Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1936, Blaðsíða 11

Æskan - 01.05.1936, Blaðsíða 11
ÆSKAN 59 allt þetta án þess að þurfa að opna þinn munn til að óska nokkurs«. Kári slóð bara agndofa og gapandi. Þetta var satt. Hann hafði eignast allt, sem hann óskaði, og án þess að hafa gert sér nokkra grein fyrir þvi. Nú þurfti liann ekki annað en gefa sér tíma til að njóta þessa alls. »Eg er nú aldeilis hissa«, sagði hann og skellli á lærið. Og eg, sem baslaði og stritaði til þess að fá að strá salti á stélið á þér. Og svo þurfti eg þess ekki eftir allt saman«. »Já reyndu að skilja þetla, Kári minn«, sagði krummi, og ilaksaðist skellihlæjandi út um gluggann. En Kári áttaði sig á augabraði. Hann hljóp út að glugganum og kallaði á eftir krumma: »Þakka þér fyrir, krummi minn, þakka þér fyrir. Nú veit eg að það er betra að gcta lijálpað sér sjálfur en að fá allar óskir uppfylltar fyrirhafnar- laust«. »Kra-kra-krá, Kári«, svaraði krummi. G. Guðjónsson pýddi Nokkrir stílar um áfengi Eftir 11—12 ára gömul skólabörn Álengið er nijög skaðlegt. Margir unglingar byrja á að drekka það, jafn- vel fyrir innan fermingu. Fyrst í stað ósköp lítið, svo verður það meira og meira, þar til þeir eru orðnir drykkju- menn. Fað er erfitt að gera sér i hug- arlund, hvað drykkjumannskonur og börn eiga bágt. Peningarnir, sem áttu að fara í föt og fæði handa þeim, fóru fyrir áfengi, og svo verða þau kannske að sitja lieima grátandi, hungruð og klæðlitil. Það er sorglegt að vita, hve miklir peningar fara fyrir vin, og hve illa það fer með menn. Stúkurnar gera það, sem þær geta, til þess að útrýma áfenginu. Eg vildi óska, að sem allra flest börn gengju í stúkur og væru í þeim alla sina æfi, Hver veit, nema að þau gætu líka kom- ið með margan drykkjumanninn inn í stúkuna sína og hjálpað honum til þess að gerast æfifélagi. Eg er í barnastúk- unni Svöfu nr. 23. Fundir eru lialdnir á sunnudögum frá kl. 1—3. Gæslu- maður okkar heitir Steindór Björns- son og þykir okkur öllum félögum mjög vænl um hann. — Eg vildi óska, að eg mætti vera í stúkunni minni alla æfi og gæti fengið marga til að gan'ga í liana. Styðjið gott málefni. Vinnið að út- l’ýming áfengis! Kamma Nielsen Áfengið er voðalegt éitur. Menn, sem drekka það í óhófi, verða meslu auðnu- leysingjar og ræflar. Peir svalla út hverjum eyri og lenda svo oft í mestu fátækl. Peir geta líka gert margt: sem er ljótt, t. d. að stela. Peir eru viti sínu fjær, en mundu hafa látið þetta ógert, ef þeir liefðu verið ódrukknir. Eg ráð- legg öllum að bragða aldrei áfenga drykki, og eg ætla mér livorki að bragða vín eða reykja. jónas Krlstinsson Afengið er mjög skaðlegt fyrir mann- inn. Pað spillir heilsunni og gerir fólk að aumingjum. Pað er alveg sama með tóbakið. Pað hefur líka skaðleg álirif á líkamann. Sumir menn eru mjög drykkfelldir og drekka allt út, sem þeir vinna sér inn. Og þegar þeir eru byrjaðir að drekka, er eins og þeir geti ekki hætt því aftur. Pað gerir áfengiseitríð, sem liefir þau áhrif að þá langar alltaf í meira. Ef drykkjumenn eiga heimiliog börn, getur það komið fyrir, að börnin hermi eftir föður sínnm og verði drykkfelld lika. Pað er voðalegt. Það ættu öll börn að strengja þess heit, að drekka aldrei vin né reykja tóbak. Þá deyr gamla fólkið út, smátt og smátl, og við stálpumst og verðum öll hind- indismenn. Og hvað skeður þá? Áfengið liættir að flytjast hingað til landsins, þegar enginn vill kaupa það. Pá eyðist miklu minna af peningum og þjóðin verður liamingjusamari. Guðrun ltagna Valdimarsdóttir Áfengið er óvinur mannsins. Pað spillir heilsu lians og gerir hann að aumingja, el' hann neytir þess í óliófi. Ofdrykkjan getur leitt menn út í ýmsa glæpi, t. d. þjófnað og fleira. Mikil áfengisnautn byrjar oft á sæl- gætisáli og síðan reykingum. Pað er ljótl að sjá menn dauðadrukkna úti á götum, slagandi fram og aftur og lenda jafnvel í áflogum, svo að lögreglan eða aðrir viðstaddir verða að skilja þá. Jónas Sigurðssou Nýtt blað Æskunni liefir borist »Blik«, sem er nýtt blað, er Málfundafélag Gagnfræða- skólans í Vestmannaeyjum gefur út. í ávarpi blaðsins segir svo mcðal annars: — Við viljum leggja hönd á plóginn og gera það litla, sem í okkar valdi stendur, til þess að reyna að afstýra því, að vínflóðið skoli burt liinni mann- vænlegu æsku, sem hér elst upp, og evðileggi hana. Við viljum svo innilega geta lijálpað félögum okkar eldri og yngri, til að megna að spyrna gegn áhrifum sollsins og eiturlyfjanna, og vakið þá lil skilnings á gagnsemi auk- innar hagnýtrar fræðslú, bindindis og íþrótta og öðru því, sem auka má mann- gildi okkar æskumanna og efla hróður eyjunnar okkar. — Margar góðar rit- gerðir eru í þessu fyrsta tölubl. Bliks, og er gott til þess að vita, að æsku- menn í sem flestum skólum landsins hefjist handa, til þess að berjast á móti áfengisnautninni og höli því, er lnin veldur. Bréfaviðskipti Eyjólfur Davíðsson, Olafsvík, Snæ- fellsnesi, óskar eftir að skrifast á við dreng 11—12 ára gamlan, í Fljótsdals- héraði eða Mývatnssveit. Jóhannes Guðni Haraldsson, Fagra- nesi, Öxnadal, Eyj afjarðársýslu, óskar eftir að skrifast á við dreng á ferming- araldri, sem á heima einliversstaðar á Suðurl. Olafur Stefánsson, Stakkahlið, Loð- mundarf. i N. Múlasýslu, óskar að kom- ast í bréfasamband við pilt eða stúlku einhversstaðar á landinu. Nýir kaupendur að »Æskunni« fá liér eftir i kaupbæti síðustu Jólabók og Silfurturninn, ef borgun fylgir pöntun. Tilkynnið bústaðaskipti. Ritstjóri: Margrét Jónsdóttir. RÍKISPRENTSMIÐJAN GUTENBERQ

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.