði sjálfur mat
sinn á verkstæðinu og sendi mig í inn-
kaupaferðir og matseðillinn var hinn
sami alla daga: Fiskur, mjólk, brauð
og kafFi. Magnús hafði ekkert vit á
peningum. Einu sinni gaf hann mér
fimm krónur fyrir að kaupa fisk, sem
kostaði eina krónu. Þar að auki sótti
ég fiskinn í vinnutímanum, á fullu
kaupi. Gmnur minn er sá, að matur-
inn, sem Magnús ætlaði að borða
sjálfur, hafi ærið oft farið í gesti hans,
því að ekki gátu þeir sumir hveijir
talist fjáðir menn, að ekki sé meira
sagt.
Haustið sem ég var hjá Magnúsi,
gisti þar einn slíkur, í svo sem viku-
tíma eða svo. Aldrei fékk ég að vita
hvaðan hann var eða hvað hann hét.
Magnús var tregur til að gefa upplýs-
ingar um gesti sína. Þessi maður var
alltaf kallaður Nafni, en nafni hvers,
það var ekki látið uppi. Hann svaf yf-
irleitt allan daginn og fór sjaldan út.
Morgun einn, þegar ég kom til
vinnu á verkstæðinu hékk þar ákaflega
stór og efnismikil loðkápa úr skinni,
tvöföld, og sneri loðna bæði út og inn.
Hetta var og áföst kápunni.
„Hvað er þetta?“ spurði ég.
Magnús svaraði:
„Hann á nú þetta hann Nafni. Hann
segir að þetta sé loðkápan sem hann
Ársæll Árnason notaði í Grænlands-
leiðangurinn á Gottu, héma um árið.“
„Hvað ætlar hann að gera við
þetta?“ spurði ég.
„Hja, ætli hann noti hana ekki á tóf-
umar,“ svaraði Magnús.
Eins og allir Reykvíkingar þekkja,
geta rökkvuð, lognkyrr haustkvöld í
þeirri borg orðið með ólíkindum fög-
ur. Á slíkum kvöldum var „rúnturinn“
í þá daga fullur af fólki. Piltar og
stúlkur leiddust þar ýmist arm í arm
eða gengu í hópum og töluðu saman.
Ef menn geta ekki með nokkru móti
trúlofast á slíkum kvöldum, þá verða
þeir áreiðanlega einhleypir alla ævi.
Sama er að segja um konur.
Þegar ég kom á verkstæðið á
morgnana, var Magnús alltaf vanur að
taka á móti mér með sjóðheitu kaffi,
vel sterku. Einn morgun var hann
óvenju kíminn yfir kaffikönnunni og
segir við mig:
Heima er bezt 15