Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1958, Qupperneq 11

Æskan - 01.01.1958, Qupperneq 11
ÆSKAN 3. KAFLI. - LEITIN. Það gátu ekki verið nema nokkrar mínútur síðan Cyr- us Smith hafði misst takið af netinu, er stærðar alda kast- aði belgnum til lofts á ný. Þess vegna var ekki öll von úti enn um, að þeim tækist að bjarga honum. Allir voru þeir dauðþreyttir, Spilett, Herbert, Pencroff og Nab, en þreytutilfinningin hvarf gjörsamlega við leitina. — Á staðl hrópaði Nab. — Já, við verðum að finna hann, sagði Gideon Spilett. — Kann hann að synda? spurði Pencroff. — Já, svaraði Nab — og svo er Toppur með honum. Sjómaðurinn hlustaði á brimið og hristi höfuðið. Klukkan var í mesta lagi 6. Skýjaþykknið gerði myrkrið enn svartara. Fjórmenningarnir gengu norður eftir ströndinni. Hún var sendin, ekki sást á grænt gras. Stundum styggðu þeir fugla af hreiðrum sínum, er flugu gargandi út í myrkrið. Þeir námu staðar öðru hvoru og kölluðu, en fengu ekki annað svar en brimið, öldugang- inn og hvininn í vindinum. Og áfram þrömmuðu þeir og grandskoðuðu hverja vík og hvern vog. Eftir 20 mín- útna göngu urðu þeir að nema staðar; þeir sáu hvítflyss- andi öldurnar framundan. Þeir voru komnir út á lítið nes. Þar sneru þeir við og gengu aftur suður á bóginn. Eftir nokkra göngu komu þeir enn að strönd. — Við erum á eyju; við höfum þegar gengið yfir hana þvera! sagði Pencroff. Hann hafði á réttu að standa. Þá hafði rekið á land á lítilli eyju, 3—4 kílómetra á lengd. í myrkrinu var ókleift að ganga úr skugga um, hvort þetta var eyðiey eða ekki, eða hvar þeir voru yfirleitt staddir í veröldinni. — Við megum ekki gefast upp við leitina að Cyrus, þó að hann svari ekki köllum okkar, sagði Spilett. — Hann hefir kannske dottið og rotast og liggur meðvit- undarlaus einhvers staðar. Það voru sýnilega erfiðir tímar fram undan. Kuldinn nísti í gegnum þá, er þeir börðust gegn vindinum. En þeir hugsuðu ekki um að hvíla sig. Þeir gengu fram og aftur um ströndina, einkum þar sem þá bar að landi, þeir hrópuðu, kölluðu og hlustuðu, en án árangurs. Eitt sinn, er Nab kallaði, fannst Herbert sem hann heyrði lágt bergmál. — Við getum ekki verið langt frá landi, sagði hann. Pencroff kinkaði kolli. Hann hvessti augun út í myrkr- .j.Miiimmimmimiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiimiiiimiiimmimiiiiiiiimimiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii1 ““Hiiu |iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii|iiiiiii{. * RITGERÐASAMK^PNI 'ÆSKUNNAR 4 | <^,4immmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii,> >>l|,ll|iiiimmmmmiimmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmi' Fyrstu verílaun: Flugf til Kaupmannahafnar Onnur ug þriíiju verðlan: Flugferðir nm Island ☆ ☆ ☆ Q ^ ^ Hefur þú athugað hið glæsilega boð, sem Flugfélag bauð þér í síðasta blaði? Ef svo er ekki, þá kem- ur það hér aftur, svo þú getur nú kynnt þér það betuí' l^efni af 20 ára afmæli Flugfélags íslands h.f. á s. 1. sumri hafa Æskan oer Flugfélag Islands h.f. ákveðið 113 til ritgerðasamkeppni meðal lesenda Æskunnar. RITGER3EFNlÐ ER: HvaSa þýSingu Kafa flií|í,|>1^e,1áur fyrir íslenclmáa? Þrenn verðlaun verða veitt: 1. verðlaun verður flugft Kaupmannaliafnar og heim aftur með hinum glæsi- legu Viscount-vélum Flugfélags íslands h.f. 2. og 3. ,, aui}in verða flugferðir fram og til baka eftir eigin vali á leiðum Flugfélags fslands h.f. hér innanlands. Fl11a^> íslands h.f. gefur verðlaunin, en verðlaunaboð þessi munu vera þau stæ ’ S.ein nokkurt blað hefur boðið íslenzkum unglinh >d Þessa. Allir lesendur Æskunnar undir 15 ára^1 ^afa rétt til að keppa um þessi glæsilegu verýn' P-ilgerðirnar þurfa að hafa borizt til blaðsins f) ' aPril 1958. Með hverri ritgerð þarf að vera fi' na^u höfundar, heimilis- fang aldur- Reykjavík. Kaupmannahöfn. Flugfélag íslands gefuiþessi glœsilegu verdlaun. _________________________________________ ÆSKAN ið og honum fannst sem hann sæi skugga af landi í vest- urátt. Himininn varð bjartari, er leið á nóttina og stjörn- urnar fóru að skína. Þarna sáu þeir stjörnumerki, er aðeins sést á suður- hveli jarðar. Loksins birti af degi. En skýjaþykknið skreið utan af hafinu með morgunskímunni. Sem bet- ur fór voru þetta góðviðrisský og innan skamms létti til. Fjórmenningarnir gátu nú séð út yfir hafið. Haf og himinn runnu saman í austri. í vestri gengu brattar fjalls- hlíðar í sjó fram. Milli eyjar og lands var lítið sund með kröppum straumum. Án þess að mæla orð af vörum, steypti Nab sér til sunds og stefndi til lands. Hann ætlaði til meginlandsins í leit að húsbónda sínum. Pencroff kallaði til hans og bað hann að bíða, en allt kom fyrir ekki. Spillett ætlaði að leggja á sundið á eftir honum, en sjómaðurinn gat varnað því. — Nei, bíddu andartak! sagði Pencroff. Straumurinn er of stríður ennþá. Ef við reynum að synda, getur straumurinn borið okkur alla til hafs. En ef mér skjátl- ast ekki, er von á fjöru á næstunni. Við skulum bíða ró- legir. í útfjöru tekst okkur kannske að finna stað, þar sem við getum vaðið yfir. Nab synti af öllum kröftum i hinum harða straumi, en hann bar í áttina til hafs. Er hann loksins kom að landi, eftir liðlega klukkutíma sund yfir þennan litla spöl, er skildi ey frá landi, hafði straum- urinn borið hann að minnsta kosti hálfa milu í attina til hafs. Nab gekk á land, þar sem há fjallshlíð gekk í sjó fram. Hann hristi vatnið af sér, en hvarf innan skamms bak við stóran hól. Gegnt þeim var stór vík. Eft- ir því sem fjaraði meir, kom ströndin hinum megin betur í Ijós. Fremst var slétt sandfjara með nokkrum steinhnullungum. En að baki hennar reis 100 metra há graníthlíð með egghvössum tindum. Ekki var tré sjáan- legt þarna, en lengra í norðri blasti við stór, þéttur skóg- ur. í norðvestri glampaði á snækrýndan fjallatind í sól- skininu. Það var ókleift að sjá, hvort það var eyja eða megin- land, sem við þeim blasti. Spilett, Pencroff og Herbert stóðu lengi sem steini lostnir og störðu á landið hinum megin við sundið. Þar áttu þeir ef til vill eftir að dvelja í mörg ár — ef til vill til dauðadags. Það var engin hætta á því, að skip kæmu á þessar slóðir. Þremur klukkustundum síðar var fjaran orðin svo mikil, að þeir komust yfir sundið. Mestan hlutann gátu þeir gengið þurrum fótum, hitt gátu þeir vaðið. Þeir settust niður og ræddu hvað þeir skyldu taka til bragðs. Spilett vildi hefja leitina að verkfræðingnum þegar í stað. Hann bað hina að bíða þar sem þeir voru og hélt síðan af stað með Nab. (Framhald). 8 9

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.