Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1936, Blaðsíða 5

Æskan - 01.05.1936, Blaðsíða 5
ÆSKAN 53 lengur; og nú var enginn mildur furðubjarmi yfir hug eða löndum. III. Daginn eftir vildi Lilja ekkert við mig tala og var hin reiðilegasta ásýndum. Hún hafði stærðar plástur á kinninni til merkis um bardagann. »Eg tek allt mitt dót frá þér«, sagði hún byrst í bragði. »Eg vil ekki sjá að vera með þér lengur, fyrst þú ert svona vondur strákur«. Eg sagði að mér stæði alveg á sama, þætti það jafnvel betra. — — Svo var öllu skipt, og það gekk nokkurn veginn kárinulaust, enda stóð mikill sægur af krökkum lijá okkur á meðan á þeirri athöfn stóð. Síðan reisti Lilja sér bú með annari stelpu, undir kálgarðsveggnum lijá honum Einari gamla í Móa- koti, en eg var einbúi, nema hvað eg lagði helst lag mitt við Njál í Gerðum, sem var mesti óprúttnis- strákur og illa liðinn í plássinu, því að hann var alræmdur fyrir rófnaþjófnað og annað því um líkt. Alltaf hafði eg glerið í liuga og bað Lilju hvað eftir annað að selja mér það fyrir þetla og þelta, en allt slíkt hjal lét hún sem vind um eyrun þjóta. Þó var auðséð á henni, að hún vildi friðmælast og taka mig aftur í sátl, þólt hún léli það ekki í Ijósi með berum orðum. En glerið var eg ákveðinn í að eignast fyrr eða síðar, hvernig sem eg færi að því. og Njáll full- komnaði æfintýrið. — Einhverju sinni barst þetta í tal á milli okkar og þá sagði liann, að eg skyldi bara fljúga á hana og rífa glerið af henni með valdi! Eg sýndi honum fram á, að það væri ógerningur, því að hún væri miklu-sterkari og stæðilegri en eg. »Jæja, þá skaltu Iiara stela því«, sagði hann kæruleysislega og bandaði hendinni. »Stela því«, át eg eftir honum. »Að þú skulir ekki skammast þin að segja þetta!« »Skammast mín!« endurtók liann hæðnislega og glotti. »Mikið skelfilegt fííl gelur þú verið, drengur. Það sér ekki á því, að þig langi til að eiga þetta blessaða gler, þegar þú lætur svona!« Svo var samtalið búið. — Eg fékk mestu fyrirlitningu á Njáli fyrir þessi orð og reyndi að sneiða sem mest hjá honum eftir þetta, því að þjófur ætlaði eg aldrei að verða. Eg vissi það ekki þá, að með þessu kærulausa tali liafði hann sáð illu fræi í hjarta mitt, sem óx iskyggilega hratt.-------- Nú líður og bíður og ekkert markvert ber til tíðinda fyrr en sunnudagskvöld eitt, röskum hálf- um mánuði eftir áfiogin góðu. Eg var að labba niður í fjöru og gekk þá við hjá kálgarðinum hans Einars i Móakoti; eg veit ekki hvort það hefir verið af ásettu ráði. Af einskærri tilviljun varð mér litið á dótið hennar Lilju, og hvað haldið þið að eg liafi séð? — Þarna lá þá glerið, sem við höfðum rifist um, og aftangeislarnir spegluðust fagurlega í örsmáum kristöllum þess. Það líktist mest undursamlegu töfradjásni eða dýrindis demant. Nokkur augnarblik stóð eg agndofa og starði eins og í draumi á gersemina, sem eg hafði svo lengi haft ágirnd á. Hvað átti eg að gera? Álli eg að sleppa tækifærinu, eða álti eg að ger- ast þjófur, eins og Njáll hafði ráðlagt mér? Innra með mér háði eg mikla baráttu, sem end- aði með þvi, að eg hrifsaði glerið í vasann og hljóp af stað eins og kólfi væri skotið upp í tóftar- brot. — Á leiðinni mætti eg pabba þar. Hann var á stjái með einum nágrannanna að spjalla um dag- inn og veginn. »Hversvegna hleypur þú svona, drengur?« kall- aði hann. »Þú erl eins og byssubrenndur refur». »Eg er að fara í dótið mitt«, svaraði eg og varð niðurlútur, því að nú fyrst fann eg, að eg var orð- inn öðruvisi en áður; það var einhver ógurlegur, kolsvartur skuggi fallin á augu mín. Þau, sem áður voru svo björt og hrein, voru nú orðin óhrein og sek. Eg gat ekki horfst í augu við nokkurn mann, því að allir hlutu að sjá, að eg var þjófur. Þjófur! Mamma hafði oft sagt við mig, þegar hún var bú- in að kenna mér einhverja fallega stöku, eða eitt- hvert fallegt vers: »Gættu þess að setja ekki blett á sálina þina, Mangi minn, því að ef þú gerir það, þá fellur svartur skuggi á augu þín.“ Og eg hafði lofað því, að reyna eftir mætti að forðast að setja blett á sálina, — og enda þótt eg vissi ekki greinilega, hvað sál var, þá skynjaði eg þó, að það var eitthvað undarlega fagurt og hreint, sem bjó inni i brjóstinu á manni, eitthvað veik- byggt og titrandi. Nú hafði eg sett blett á hana, stóran, ljótan blett, sem aldrei yrði afmáður. Og skugginn var fallinn á augu mín. — Eg kafroðnaði og herti á sprettinum. Og þegar eg var kominn að tóftarbrotinu, þá hefði eg helst kosið að hláupa eitthvað miklu, miklu lengra. Eg kreisti hendina utan um ránsfenginn, starði lengi á þennan mikla dýrgrip og igrundaði, hvar eg gæti geymt hann. Fyrst datt mér i hug að láta hann hjá hinuin glerjunum mínum, en hvarfiaði skjótt frá því aft- ur. Eg vissi að þar myndi hann slrax sjást. Líklega væri licppilegast og öruggast að geyma

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.