Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1963, Blaðsíða 11

Æskan - 01.02.1963, Blaðsíða 11
1 aheyrn allra skólapiltanna!“ mælti hann og espaði sig íteldur en ekki. »kg get ekki mótmælt þvi, sem hann segir,“ anzaði Mell titrandi , „því það er hverju orði sannara." »Nú, svo þér hafið þá laumazt inn í Salem House í þeirri góðu trú, að það væri einhver fátækrastofnun, herra Melll... Nei, þar skjátlast yður; þér verðið að hypja yður burt liéðan úr skólanum sem allra fyrst!“ »Helzt tafarlaust, herra Creakle," anzaði Mell og fór ah láta niður pjönkur sínar. Andartaki síðar var hann ferðbúinn, og áður en hann yiirgaf okkur, sagði hann: »Þess bezta, sem ég get óskað yður, Steerforth, er, að þér skammizt yðar einhvern tíma fyrir það, sem þér hafið gert í dag. . . . Ykkar hinna mun ég alltaf minnast með hlýjum hugal“ Síðan klappaði hann aftur á kollinn á mér og yfirgaf íialem House með litla böggulinn sinn undir hendinni. Þegar hann var farinn, hélt Creakle stutta ræðu fyrir minni Steerforths og þakkaði honum fyrir, að hann hefði hjargað heiðri skólans, og við drengjagarmarnir, sem þekktum ekki muninn á réttu og röngu, bárum svo mikla lotningú fyrir Steerforth, að við hrópuðum húrra iyrir honum. Það var þó einn piltur, sem ekki tók þátt í þessum húrrahrópum, og það var Traddles. Hann grét í stað þess að æpa, en Creakle tók líka duglega í lurginn á honum og lamdi hann, áður en hann fór frá okkur. Vesalings Traddles! Hann lá dálitla stund með höfuð- H') íram á borðið, en svo reis hann aftur upp og fór að teikna beinagrindur. Og þegar einhver spurði hann, hvernig honum liði, anzaði hann, að það gleddi sig, að hann hefði verið barinn, því að Mell hefði verið mis- þyrmt. »Misþyrmtl“ kallaði Steerforth. „Hver hefur þá mis- þyrmt honum?“ »Það gerðir þú,“ anzaði Traddles. ”^n ... hvað hef ég þá gert?“ »Þú hefur sært tilfinningar hans og gert hann atvinnu- lausan!“ »rilfinningar hans! .. . Og ætli þær jafni sig ekki aftúr, skrækjudósin þín?. .. Og atvinna hans, sú var nn beysin ... eða hitt þó heldur! . .. Þér finnst sjálfsagt, ‘ eg ætti að skriía heim og biðja um peninga handa n°num ... eða hvað?“ Við hlógum allir að Traddles, en hældum Steerforth a hvert reipi. En um kvöldið, þegar ég háttaði, var ég Samt fjarska eyðilagður yfir því, sem komið hafði fyrir, °g þá virtist mér framkoma Steerforths ekki eins fögur °g mér hafði þótt hún um daginn. 1-n daginn eftir, þegar ég sá hann meðal drengjanna huflegan og mannborulegan eins og vant var, leit ég „Ég átti við, að Steerforth ætti ekki að nota aðstöðu sína sem uppáhaidspiltur hér til að móðga mig.“ aftur upp til hans eins og hetju og verndara, rétt eins og hann væri lieill þjóðhöfðingi, sem væri í heiminn bor- inn til þess að stjórna og gefa öðrum fyrirskipanir. Næstu dagar voru tilbreytingalausir og sjálfum sér lík- ir. Þar skiptust á lexíur og flengingar, flengingar og lex- íur allan liðlangan daginn. Spjaldið var Creakle fyrir löngu búinn að taka af bakinu á mér, af því að það var fyrir, þegar átti að berja mig. En annars gat ég ekki sagt, að ég yrði harðara úti en hinir drengirnir. Það var einu sinni síðdegis, þegar Creakle hafði þjáð okkur alla og kvalið ósköpin öll, að dyravörðurinn rak allt í einu nefið inn í kennslustofuna og kallaði: „Það eru komnir gestir að finna Copperfieldl" Mér var undir eins skipað að fara upp á loft og láta á mig hreinan kraga og koma síðan niður í borðstofu, þar sem gestinum eða gestunum mundi verða boðið inn. Þegar ég skömmu seinna stóð við borðstofudyrnar, var ég ákaflega eftirvæntingarfullur. Skyldi það nú vera mamma eða ef til vill ungfrú Murdstone? Ég opnaði dyrnar varfærnislega, og þar stóðu góðvinir mínir, herra Peggotty og Ham. Ég varð svo himinlifandi, að ég gat ekki að mér gert að skrikja af gleði, um leið og ég flýtti mér að heilsa þeim með handabandi. Þeir þrýstu hönd mína báðir tveir og hlógu álíka dátt og ég sjálfur. Framhald. 43

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.