Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1936, Blaðsíða 6

Æskan - 01.05.1936, Blaðsíða 6
54 ÆSKAN hann i grjótbyrginu hans pabba niðri í fjöru. Þar myndi ekki nokkur lifandi maður sjá hann. — Glerið glampaði fagurt í lófa mínum, og eflir því sem eg horfði lengur á það, því dýrlegra varð það og eigulegra. Nei, eg gat alls ekki skilað því aftur, eg varð að eiga það, hvað sem það kostaði. Þá er allt í einu sagt fyrir aftan mig í hvellum málrómi: »Hvað ertu með i lúkunum, Mangi?« Eg llýtti mér að stinga glerinu í vasann og leit um öxl. Þetta var þá Simhi í Yör. Hann hafði séð mig á hlaupunum og laumast á efiir mér án þess að eg tæki eftir því. »Þú varst með glerið hennar Lilju«, hrópaði hann æstur. »Þú hefir stolið því, bannsettur óþokk- inn! Fáðu mér það undir eins, annars skaltu fá að kenna á því, lagsmaður!« »Þú skrökvar því«, orgaði eg á móti. »Eg var alls ekki með glerið hennar Lilju. Eg var að skoða vasahnífinn minn«. Og eg tók hhífinn upp úr vasanum máli mínu til sönnunar. En Simbi var glöggur og lét ekki villa sér sýn. »Þetta er ósatt«, livein í lionum. »Má eg skoða í vasana þina?« »Hvað á þetta að þýða?« sagði eg með þjósli og lét engan l)ill)ug á mér finna. »Heldurðu kannske að eg láti hvern sem er grufla í buxnavösunum mínum? Þig varðar ekkert um, hvað eg geymi í þeim«. »Sko, vissi eg ekki! Þú skalt vera með glerið, annars myndir þú lofa mér að skoða i vasana«, kallaði hann hróðugur yíir þessari uppgötvun. »Á morgun skal eg, svei mér, segja Lilju frá því, hvernig þú ert«. Hann fussaði fyrirlitlega og gekk í hurtu. Þegar hann var kominn í hvarf, notaði eg tækifærið til að koma glerinu undan, sentist niður að grjót- byrginu i fjörunni, stakk því inn i eina holuna, lét smásteina fyrir opið, skimaði kring uni mig til að vita, hvort nokkur hefði séð til min, rölti síðan blístrandi heimleiðis og reyndi að láta eins og ekkert hefði ískorist. — Eg vissi ekki, að það vár einn, sem liafði legið í leyni bak við stóran stein í fjörunni og haft vak- andi auga á því, hvar eg stakk glerinu í hyrgið. — En þegar eg var háttaður um kvöldið, og mamma búin að raula gamla versið, ])á fyrst vaknaði kvelj- andi samviskubit. Eg iðraðist þess af lieilum huga að hafa breytt svona við stallsystnr mína og hét því með sjálfum mér, að skila glerinu aftur daginn eftir. Framh. F erðaminningar III. Ferð um Dali Frá Ráttvík fór eg til Mora með skipi, sem bar nafnið »Engelbrekt«. En það var nafn á einni þjóðhetju Svía, Engelbrekt Engelbrektsyni. Var hann bóndi og bjó í Dölunum og var uppi á 15. öld. Það var seinni liluta dags, sem eg fór af stað frá Ráttvík. Veður var golt, og lá Siljanvatnið spegilslétt í sólskininu. Var yndislegt að sigla eftir vatninu, og er á kvöldið leið urðu litbrigðin alltaf Sumni' í Dölunum fegurri og fegurri. Þegar nálgaðist Mora, lá hær- inn, vatnið og skógurinn allt hjúpað geislum kvöld- sólar. Var það undrafögur sjón, og því líkast, að maður væri að sigla til einhverrar æíintýra- eða töfraborgar. En töfrarnir hurfu brátt, er eg steig á land. Bærinn Mora stendur mjög lágt og er mýr- lent í kring, og þótti mér þar ekki sérlega vistlegt. Eg hafði orðið þess vör í Ráttvík, að mikið var um mývarg, þar við Siljanvatnið, og þoldi eg illa mýbitið. En þó kastaði fyrst tólfunum, þegar til Mora kom. Eg tók mér gistingu í dálitlu sumar- gistihúsi, er Sólheimar hét. Lá það utarlega i bæn- um. Eg fékk þar gott herbergi, til þess að vera í um nóttina. En er eg ætlaði að fara að leggjast til svefns, varð eg þess vör, að eg var ekki ein í herberginu. Það var sem sé krökkt af mýílugum þarna inni. Eg lokaði öllum gluggum og reyndi að herja frá mér ófögnuðinn. En ekkert dugði. Það var eins og ílugunum fjölgaði jafnharðan og hinar féllu í valinn! Varð mér ekki svefnsamt um nóttina, og reis eg úr rekkju löngu fyrir rismál. Eg liafði orð á því við þernuna, að eg hefði ekki átt góða nótt, og væri ekki hægt að hafast hér við fyrir mývargi. Kom þetta auðsjáanlega ekkert ílatt upp á stúlkuna, því að hún sagði, að það væri

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.