Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1961, Page 9

Æskan - 01.01.1961, Page 9
ÆSKAN GRIKKLANÐ. Nú stefndi flugvélin í austur. Þarna mitt í bláu hafinu voru nokkr- ar litlar eyjar. Það var það fyrsta, sem pabbi og börnin sáu glitta í af Grikklandi. „Nú verðurn við að muna eftir að flýta úrunum urn eina klukkustund," sagði pabbi, „því að við höfum flog- ið svo langt austur, að klukkan í Grikklandi er einum tíma á undan klukkunni í Róm.“ „Nú, svo að það var þess vegna,“ sagði Sören. „Hvað var þess vegna?“ spurði pabbi. „Jú, þegar ég leit á ferðaáætlunina okkar,“ sagði Sören, „þá gat ég ekki skilið, hvers vegna það tók fjóra tíma að fljúga frá Róm til Aþenu, ©úfjwoe n ©uþiiú. naTÍ öúpcjoe n ©upiú ki éonKÚðri pé 8upó; 'H ©upiú á9noe tö 9aYnTOi Yiotí nðeXe nenóvi. —©éAu piá <pÉTa( éAeye. Ein blaðsíða úr lestrarbókinni. '^KbkhKhKhKbKhKhKhKHKHKHKKHKí en aðeins tvo tíma frá Aþenu til Rómar. En nú skil ég það betur.“ Nú voru þau komin yfir Grikk- land. „Hérna er sannarlega eyðilegt," sagði Anna. „Þarna sést ekki eitt einasta tré, aðeins rauðir klettar. Og þarna eru hvorki hús né sveitabæir." „Já, ]rað er eyðilegt víða í Grikk- landi,“ sagði pabbi. „Það er í fyrsta lagi af því að svo lítið rignir og í öðru lagi vegna þess að allur geitafjöldinn, sem hér er, étur það litla sem vex af runnum og í þriðja lagi vegna þess, að það, sem hér var af skógunr áður fyrr, liefur verið höggvið upp og ekk- ert hugsað um að planta nýjunr trjám. Hérna sérðu líka tæplega dreifða bæi eða hús, því að flestir búa í þorpum." Fjórum tímum eftir brottförina frá Róm kom flugvélin til Aþenu. Flugvöllurinn liggur við sjóinn og þar var kæfandi hiti. Þau óku eftir breiðum, nýjum vegi til borgarinnar. Hún liggur á sléttu, fimm kílómetra frá hafinu, og er algerlega umkringd fjöllum. Börnin fundu það fljótt, að það var sem væru þau komin til annars heinrs. Það var hægt að sjá það á fólkinu. Pabbi sagði, að ef Grikki hristi höf- uðið, þá þýddi það já. Og það var hægt að sjá það af mörgu á götunni. Farþegarnir voru ekki aðeins inni í sporvögnunum, sem voru mjög gamal- dags, heldur hengu þeir líka utan á vögnunum, þótt nóg rúnr væri inni í þeim. Og aftan á vögnunum sat næst- um alltaf drengur, sem var að flýta sér. Það þarf nefnilega enginn að greiða fargjald, sem liangir utan á sporvagni í Aþenu. Aðalgöturnar í Aþenu eru breiðar og malbikaðar, en ef maður beygir inn á einliverja litla hliðargötuna, þá er þar varla gangstétt. Gatan er ákaf- lega holótt — já raunverulega er hún aðeins troðningur. En þrátt fyrir hol- urnar aka þar bifreiðar svo að hundr- uðunr skiptir. Þær hossast og skrölta, svo að lirein ósköp eru á að horfa, en það er auðvitað erfitt að halda bifreið í lagi, þegar hún þarf að aka á svona götum. Fyrir meira en 2000 árum var Aþena ákaflega fögur borg. En líkt og í Róm eru nú aðeins rústirnar einar eftir af hinum miklu hofum og byggingum. Pabbi og börnin heim- sóttu fyrst Akrópólis. Það er hæð, senr hefur sig yfir borgina og efst á henni eru miklar rústir. Þar eru leifarnar af hofi Pallas Aþenu, Parþenon, sem byggt var eingöngu úr hvítum marmara og einnig af litlu hofi, sem heitir Nikehofið. „Ef við hefðum verið hér fyrir 2400 árum,“ sagði pabbi, „þá hefðum við ekki séð svo stóra borg, sem við sjá- um nú. En við hefðunr séð borg, sem þá hafði raunverulega þýðingu fyrir allan heiminn, því að þá var „heim- urinn“ aðeins löndin hér við Mið- jarðarhafið. Horfið nú í kringum ykkur, horfið á allar rústirnar og notið imyndunar- aflið. Sjáið þið ekki fyrir ykkur þessi risastóru liof og myndastytturnar fögru? Og þjóðin, liún þjálfaði lík- ama sinn, það sést á því, að Grikkland er föðurland íþróttanna. Hérna köst- uðu menn kringlu, hlupu í kapp og kepptu í spjótkasti. En það gerðu menn ekki til þess að vinna sér inn peninga — heldur vegna heiðursins. Já, það var yndislegt í Aþenu fyrir 2400 árum.“ KRAKKAR! Sendið mér 50 eða fleiri islenzk frimerki og 3 kr. í ónotuðum frímerkjum, og þið fáið i staðinn þrefalt fleiri mismunandi útlend frimerki. Páll Gunnlaugsson, Veisuseli, Fnjóskadal, Suður-Þingeyjarsýslu. 7

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.