Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1961, Qupperneq 11

Æskan - 01.01.1961, Qupperneq 11
ÆSKAN Á ÚTISKEMMTUNINNI. Það var heitur sumardagur. Það var ágætt veður fyrir úti- skemmtun. Það lá ósköp vel á Manga og Sóiveigu. Þeim ])ótli gaman að vera inni í skóginum. Það var gott piáss fyrir úti- skemmtunina. Faðir ])eirra og móðir voru ]>ar. Galsi og Gletta voru þar. Þau skemmtu sér öll ágæt- lega. Þau átu eggin kín. Þau átu brauðið og smjörið. Þau átu sætabrauðið. Þau átu allt nestið. Og þau drukku mjólkina. . Sólveig sagði: „Þetta var góð máltíð.“ Mangi sagði: „Ágæt máltið.“ Faðir þeirra sagði: „Það var fjarska, fjarska góð máltið.“ En Galsi og Gletta sögðu ekk- ert. Þau sáust ekki. Mangi sagði: „Hvar er Galsi? Hvar er Gletta? Þau eru ekki hérna.“ Aílir sögðu: „Við verðum að l'inna Galsa' og Glettu." Svo fóru ]>au öll að leita að Galsa og Glettu. Loksins sáu þau Glettu. Hún var að elta fallegan fugl. Sólveig sagði: Gletta! Þú mátt aldrei elta fugla! Aldrei, aldrei, aldrei!“ Gletta sagði: „Mjá, mjá!“ Svo sáu þau Galsa. Hann var að busla í vatni. Hann buslaði og skvampaði og skvampaði og buslaði. Mangi og Sólveig sögðu: „Mamma, megum við fara og vaða út i vatnið?“ „Já,“ sagði mannna þeirra. „Það er gaman að vaða úti í vatninu." Gletta vildi ekki fara út í vatnið, liún var hrædd við það. En Mangi, Sólveig og Galsi skvömpuðu og busluðu i vatn- inu. Þau husluðu og skvömpuðu í vatninu, ]>angað til tími var kominn til þess að fara heim. Mamma heiur sagt mér, að eldri bróðir minn, Jack, hafi gætt mín af mjög mikilli nákvæmni, nærri því eins og hún sjálf. Kæmi fyrir að pabbi og mamma færu út á kvöldin, þá fengu þau stúlku til að vera hjá mér, en Jack var alltaf með öndina í hálsinum yfir því, að hún gætti mín ekki nægilega vandlega. Að lokum var ákveðið, að hann skyldi einn gæta mín. Ef ég fór að skæla, þá fór hann í baðsloppinn hennar mömmu og tók mig upp, svo að ég skyldi halda að þetta væri hún. Auðvitað man ég fátt lrá þessum tímum. Við mamma vorum einar heima allan daginn, því drengirnir vorn í skóla. Ég minnist þess, að ég hoppaði um í stofunni eftir hljómlistinni úr viðtækinu, en það var opið mikinn hluta dagsins. Mamma söng oft og dansaði með mig, því henni þótti alveg eins gaman að því og mér. Ég held nærri því að ég hafi getað dansað áður en ég var fyllilega búin að læra að ganga. Flesta morgna las mamma með mér í stafrófskverinu á meðan við borðuðum morgunverð. Vegna kennslu mömmu kunni ég þó nokkuð í litlu margföldunartöfl- unni áður en ég varð þriggja ára, og ég vissi hve margir dagar voru í vikunni og hve niargir mánuðir voru í árinu. Þegar ég var þriggja ára, hélt mamma að ég myndi hafa gaman af að fara í dansskóla. Sjálfri hafði henni þótt ákaflega gaman að dansa þegar hún var lítil, en foreldrar hennar leyfðu henni það ekki. Henni fannst því sanngjarnt, að ég fengi að njóta þeirrar ánægju, sem hún hafði farið á mis við. Einn af viðskiptavin- um pabba í bankanum átti ágætan dansskóla og í lionunt var sérstök deild fyrir smákrakka, og mamma fór með mig þangað í danstíma í hverri viku og sat á bekkn- um við þilið með hinum mæðrunum, og þær horfðu á okkur trítla himinglöð aftur og fram um gólfið. Ó, hve mér þótti vænt um þessa danstíma. Ég man svo vel eftir þessum dansskóla, einkum daginn, sem þangað kom leitari frá kvikmyndunum, því að það varð upphaf þess, að ég fór að leika í kvikmyndum. Það var uppi fótur og fit vegna komu hans, og allir höfðu komið í sínum fínasta skrúða, nema ég kom í gamla kjólnum mínum, því við vissunt ekkert hvað til stóð. Þegar mamma heyrði að þangað væri væntanlegur maður frá kvikmyndunum, sem væri að leita að barni til að leika, þá fór hún með mig út aftur. Mamma var búin að setja bílinn í gang og var að fara af stað með mig heim, þegar danskenn- Shirley Temple ásamt manni sínum, Charles Black, og börnum þeirra: Lori 3ja ára, Susan 9 ára og Charles 5 ára. — „Mínar ánægjustundir á ég með börnum mínum og eiginmanni," segir frú Black (Shirley Temple). 9

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.