Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1961, Page 6

Æskan - 01.01.1961, Page 6
ÆSKAN Skólaskip. Þetta er nýjasta skólaskip Vestur-þýzku stjórnarinn- ar fyrir ung sjóliðsforingjaefni. Skipið er 1760 tonn að stærð með hjáipardieselvél, sem getur tryggt því 4—5 mílna hraða. Lengd skipsins er 81,26 metrar og breiddin 12 metrar, % en dýptin er 4,85 metrar. ij ú þau til þess að sjá, hvort þau ætu með lyst eða vildu ekki, það sem þeir gáfu þeim. Et þau átu með lyst, tákn- aði það sigur; ef þau átu ekki, var það .fyrirboði ósigurs. Apríl heitir fjórði mánuðurinn, það er engilfögur gyðja, sem táknar vorið. Hún fer á eftir vagninum, sem Martius ekur í og dreifir vatni yfir jörðina, til þess að eyða rykinu og búa undir lífgun grasanna og endur- fæðing blómanna. Næst á eftir Apríl kemur gyðjan Maria; faðir hennar hét Atlas. Þessi Atlas var svo sterkur að hann bar all- an heiminn á herðum sér. Hann átti sjö dætur, sem áttu heima í fjalli. Maria var frægust þessara systra af því hún átti son, sem hét Mercurius, en hann var fljótur að hlaupa og fór allar sendiferðir fyrir guðina og gyðj- urnar frá himninum til jarðarinnar. Júpíter, sem var faðir allra guðanna, tók. Mariu og systur hennar og lét þær allar rétt hverja hjá annarri eins og stjörnur á himninum; þær eru all- ar til samans kallaðar „Sjöstjarnan". Það er sagt, að ekki sjáist nema sex, ein þeirra sé ósýnileg vegna þess að hún giftist manni, sem hét Sisyphus, en þessi maður hafði verið dæmdur til þess að velta þungum steini upp eftir brattri lilíð um alla eilífð. Þess vegna hylur konan hans, £in af systr- unum sjö, andlit sitt af sorg. Sjötti mánuðurinn heitir Júníus. Sumir segja að hann heiti eftir Júnó, aðrir að hann heiti eftir manni, sem hét Júníus. Júnó var kona Júpíters; liún var frábærlega falleg, en logandi hrædd um Júpíter fyrir öllu kven- fólki. Hún ók í glæstri kerru með tveimur stoltum páffuglum fyrir. Maðurinn, sem sumir segja að júní- mánuður heiti eftir, var stór og sterkur, stoltur, grimmur og harð- lyndur. Ef júní heitir eftir honum, þá líkist hann ekki nafni. Júlímánuður á langa sögu; hann heitir Júlíus eftir Júlíusi Cesar, sem var keisari Rómverja. Þegar árið byrjaði með marz var júlí fimmti mánuðurinn í röðinni og Rómverj- ar kölluðu hann Quintus, sem þýðir sá fimmti. Júlíus Cesar breytti þessu og setti hann þann sjöunda í röðinni. En þá átti Quintus ekki við. Þess vegna varð að breyta nafninu. Af því keisarinn var fæddur í þeim mánuði kallaði hann mánuðinn sínu eigin nafni, Júlíus. Ágúst hefur líka langa sögu. Á eft- ir Júlíusi Cesar varð frændi hans keisari; hann hét Octavíus. Rómverj- ar breyttu nafni hans og kölluðu hann ÁgústuS, sem þýðir hinn göfugi eða tignarlegi; svo var áttundi mán- uðurinn nefndur eftir honum. í júlímánuði var 31 dagur, en ekki nema 30 í ágúst. Rómverjar liéldu, að Ágústus keisari sæi ofsjón- um yfir því að Júlíus Cesar hefði ein- um degi fleiri í sínurn mánuði en Ágústus hafði í sínum; þess vegna tóku þeir einn dag frá febrúar og bættu honum við ágúst. Ágústus keis- ari var mikill og góður maður; hann kom á friði og sættum alls staðar þar sem hann gat; hann studdi bókmennt- ir, listir og vísindi; kom upp bóka- söfnum og skólum. Á stjórnarárum hans fæddist Kristur. Níundi mánuðurinn heitir septem- ber. Septem þýðir sjö, og nafnið er því ekki rétt. Þegar Rómverjar höfðu gefið einum mánuðinum nafn Ágúst- usar keisara álitu Jieir ekki að nokk- ur annar maður yrði verður þess að nefna nokkurn mánuð eftir honum. Þið munið eftir því að marz var einu sinni fyrsti mánuður ársins. Þá var auðvitað september sá sjöundi. Þegar janúar varð aftur sá fyrsti þá varð september sá níundi og nafninu á honum var aldrei breytt; sama er með október, sem þýðir sá áttundi, þótt hann sé sá tíundi; nóvember, sem þýð- ir sá níundi, þótt hann sé sá ellefti og desember, sem þýðir sá tíundi, þótt hann sé sá tólfti.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.