Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1950, Qupperneq 10

Æskan - 01.01.1950, Qupperneq 10
ÆSKAN # Ævintýri eftir Leo Tolstoj: # Þaá, sem gefur mönnum lífið. „Ég dvaldi lijá ykkur lieilt ár. Þá kar hér að raanninn, sera panlaði skóna, þessa skó, sem áttu að endast árlangt án þess að skekkjast eða ganga af saumura. Mér varð litið á liann, og allt í einu sá ég yfir öxl lians, að félagi minn, engill dauð- ans, stóð á bak við hann. Ekki sáu hann aðrir en ég, og ég vissi, að fyrir sólsetur mundi sál rika mannsins verða heimtuð af honum. Og mér kom i hug, að mennirnir búa sig undir ókomin ár og vila ckki, að þeir eru liraðfeigir. Og þá minntist ég orða drottins: Þú munt skilja, hvað mönnum er ekki veitt. Mér liafði þegar gefizt skilningur á því, hvað með mönnum býr. Nú vissi ég, hvað þeim er ekki veitt. Þeim er ekki gefið að skilja, hverjar eru þarfir þeirra til lífsins. Þá brosti ég öðru sinni. Ég var glaður af því, að ég hafði séð engilinn, félaga minn, og af því að guð hafði birt mér, hvað orð hans þýddu. En fjarri fór, að ég skildi enn öll orð lians. Enn var mér ekki Ijóst, hvað gefur mönnum lífið. Og ég dvaldi enn hjá ykkur og beið þess, að guð gæfi mér einnig skiining á þessu. Fimm ár liðu. Þá kom konan með litlu telpunum tveim. Ég þekkti þær aftur og sá, að þeim liafði auðnazt líf. Og nú rann þetta upp fyrir mér: Móðirin bað sér lífs vegna barnanna. Ég trúði henni og hélt, að börnin gætu ekki lifað bæði föðurlaus og móðurlaus. En nú hefur vandalaus lcona fætt þau og klætt og alið þau upp. Og þegar konan felldi tár af ást og um- liyggju vegna vandalausra barna, þá birtist mér í henni liinn lifanda guð og skildi, hvað gefur mönn- um lífið. Mér varð Ijóst, að guð hafði veitt mér skilning á þriðju orðum sínum og fyrirgefið mér, og þá brosti ég í þriðja sinni.“ Og nú hrundu lötrarnir af líkama engilsins, og liann stóð þarna vafinn svo skæru ljósi, að mann- leg augu þoldu ekki að horfa gegn þvi. Og nú ómaði rödd engilsins svo voldug, að það var eins og hún ldjómaði ofan úr víðáltum himnanna, og liann sagði: „Ég skildi, að það er kærleikurinn, sem gefur mönnum lífið, en ekki umhyggjan fyrir sjálfum sér. Móðurinni var ekki gefið að skilja, hvers börnin hennar þurftu til þess að geta lifað. Rika manninum var ekki gefið að skilja, hvers liann Jjarfnaðist. Manni er eklci gefið að skilja, livort hann þarf skó til langrar lifsgöngu eða aðeins ná- skó, sem hann verður grafinn með áður en dagur er af lofti. Ég fékk borgið líkamslífi mínu, ekki fyrir eigin umönnun, heldur vegna þess, að vegfarandi átti kærleika í hjarta sínu, og kona hans auðsýndi mér ástúð og meðaumkun. Munaðarlevsingjunum auðnaðist að lifa, vegna þess að vandalaus kona bjó yfir kærleiksþeh, en ekki vegna þess að nábú- arnir vildu ráðstafa þeim. Og allir menn lifa fyrir það, að neisti kærleikans lifir í hjörtum þeirra, en ekki viðleitni þeirra að bjarga sjálfum sér. Ég skildi það, að guð hefur gefið mönnunum lifið, og hann vill að þeir lifi. Og ég skildi enn meira. Ég skildi, að guð vill ekki, að mennirnir lifi hver fvrir sjálfan sig, en þess vegna gaf hann þeim ekki skilning á því, livers liver þarfnast sjálfs sín vegna. Hann vill, að mennirnir lifi í bræðarlagi, og þess vegna gaf hann þeim skilning á því, livers þeir þarfnast allir saman og liver fyrir annan. Enn skildi ég það, að mennirnir aðeins lialda, að þeir lifi á því að hugsa um sjálfa sig, en þeir lifa á kærleikanum einum. Sá, sem lifir í kærleika, lifir í guði og guð í honum, því að guð er kær- leikur. Og nú tók engillinn að syngja guði lof, og húsið nötraði fyrir rödd lians. Þakið laukst upp, og eld- leg súla reis af jörðu til himins. Semyon og kona hans og börn þeirra féllu á kné, en vængir breidd- ust út yfir herðum engilsins, og hann sveif upp til himins. Þegar Semyon kom til sjálfs sín aftur, var kofi lians eins og fyrr, og enginn var þar nema hann og kona hans og börn. 8

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.