Æskan - 01.01.1961, Qupperneq 15
ÆSKAN
1% T Ú ER tækifæri að nota snjóinn af kappi, ykkur
111 til gagns og skemmtunar. Þið skuluð búa til snjó-
| U kerlingar, hlaða snjóhús, reisa vígi og fara í snjó-
X V kast. Þó skuluð þið allra helzt fara á skauta eða
skíði. — Eigið þið skauta eða skíði? — Ef ekki, þá
verðið þið lielzt að finna einhver ráð til að eignazt
annað hvort þeirra, svo að þið getið haft sem fyllst not
af jafn dásamlegu leikfangi og heilbrigðismeðali sem
svell á tjörnum og snjór í brekkum er.
Það er langtum meiri vandi að læra á skíðum en á
skautum, og þess vegna birtum við hér nokkrar ráð-
leggingar til þeirra, sem hugsa til skíðaferða í vetur.
Þegar þið farið í fyrsta sinn að ganga á skíðum, hafið
þið þau alveg samsíða og sem allra minnst bil á milli
þeirra. Þið skuluð ekki hlaupa á skíðunum né bera
fæturna ótt og títt, heldur taka löng skref og lyfta skíð-
unum ekki frá snjónum, heldur láta þau renna eftir
honum. Þegar þið eruð komin á ferð, á annað skíðið að
renna áfram, meðan hinu er stigið fram, ef færi er sæmi-
legt.
Þegar þið rennið ykkur niður brekku, liafið þið vinstri
fót lítið eitt framar en hinn. Líkamsþunginn hvílir að
mestu leyti á liægra (aftara) fæti, en vinstra skíðið, sem
Vetur á fjöllum.
ÆSKAN
ber lítinn þunga, er notað til að þreifa fyrir sér með.
Þið verðið að vera mjúklega bogin í hnjám og mjöðm-
um, svo að bolurinn lýtur dálítið fram. Líkaminn verður
að vera stæltur og fjaðurmagnaður, svo að hann haldi
jatnvægi á ferðinni.
Ykkur er afar nauðsynlegt að æfa ykkur rækilega í að
stýra skíðum, hafa vald á þeim og geta dregið úr ferð-
inni, ef með þarf. Þið getið gert það með því að halda
báðum stöfunum saman með báðurn lröndum öðrum
megin við ykkur og draga þá síðan í snjónum. Ef þið
notið aðeins annan stafinn, má hamla með lionum á
sama hátt.
Ef þið þurfið að fara upp brattari brekku en svo, að
þið getið gengjð á skíðunum á venjulegan hátt, er um
tvær aðferðir að ræða. Önnur er sú, að beita skíðistánum
skáhalt út og upp í brekkuna, sinni til hvorrar hliðar,
svo að stefna fótanna verði eins og á mjög útskeifum
manni. Síðan er þannig gengið upp, að skíðinu er lyft
frá snjónum við hvert skref. Hin. aðferðin er að ganga
út á hlið. Sjálfsagt er að velja hægustu leið upp brekkur.
Ef þið farið rétt að, er veturinn dásamlegur tími til
leikja, engu síðri en sumarið.
Vetrarmynd úr Mosfellssveit.
!Nú. er tsekiíserí. Þeir, sf^erast nú um þessi áramót kaup-
—-------------------- endin' ^^^NAR, og borga yfírstandandi
árgang við þöntun, fá í kaupbceti s a arSang ÆSKUNNAR á meðan
upplag endist. Athugið þetta kos^ strnx í dag! Skrifið eða komið.
Árgangurinn kostar aðeins 45 kró* 0,?1 °g unglingar! Minnizt þess,
að ÆSKAN er ykkar blað, og stœrsta og ódýrasta unglingablað
landsins. Sýnið jafnöldrum ylikar i S^œsilega blað. Afgreiðslan er i
Kirkjutorgi 4, simi 14235, pósthólf
ÆSKAN inn á hvert drnaheimili Bandsins!