Æskan

Volume

Æskan - 01.06.1936, Page 3

Æskan - 01.06.1936, Page 3
ÆSKAN 63 Ferðalög »Eg er kominn upp á það, allra þakka verðast, að sitja kyrr á sama stað og samt að vera að ferðast«. Þannig kvað Jónas Hallgrímsson. Um hans daga þekktu menn ekki öðru vísi ferðalög hér á landi, en að ferðast ríðandi eða fótgangandi. I margar aldir, allar gölnr frá landnámstíð, var hesturinn, þarfasli þjónninn, eina ílutnings- og farartækið. En nú er öldin önnur. Ferðalög á hestum, að minnsta kosli langferðalög, verða sjaldgæfari með hverju ári sem líður, og þekkjast nú varla. Bif- reiðar þjóta svo að segja landshornanna milli. Vegir eru lagðir, ár hrúaðar, og á hverju ári hæt- ast við nýjar leiðir, sem færar eru hílum. Öll þessi mikla hreyting hefir orðið á örstuttum tima. Það er furðulegt umlnigsunarefni, að ekki skuli vera nema rúm tuttugu ár, síðan fyrsta bifreiðin kom til íslands. Eg veit, að þið leSendur minir, eigið mjög erfitt með að skilja og átta ykkur á, hve ólíkt var að ferðast hér á landi, þegar eg var unglingur, fyrir túmum tuttugu árum, og var þó húið þá að leggja nokkra vegi, l. d. veginn austur yfir Hellisheiði, og brúa nokkrar stórár. Þá fór maður ríðandi t. d. austan úr Biskupstungum á tveimur dögum. Sama leið er nú farin i bilum á 3—4 klukkustund- um. Ferðir milli Suður- og Norðurlandsins, sem nú eru farnar á 1—2 dögum i bíl, tóku þá að minnsta kosti vikutíma, og ferðamenn þurftu að hafa 2 lil reiðar, með öðrum orðum, hver maður hafði tvo hesta, eða að minnstu kosti nokkra auka- liesta, ef fleiii voru í hóp, til þess að hvíla hina. Framfarirnar eru mjög miklar, og kostirnir við að ferðast i híl margir. Einkum er timasparnaður- inn geysimikill. Eg býst þó við, að flestum sem vöndust ferðalögum á heslum í æsku, komi saraan um, að ekkert ferðalag geti að sumu leyti jafnast á við það, að ríða góðum hesli yfir fögur héruð í hjörtu veðri. »Sá drekkur hvern gleðinnar dropa i grunn, sem dansar á fákspori yfir grund«, segir skáldið. Og annað skáld kveður svo: »Um fjöll og dali fríða, Ó, ferðalífið frjálsa, á fjörugri sumartið hve fagnar hjartað þá, er ljúft sem lengst að ríða, er gyllir hnúka og hálsa þá lánast veðrin blíð. hin hvra sólarbrá«.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.