Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1963, Blaðsíða 24

Æskan - 01.02.1963, Blaðsíða 24
ROBBI OG PAPPÍRSRIGNINGIN 4. Þegar Robbi lileypur af stað til mannsins, sér hann að liann heldur líka á miðum. „En hvað hann er lítill," hugsar Robbi. „Ha'nn er svo lítill, að hann gæti verið tindáti. Halló! Biddu svolítið." Þegar hann kallar, hrekkur maðurinn svo við, að hann missir dálitið af miðunum. „Æ, æ, ég ætlaði ekki að gera þér bilt við,“ segir Robbi. „Ertu að safna miðunum? Sjáðu, ég fann þessa alla. Átt ]>ú ])á? Og....“ Litli maðurinn snýr sér að hon- um og ygglir sig. „Skiptu þér ekki af þessu!“ urrar hann. — 5. En Robbi vill fá leyndardóminn upplýstan. „E-en, viltu segja mér, hvað þessir pappirar eru,“ biður hann. „Hvers vegna féllu þeir allt x einu niður í kringum mig? og hver á þá?“ En litli maðurinn virðist mjög önugur. „Svona, láttu mig fá þetta, komdu með þetta,“ lirópar hann og þrífur alla miðana af Robba. „Og vertu ekki svona spurull! Við liöfum þegar lent í nægum erfiðleikum, þó að við förum ekki að eyða tímanum i að svai-a spurningum ])ínum.“ Og svo skýzt hann framhjá litla bangsanum og hraðar sér í burtu, en Robbi stendur eftir og skilur ekkert í ])essu. — 6. Hegðun litla mannsins hefur verið svo undarleg, að Robbi stendur í óvissu nokkra stund. Síðan heldur hann á eftir honum. „Það er eitthvað skrýtið við þessa pappírshríð," hugsar liann. „Hvers vegna var litli maðurinn svona æstur? Hver var hann? Hvert fór hann? Ég verð að kom- ast að því.“ Hann skokkar upp brekkuna. Hvergi sést til litla mannsins en fyrir framan hann lxlasir við vatn og tré og engi. „Hann hefur ekki verið lengi að hverfa," muldrar Robbi, þegar hann nálgast vatnið. „En þarna er eitthvað á bak við tréð, sem gáx-ar vatnið. Kannske er hann þar. Ég ætla að fara fram á vatnsbakkann og athuga það.“ HÁSKÓLANS L Stúllcur! HOLLENZKA SKÚTUGARNIÐ FLR VLL t FLÍK Fccst um land allt i fjölbreyttu úrvali. Norsk prjónablöð ókeypis með garninu. Prjóitið úr Skútuéarni SVEINN HELGASON H.F. - SIMl 14180. -----—------------------------------J 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.