Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1961, Page 5

Æskan - 01.01.1961, Page 5
62. árgangur. ☆ Reykjavík, janúar 1961. ☆ 1. tölublað. uiiiBiiííiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiaiiiiiiiii ★★★★★★★★★★★★★☆★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ ★★★★★★★★★★★★★★★★■< MÁNUÐIRNIR £ HEFUR þú nokkurn tíma liugsað um það, /ivers vegna mánuðirnir fengu þau nöfn, sem jbe/r hafa? Astœðnanna er að leita í Rómaríki hinu forna, og takið þið nú vel eftir. £ ómverjar í gamla daga trúðu á marga guði, og enn eru til mörg nöfn, sem minna á þessa guði: Einn af guðunum hét Janus, hann hafði tvö andlit, og sneri annað fram, en hitt aftur, og hélt hann á lykli í vinstri hendi. Janus var í hofi, sem alltaf var opið á stríðs- tímum en lokað á friðartímum, hann var guðinn, sem réði byrjun og úrslit- um allra hluta. Þegar Rómverjar byrjuðu eitthvað stórkostlegt og þeg- ar þeir höfðu lokið einhverju stór- virki ákölluðu þeir guðinn Janus og þökkuðu honum. Hann liafði lykil- inn, af því að hann var dyravörður himnanna, og hann verndaði allar dyr og öll lrlið hjá Rómverjum. í guðahofi Rómverjanna voru tólf dyr, eins og tólf mánuðir eru í árinu. Rómverjar nefndu fyrsta mánuð- inn eftir guðinum Janusi og kölluðu hann Januarius. Þegar árið byrjar hugsa flestir um gamla árið og horfa fram í tímann, þess vegna á það vel við að kalla fyrsta mánuðinn eftir Janusi, sem bæði horfir aftur og fram. Það er mánuðurinn sem kem- ur þegar annað árið endar en hitt byrjar. Næsti mánuðurinn heitir Febrú- aríus. Fyrir löngu síðan var þessi mánuður seinastur í árinu en 450 iimimmiiimiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiimiiiimiiiiimmiiiiimiiiiiiii “ i. Jiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimimiimn árum fyrir Krist var hann færður og látinn koma næstur Janúaríusi. Seinna var marzmánuður látinn vera fyrsti mánuður ársins og þá var Febrú- aríus aftur seinasti mánuðm'inn. Nú er hann orðinn fastur í sessi sem ann- ar í röðinni. En fjórða hvert ár er einum degi bætt við hann; venjulega hefur hann 28 daga en fjórða hvert ár 29 daga. Hann er því óákveðnasti mánuðurinn og mestur hringlandi, alveg eins og veðrið er oft í febrúar- mánuði. Febrúaríus nafnið er dregið af há- tíð hjá Rómverjum, sem hét Febrúa; það var nokkurs konar hreinsunar- hátíð. Þriðji mánuðurínn heitir Martius eftir stríðsguðinum. Hann er tákn- aður með mynd af hraustlegum manni, sem ekur í kerru með tveimur hrossum fyrir. Hrossin heita „Skelf- ing“ og „Flótti“. Maðurinn er í her- klæðum. Rómverjar álitu, að guðinn Martius gæti nærri því allt, af því liann var svo sterkur, þeir báðu hann að gefa regn í þurrkum og flýðu til hans í bæn með öll sín vandræði. Þeir fórnuðu lionum hesti, kind, úlfi og gammi. Þegar hermenn fóru í stríðí báru þeir með sér fulla grind af liænsnum, sem voru helguð Martiusi; áður en þeir byrjuðu að berjast gáfu þeir þessum hænsnum mafs og horfðu 3

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.