Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1961, Síða 19

Æskan - 01.01.1961, Síða 19
ÆSKAN Sigrún Sveinsson flugfreyja er innborinn Rcykvíkingur, dóttir Olgu og Gústafs A. Sveinssonar hæstaréttarlög- nianns. Sigrún ólst upp í <4=* <-$-■> ★ Flugbók Xok Æskunnar <4=^ Reykjavík og fór að loknu barnaskólanárni i Menntaskól- ann í Reykjavik og lauk stú- dentsprófi voriS 1954. Samsum- ars sigldi Sigrún til Þýzkalands og innritaðist í háskólann i Hamborg með bókmenntir og ]>ýzku sem aðalnámsgreinar. Við Hamborgarháskóla var Sig- rún við nám i fjögur ár. Hún kom til íslands vorið 1959 og réðst ])á strax til Flugfélags ís- lands sem flugfreyja. Nokkru eftir lieimkomuna hóf liún að ]>ýða íslenzku liegningarlögin á ]>ýzku i fristundum sínum og lauk því s. 1. ])aust. Eftir það hlaut hún réttindi sem dóm- túlkur og skjalaþýðandi i þýzku. Sigrún hefur víða ferð- azt, bæði á námsárum sinum og siðar með „Föxum" Flugfé- lags íslands. Skemmtilegasta flugferðin, sem bún hefur far- ið, var ferðin til Rómar s.l. sumar, á Ólympiuleikana. Fljúéandi líranar. Mammúta-þyrilvængjur eru hin nýju flutningafurðuverk iðnað- arins. Þegar þyrilvængjurnar sáust fyrst, urðu þær uðhlátursefni flestra. En tiú er svo komið, að allir liljóta að viðurkenna notagildi þeirra. Þyrilvængjur eru ómetanlegar til að koma skipbrotsmönnuin til hjálpar, bjarga fólki, sem villzt liefur í skóglcndum eða situr hjálpar- vana í fjallatindum. í heim- skautalöndunum, þar sem is og snjór getur hindrað lcndingu venjulegra flugvéla, koma þyr- ilvængjur að góðum notum og bjarga stundum mönnum, sem ella væru dauðans matur. í iðnaðinum hafa menn sífellt verið að finna ný svið fyrir hyrilvængjuna. Sem risar, með geysilcgum lyftikrafti, taka þessir fljúgandi kranar t. d. heilt tréhús upp og flytja það létt og örugglega, þangað sem það á að flytjast. Á Jiennan hátt er t. d. luegt að flytja hús, sem framleidd eru i fjöldafram- ieiðslu upp í hásléttur, sem ó- gerlegt væri eftir venjulegum leiðum. Oft eru þcssir fljúgandi kran- ar úthúnir með tvöföldum, geysiöflugum gripklóm. Styrk- ur ]>eirra nær upp í 1000 hest- öfl. Geysi skógareldar eða kvikni í skýjakljúf, er hentugt að nota þyrilvængjur til þess að sprauta kolsýruvökva á eldinn á stöð- um, sem illt er að komast að. Þyrilvængjurnar spara bæði tima og peninga í þágu iðnað- arins. Mörg útgerðarfélög nota einnig þyrilvængjur til að ferma og afferma stór skip án þcss að þau leggist að bryggju og spara með því há hafnar- gjöld. Ennþá bíða þyrilvængjanna ókannaðir möguleikar og verk- efni, og alltaf cru þær smíðað- ar stærri og stærri. Til dæmis er nú verið að smíða einn slík- an fljúgandi krana 28 tonna. Hann mun vera knúinn af 4 túrbínum og því liafa geysileg- an lyftikraft. ☆ Viktor Aðalsteinsson flugstjóri er fæddur á Akureyri 5. apríl 1922. Þar og að Litla- Hamri í Eyjafirði ólst hann upp. Að loknu barnaskólaprófi fór Viktor á Laugaskóla í Þingeyjarsýslu og lauk þaðan prófi. Viktor gekk snemma i Svif- flugfélag Akureyrar, sem á þessum árum hélt uppi þrótt- mjklu starfi. Árið 1942 tók hann sin fyrstu próf í svifflugi og svo hvert af öðru allt til C- prófs. Vorið 1945 fór Viktor i Flugskóla Akureyrar og var fyrsti nemandi þess skóla sem laulc A-prófi. Hann fór til Reykjavíkur og stundaði nám við flugskólann Pegasus. Lauk atvinnuflugmannsprófi 1948. Vorið 1949 lióf Viktor störf bjá Flugfélagi íslands, fyrst sem flugmaður á Grumman flugbáti félagsins, sem stað- settur var á Akureyri, og flaug þaðan til staða norðan lands. í ársbyrjun 1950 fór Viktor til Bretlands, þar sem hann lærði blindflug og lauk prófi. Næsta vetur starfrækti hann svo flug- skóla á Akureyri og starfaði hann til vors 1953, er Viktor fluttist til Reykjavíkur og réðst fastur flugmaður hjá Flugfé- lagi íslands. Hann hefur flogið öllum flugvélum félagsins, sem nú cru starfræktar, varð fljót- lega flugstjóri á DC-3 og er nú flugmaður á Viscount-skrúfu- ]>otum félagsins. Hann var einn þeirra flugmanna, sem var á skólum i Brctlandi i sambandi við kaup Flugfélags íslands á „Gullfaxa" og „Hrímfaxa“ og lauk ]>á prófum hjá Loftferða- eftirlitinu brezka. 17

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.