Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1950, Blaðsíða 14

Æskan - 01.01.1950, Blaðsíða 14
ÆSKAN Og þá geturðu nærri, að ég beið ekki boðanna, þó að ég lieyrði þá að vísu segja, að það yrði ekki fyrr en í kvöld, sem þeir fengju Grels með bund- inn til þess að elta okkur.“ „Andrés,“ sagði Lena með tárin í augunum. „Ég cr viss um, að það hefur verið mamma, sem fékk læmingjana til þess að hjálpa okkur. Við höfum ckki rekizt á nokkurn þeirra hér í skóginum. Hún liefur sent þá ofan úr fjöllunum.“ „En nú verðum við að komast yfir ána, þó að vatn sé ofan á ísnum. Þá missir hundurinn líka af slóðinni okkar.“ Þau fundu borðstubb, sem þau ætluðu að leggja yfir ána, þar sem hún var mjóst, ganga á því yfir og taka það svo af aftur og bera það burt. En þá stakk Lena fæti við og hlustaði. „Þei, þei, Andrés! Þeir eru rétt á eftir okkur, bæði karlinn og Grels og hundurinn, réll þarna hinum megin við hólinn.“ Andrés stóð eins og sljdta og lilustaði. Hann heyrði greinilega hundgá og mannamál. Og mi brakaði í greinum rétt hjá þeim. Lena og Maggi fleygðu sér kveinandi niður á sleðann. Andrés stóð og hélt í annað hornið á Hyrnu. Hann hreyfði hvorki legg né lið en starði upp í brekkuna, hvasseygur og þungbúinn, og nú hvarfl- aði það aftur i hug hans, að það væri hann, sem hefði leitt svstkinin út i þessa eymd, og hjá hon- um væri öll sökin, ef illa færi. 22. Lapparnir. Þetta var hreindýr, sem kom fram úr skóginum. Það kom þjótandi með mási og klaufasparki og lappahund á hælunum og skauzt rétt fram hjá systkinunum, lét sem það sæi þau ekki og hljóp undan hundinum niður með ánni. Labbi kom brunandi á eflir þvi á stuttum, breið- um skíðum, æpandi og sigandi, og strákur fylgdi honum. Lappinn nam staðar, þegar hann sá Andrés, og ]>eir horfðust á eitt andartalc. Andrés ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum. Þctta var þá liann Matti, Lappa-Matti, sem hann þekkti svo vel að heiman. Hann hafði oft komið til foreldra hans og tjaldað þar yfir í hæðadrögunum! „Hvernig í ósköpunum stendur á, að þið eruð hérna, börn?“ sagði Matli alveg agudofa af undr- un er liann sá þcssa litlu vini sína þarna eina og yfirgefna. „Alein hér úti á gaddinum, hrædd og hungruð. — En Lappa-Matti gamli skal hjálpa ykkur og reyta eilthvað í vkkur,“ bætti liann við huglireystandi. Lena var staðin upp. Hún þekkti Malta líka og hljóp til hans. En Maggi þorði ekki einu sinni að líta upp. Hann gróf sig bara dýpra og dýpra i gærufeldinn, frávita af hræðslu, og áttaði sig ekki fyrr en Matti tók hann upp og lét hann sjá, að þetta var ekki vondi karlinn, sem var að elta þau, heldur gamall og góður vinur að heiman. Lappinn dró nú brauð og hreindýraost upp úr skreppu sinni og gaf börnunum til þess að seðja sárasta sullinn, og lét þau siðan fylgja sér heim í Lappatjaldið. Tjaldið stóð handan við ána, ekki langt i burtu. Hreindýrið, sem hljóp fram hjá börnunum, hafði ráfað burt l'rá björðinni, og Matti hafði farið með drengnum til þess að leita að því og reka það aftur íil hinna dýranna. Þannig stóð á því, að hann varð óviljandi til þcss fvrst að liræða vesalings flökku- börnin, en kom þeim svo til hjálpar, þegar þeim lá mest á. Lappadrengurinn var sonur Matta og hét Nerlja, undarlegt nafn. Ilann var hnellinn strákur. Og liann var ólikt betur búinn til að mæta vetrar- kulda heldur en systkinin. Buxurnar hans voru svellþvkkar og vænar og vafðar að leggjunum með mislitum lindum. A höfðinu hafði hann bláa skolthúfu, hlýja og lélta, sem féll vel að höfðinu, og fótabúnaðurinn var skinnsokkar úr lireindýrs- liúð. Og svo hafði hann auðvitað skiði og broddstaf. Hann bjálpaði Andrési að koma sleðanum iit á isinn, og svo hjálpaði hann systkinunum öllum yfir ána. Og Hyrna tiplaði tindilfætt á eftir. Hún var oðum að ná sér. Nú lá lciðin á snið yfir hæð eina, og þá sáu þau fram undan sér eins og skóg með þéttum greinum. En skógurinn var allur á iði og seig áfram í sömu átt. Þetla var hreinahjörð. Og nú tók Matti að jóðla, cn það er kynlegur söngur, sem tíðkast meðal Lappa og fleiri þjóða. Systkinin, sem voru kunnug siðum og háttum Lappanna, vissu, að með þessum söng var hann að tilkynna konu sinni, að Iiann væri á leiðinni og hefði gesti mcð sér, svo að heiinafólkið vissi, á hverju var von og gæli búið sig undir móttökurnar. „Elti lireintarfinn allan daginn,“ jóðlaði Matti. „Fanh við ána krakka frá Snædölum, sem ég þekkti. Þau skulu fá að borða. Og þau skulu fá að sofa í Lappatjaldi. Ekki eiga þau pabba og enga mömrnu--------.“ Margir Lappar voru að reisa tjöld sín í grennd 12

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.