Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1936, Blaðsíða 10

Æskan - 01.05.1936, Blaðsíða 10
58 ÆSKAN inum ýmsar listir, og lct hann svo leika þær fyrir peninga. Á þessu græddi hann vel, og gat bráðlega keypt sér annan til, og kenndi honum á sama hátt og hinum. Nú streymdu að honum peningarnir, og bráðum gat hann keypt lítinn vagn, sem var svo fínn, - að hann var allur silfurhúinn. Svo hnýtti hann silkislaufur í topp og fax á hestunum, ])voði þá og kembdi, svo að sldnu á þeim skrokkarnir, og lagði við þá silfurheisli. Nú ók hpnn lil fundar við krumma. Krummi sat á sínum gamla steini og heilsaði honum glaðklakkalega. »Biðum nú við, þetta líst mér hreint ekki svo illa á«, sagði hann, þegar hann sá glitra á silfrið. Hann hoppaði nú hringinn í kringum vagninn og undir honum, góndi og velti vöngum. Loks flaug hann upp í vagninn, hoppaði um bökin á hestunum og pikkaði í þau með nefinu, til þess að vita hvort þeir væru nógu feitir. Þegar hann var búinn að athuga þetta allt, reig'ði hann sig drembilega. »Eg vil ekki opinn vagn. Eg vildi fá lokaðan vagn. Og svo áttu hestarnir að vera mjallhvítir, en ekki brúnir«. »Ojæja, ekki batnar enn«, stundi Kári. Honum varð svo mikið um vonbrigðin, að hann varð að tylla sér á stein. Engin skepna á guðs grænni jörð gat verið gikkslegri en þessi krummi. Nú, jæja, hann var nú líka kóngssonur. »Ja, eg sé, að þú hefur ekkert vit á hestum eða yögnum, svo að það þýðir ekkert fyrir þig að koma með neitt af því tæi«, sagði krummi. »En ef þú vilt enn að eg hjálpi þér, þá verðurðu að byggja mér höll. Hún á að standa þarna á hólnum niðri við vatnið. Hundrað herbergi eiga að vera í henni, að minnsta kosli, og skrautgarðar í kring um hana«. Aumingja Kári andvarpaði enn þyngra. Þetta var nú meiri heimtufrekjan. En þá mundi hann allt í einu eftir vagninum sínum og hestunum. Hann tók sig nú til og Jeigði vagninn í ferðalög, og allir sóttust eftir honum, því þetta var fallegasti og besti vagn, sem hægt var að fá, þó að krummi væri sá gikkur að vilja hann ekki. Og nú rigndi peningum yfir Kára. Innan skamms gat liann keypl sér annan vagn og hesta, og svo einn enn, og einn enn. Hann varð flugríkur á stuttum tíma, og byrj- aði nú að byggja höllina sína. Eftir nokkur ár stóð hún þarna á hólnum við vatnið, mjallhvítur mar- marinn blikaði í sólskininu, eirþökin glóðu eins og gull, og fánar blöktu á turnspírunum. Kári sótti nú krumma sinn. Krummi flögraði með hþ'num heim, hoppaði um herbergi og sali, gægðist inn í skápa og' skúffur og leit eftir öllu. Loks hoppaði hann upp á borðið í hátíðasalnum. »Ojæja, þetta er nú ekki sem verst. En eitl vant- ar þó, og það eru þrjár kistur, fullar af gulli. Ekki get eg verið kóngur og liaft hirðmenn, ef eg er peningalaus«. »Skammastu þín fyrir frekjuna«, sagði Kári í bræði sinni. Hann var nú orðinn svo mikill mað- ur, að hann þorði að segja meiningu sína. »Ja, þú ræður hvað þú gerir, en annars færðu ekki að láta salt í stélið á mér«. »Nú, jæja«, luigsaði Kári með sér. »Úr því að eg hef getað það, sem af er, þá get eg líklega bætt þessum kistuskömmum við«. Nú var Kári líka bú- inn að læra, hvernig hægt var að eignast peninga. Og svo stritaði hann og vann í fimm ár enn, en þá stóðu líka á miðju gólfi i viðhafnarsalnum þrjár kistur, fullar af gulli. Iíári fór nú eina ferð enn upp í fjall og sótli krumma. Þegar þeir komu inn í salinn, settist krummi á brúnina á einni kistunni og starði ofan í gull- hrúguna. »Ja-há, — nú likar mér við þig«, sagði hann. »stráðu nú saltinu á stélið á mér«. Loks var hún komin þessi hátíðlega stund. Hjartað hoppaði í Kára, hann stakk hendinni í vasann og tók upp hnefafylli sína. Krummi sat grafkyrr, og Kári stráði saltinu ósköp varlega á stélið. »Nú nú«, sagði krummi. »Hvers óskar þú nú?« Ja — hvers átti hann nú að óska? Hann hafði átt svo annríkt við að vinna lil þess að óskirnar rættust, að hann var alveg búinn að gleyma, hvers hann vildi óska. »Einn — tveir«, sagði krummi. »Bíddu — híddu, lof mér að hugsa —---------« En liann gat ómögulega munað, hvers hann ætl- aði að óska. »Þrir« — sagði krummi og ílaug upp, svo að alll sallið hrundi af stélinu. Og þarna sat liann í glugganum og hló, svo að sást ofan i maga. En Kári var svo reiður, að hann réð ekki við sig. »Bíddu bara við, eg skal launa þér lambið gráa. Nú sæki eg byssu og skýt þig«. »Ekki ílnnst mér það nú fallegl af þér, Kári minn«, sagði krummi. »Er það rélt af þér að skjóta mig, þegar eg hefi uppfyllt allar óskir þínar, svo rækilega, að þú getur einkis óskað þér framar? Ertu kannske ekki búinn að eignast hníf og sleða og hesta og vagn og höll og þrjár gullkistur? Og

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.