Æskan - 01.02.1963, Blaðsíða 23
ÆSKAN
ið ætlaði að spyrja mömmu sína um það,
hvað bóndinn hefði verið að gera, þegar
hann tók hlutinn upp og hvers vegna hann
hefði ekki lofað þeim að vera kyrrum. En
það bara gleymdi að spyrja um það. Eins
og þú auðvitað getur ímyndað þér, þá var
það annað, sem litla lambið vildi fyrst spyrja
11 tn. — Jæja, Skeifhyrna var með lambið sitt
mni á túni. Elluturinn, sem bóndinn lyfti
var . . . . já, hvaða hlutur heldurðu að það
hafi verið? — Alveg rétt: Hliðgrind). -
Mamman hægði nú á sér, því að nú var
bóndinn farinn og leiðin lá upp í móti. Það
þótti litla lambinu erfitt, bæði vegna þess,
hvað öll liðamót voru enn stirð á því, og
svo vegna þess, að það fann svo ákaflega
nnkið til í eyrunum. Loks nam mamman
staðar. Og auðvitað staðnæmdist litla lamb-
ið líka.
„Mamma,“ sagði litla lambið um leið og
það nam staðar, „óskaplega finn ég mikið
úl í höfðinu. Bóndinn gerði eitthvað svo
laræðilega vont við eyrun á mér — æ, það
er svo sárt!“
/
„Ojá, þetta er nú gert við okkur öll, þeg-
ar við erum ung. Bóndinn kallar það að
naarka. Hann gerir það til þess að þekkja
Litla lambiö reyndi að losa sig með þvi að kippa fast
i litlu löppina sína.
„Hann skal aldrei fá að gera það við mig
aftur,“ sagði litla lambið ákveðið.
„Hann gerir það heldur ekki aftur. En
bráðum tekur hann mig og þá . . .“
„Markar hann þig?“ greip litla lambið
fram í fyrir mömmu sinni.
„Nei, en hann tekur af hárinu á mér.
Hann kallar það ull, sem hann tekur af
mér.“
„Mikið skelfing er bóndinn vondur við
okkur! Hann tekur auðvitað ullina af mér.“
Framhald í næsta blaði.
°kkur betur.
*ÍH:H:h:h:HKBKBKHKHKHKHKHKHKBKBKBKBKBKBKBKBKHKBKBKBKBKBKBKHKBK>KHKBK«BKBKBKBKBKBKBK«««««BK«B>-
55