Æskan - 01.01.1961, Qupperneq 22
ÆSKAN
WRIGHT BRÆÐURNIR
Framhaldssaga í myndum.
FYRSTA TEIKNINGIN. ítalska ofurmennið Lconardo da Vinci ritaði fyrstu nákvæmu rit-
gerðina um vélrænt flug árið 1505. Hann teiknaði ennfremur fyrstu flugvélina, sem hann
grundvallaði á flugi leðurblökunnar. Hann flaug einnig litlum svifflugum og hugsaði upp
hagnýta falihlíf. — LOFTBELGIR. Maðurinn hefur í margar aldir flogið stuttar vegalengd-
ir með flugdrekum, loftbelgjum fylltum heitu lofti og vetni, og svifflugum. Árið 1851 tókst
Frakkanum Henri Giffard að fljúga i gufuknúðum ioftbelg. En loftbelgir gátu ekki sigrað
Iiáioftin. Það varð að híða flugvélar Wrights bræðranna. — FYRSTA FLUGTILRAUNIN.
Óhagstætt veður og vélargallar töfðu fyrir fyrstu tilrauninni, sem bræðurnir ætluðu að
gera í september 1903. Tiiraun, sem þeir gerðu 14. desember, mistókst þegar flugvélin
stanzaði og féil, er hún hafði verið 3% sekúndu á iofti. En bræðurnir misstu ekki kjark-
inn, heldur gerðu strax við flugvélina aftur. Framhald.
Steingleymdi því.
Unnur litia var komin í lieim-
sókn til nágrannakonunnar og
liún var venju fremur kyrrlát
og iiugsandi, svo að konan
sagði:
-— Um hvað ertu að hugsa,
Unnur mín?
— Hún hfamma sagði mér,
livað ég ætti að segja, ef 1>Ú
skyldir bjóða mér köku, en nú
hef ég steingleymt ]>vi.
ffl
Með Nælon-hár.
Jón var fjögurra ára l>egar
iiann eignaðist litla systur. f
fyrsta skipti, sem Jón sá iiana,
sagði iiann:
— Sko, hún er með nælon-
hár.
Veiztu það?
SVÖR: 1. 1. september 1939.
— 2. 10. maí 1940. — 3. 17. júní
1944. — 4. Árið 1915. — 5. Nei.
— 6. Moidvarpan. — 7. Smitli.
— 8. 22. júlí. 9. Rauður á lit. —
10. Enskur spunamaður, James
Hargreaves.
Við óskum öilum útsölumönnum, kaup-
endum og lesendum „Æskunnar" gleði og
farsældar á komandi ári, og þökkurn öll
samskipti á liðnu ári.
Með síðasta jólablaði, sendum við póst-
kröfu til þeirra, sem skulduðu síðasta ár-
gang. Margir þeirra hafa þegar greitt sinar
kröfur, en því miður hafa nokkrir endur-
sent þær, og neitað að greiða árgjaldið,
eftir að hafa þó tekið á móti blaðinu allt
árið. Slíka framkomu hörmum við, og vild-
um óska, að hún endurtaki sig ekki á
næsta ári.
Að gefnu tilefni skai enn einu sinni á
það bent, að úrsögn úr „Æskunni“ er bund-
in við áramót.
I>á vil ég þakka öilum kaupendum, sem
greitt hafa blaðið skilvíslega, en sérstak-
lega hinum mörgu útsölumönnum, fyrir
þeirra rniklu vinnu við útbreiðslu og inn-
heimtu á blaðinu um skemmri eða lengri
tima.
Eins og venjulega um hver áramót, hætta
stundum eldri systkini starfi sínu, þegar
20
framhaldsskólarnir kalla, en yngri taka
við. Þökkum við þeim eldri þeirra störf
og bjóðum þá nýju velkomna til samstarfs.
☆
Sérstaklega söknum við tveggja eldri
útsölumanna, sem nú liverfa frá starfi,
en báðir hafa þeir tryggt „Æskunni" nýja
starfskrafta.
Guðmundur B. Árnason, Bjarnarstíg 11,
Akureyri, mun liætta um þessi áramót.
Hann tók við blaðinu fyrir mörgum ár-
um, þá í mestu niðurlægingu, en eftir
stuttan tima var kaupendatala hans kom-
in upp í 600. Sú aukning kostaði liann mörg
spor um Akureyrargötur, því hvert hús
lieimsótti hann, en ánægjan af velheppn-
uðu starfi var lionum meira virði en pen-
ingarnir, sem hann fékk í ómakslaun.
Hinn útsölumaðurinn er Guðmundur
Einarsson í Hnífsdal. Hann hefur verið út-
sölumaður blaðsins i 46 ár. Sennilega slær
hann öll met á því sviði. Traustur i orði
og verki hefur liann reynzt i þau 32 ár,
sem við höfum kynnzt. Haldið kaupenda-
lölu sinni við og bætt í skörðin, þegar ein-
hverjir liafa horfið úr hópnum eða flutt í
burtu.
Báðum þessum traustu heiðursmönnum,
færi ég innilegustu þakkir fyrir langt og
ánægjulegt samstarf, bæði frá mér per-
sónulega og í nafni „Æskunnar".
Eitt sýmskorn.
Héraðslæknir segir frá. Dag nokkurn, er
ég hafði viðtalstima, biðu svo margir, að
biðstofan var full, og svona er það yfir-
leitt alltaf. En þegar ég var að skoða
mann einn, sem þjáðist af meltingartrufl-
unum, hringdi siminn. Það var fátækur
verkamaður, sem bjó fyrir utan bæinn og
átti sjö börn.
„Börnin mín eru öll veik,“ sagði hann.
„Þetta er sjálfsagt élnliver farsótt. En af
því að ég veit, að læknirinn hefur mikið
að gera, gct ég varla búizt við, að hann
megi vera að því að koma út eftir. Og
af því að það tekur einnig tíma að skoða
öll börnin, datt mér i hug að spyrja lækn-
inn, livort ég mætti ekki koma með eitt
sýnishorn.“
Nýjir kaupendur að næsta árgangi „Æsk-
unnar“ fá jólablað og síðasta árgang i
kaupbæti, meðan upplag endist.
Árgangurinn kostar 45 krónur. Greiðsla
verður að fylgja með pöntun. — Skrifið
nöfn ykkar og heimilisföng greinilega á
pöntunarseðlana.
Tilkynnið bústaðaskipti og vanskil.
Við treystum nú á dugnað ykkar allra til
að afla „Æskunni“ nýrra kaupenda á
komandi ári. Með beztu nýárskveðju,
Jóhann Ogm. Oddsson.