Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1936, Blaðsíða 9

Æskan - 01.05.1936, Blaðsíða 9
ÆSKAN 57 Þeíta þótti Kára heldur en ekki góðir kostir, og hann kvaddi krumma, gleymdi allri þreytu oghljóp heim. í bíti næsta morgun fór hann upp í fjall til að tína ber, og berin seldi hann svo i bænum. Þelta gerði hann dag eftir dag, og hætli ekki fyrr en hann gal keypt dýrindis hníf fyrir peningana. Svo hljóp hann í spretti upp í hlíð, til að hitta krumma. Ilann hélt á hnífnum í hendinni, og blaðið og hjöltun blikuðu eins og silfur og gull í sólskininu. Krummi kom á augabragði, settisl rétt hjá, hallaði undir llatt og horfði á hnífinn með hægra auganu og síðan með því vinstra. »Uss«, sagði hann. »Heldurðu að mér detti í hug að brýna gogginn á svona busa, eg, sem er kóngssonur! Það ættu þó að minnsta kosti að vera gullkinnar á honum«. Svo hoppaði hann- upp á háan klett. Aumingja Kári varð svo sneyptur og aumur, að tár komu í augun. »Eg skal þá reyna að fá handa þér annan með gullkinnum«, sagði hann. »Nei, þakka þér fyrir, eg kæri mig þá ekkert um einn hnífkuta. Þú getur látið mig fá fallegan sleða í staðinn, það gæti dottið í mig að renna mér stundum á sleða í vetur«. Það var ekkert við því að gera. Einhvern veginn varð að komast yfir sleða handa krumma. Kári tók sig nú til, og sat á hverjum degi við að smíða ausur, sleifar, brauðfjalir og allskonar gripi. Nú kom nýi hnífurinn í góðar þaríir, enda var Kári laginn og natinn. Hann skar þetta út og' prýddi, svo að unun var á að horfa. Svo seldi hann þessa gripi, og fékk fyrir þá mikla peninga. Hann var svo ákafur, að hann gaf sér engan tíma til að búa neitt til banda sjálfum sér, ekki einu sinni smá bát. Að hálfu ári liðnu var hann búinn að öngla saman nógum aurum, til að kaupa fallegan sleða, duglega járnaðan, og nú flýtti hann sér upp í fjall með sleðann i taumi. »Jæja, hérna kemur sleðinn«, hrópaði Kári, þegar hann sá krumma koma hoppandi, og var nú heldur glaður, því að liann var alveg viss um, að krummi yrði harðánægður með þennan dýrgrip. Krummi lioppaði nú að sleðanum, velti vöngum, pikkaði með goggnum í dragið og klóraði í setuna. Svo skellihló hann. »Sýnisl þér þetta vera sleði handa heldra manni, eins og mér?«, sagði hann. »Nei. Dragið átti að vera úr gulli og sætið úr silki«. Kári barðist við grátinn. »Eg verð þá að reyna að fá annan betri«, stundi hann upp. »Onei, það þýðir ekkert«, nöldraði krunimi, og var fúll. »Nú vil eg fá hesta og vagn, og hann af besta tæinu. Annars færðu aldrei að láta salt á mitt stél«. Aumingja Kári ráfaði heimleiðis, með sleðann sinn, og var nú þungt um hjartað. En ekki missti liann móðinn. »Eg skal vinna mér fyrir hestum og vagni, eg skal!“ sagði hann við sjálfan sig. Hann fór nú með sleðann sinn upp i ldíð, þangað, sem fjöldi fólks var að leika sér á skíðum og sleð- um. Sumir höfðu enga sleða, en langaði að renna sér, og þeir urðu guðsfegnir, þegar Kári bauð að leigja þeim sleðann sinn fyrir peninga. Sumir borg- uðu honum ríllega, því að enginn hafði sest á betri sleða en þennan. En ekki lét hann eftir sér að renna sér eina einustn ferð sjálfur. Þegar vont var veðnr, eða ekkerl sleðafæri, sal Kári heima og telgdi og smíðaði allskonar gripi og leikföng, og þau þóftu svo vel gerð, að sóst var eftir þeim. Loks var hann húinn að næla svo miklu saman, að hann gat keypt sér liest. Svo kenndi hann liest-

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.