Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1977, Side 17

Æskan - 01.11.1977, Side 17
duttu báöir ofan á Gullfoss, sem fór í kaf. Og nú komu hljóð úr horni. Rennblautir upp yfir hausa, reiðir og skælandi stóðu bræðurnir nokkra stund í miðju heims- hafinu og orguðu jivor á annan. — Þú . . . þú. . ., sagði Billi og sló til Villa en náði ekki. — Þú . . . þú. . ., sagði Villi og sló líka en náði ekki heldur. Ekki voru augnatillitin vingjarnleg, en í þeim speglaðist Kka sorg yfir hve bróðir gæti verið vondur og von um hjálp. Allir armar stóðu beint út í loftið eftir vindhöggin. Hvernig þeir komust á land eftir volkið á veraldar- sasnum var þeim víst ekki fullkomlega Ijóst. En í fjörunni voru bræðurnir að lokum og héldust í hendur. Hægt og seint þokuðust þeir upp á ströndina og studdust hvor við annan. Og víkur þá sögunni heim á bæjarhlað. Afi var að gá til veðurs. Kom hann þau auga á skrítna þúst langt niðri á túni. — Ekki þarf að spyrja að því, nú hafa strákarnir verið að vaða. Eftir því sem þústin færðist nær greindi gamli maður- inn betur hvernig ástatt var. Og nú fór að heyrast kjökur og bænakvak. — Er þetta ekki alveg eins og þegar kerlingarsauður- inn er að lesa kvöldbænina? Afi rölti niður túnið á móti strákunum, stór maður og þrekinn, hægfara sökum aldurs. Sítt skeggið blakti í blænum og duldi kátlegt bros, því að pottormarnir höfðu einhverju sinni borið upp þá tillögu, að hann litaði það blátt eða grænt. — O, litlu snáðarnir, blessaðir litlu snáðarnir. Síðan gekk hann vel fram í að koma hrakninga- mönnunum í hús og veitti aðstoð við að búa þeim þurra tilvist í hlýjum ofnkróknum. Þar stóðu þeir ósköp hljóð- látir á brókinni og hlökkuðu þó til næstu svaðilfara. Billl gekk til Villa og faðmaði hann að sér, og þeir klöppuðu hvor öðrum á bakið. En utan úr nálægu horni drundi dimm rödd: — O, litlu snáðarnir. ÆSKAN — Gjalddagi blaðsins er 1. apríl ár hvert F »inu sinni var lítill drengur, sem hét Úlfar. Hann var sjö ára gamall, þegar þessi saga gerðist, en það er nú svo tangt síðan, að enginn man ártalið lengur. Enginn man heldur nafnið á borginni, þar sem hann átti heima. bað var svo erfitt að bera það fram, að heimurinn hefur nú gleymt því. Úlfar átti engan að í heiminum nema gamla föðursystur. Mjög var hún ágjörn og harðlynd, og aldrei lét hún vel að Úlfari, nema bara á nýárs- daginn, og ævinlega stundi hún þungan í hvert skipti, sem hún skammtaði honum. Úlfar litli var svo hjartagóður að upplagi, að honum þótti vænt um 9ömlu konuna þrátt fyrir allt og allt. Ekki gat hann þó gert að því, að alltaf stóð honum geigur af stórri vörtu, sem kerlingin hafði á nefbroddinum; var hún skreytt með fjórum digrum hárum. Ekki þorði sú gamla að senda Úlfar í hreppsómagaskólann, því að allir í borginni vissu, að hún átti hús og gamlan sokk fullan af peningum; en skólagjaldið ragaói hún niður það sem hún gat. Skólakennarinn varð argur af þessu, og eins því, hve Úlfar var rifinn og illa til fara, og hann lét það allt bitna á vesalingnum munaðar- lausa. Refsaði hann Úlfari oft sak- lausum, og egndi jafnvel bekkjar- bræður hans gegn honum; voru það einkum ríkismannasynirog höfðu þeir Úlfar að skotspæni. Dró hann sig oft út í horn og grét löngum í einrúmi. Nú leið að jólum. Á aðfangadag fór skólameistarinn til óttusöngs með alla lærisveina sína. Átti hann svo að skila þeim öllum heim til sín að endaðri messu. Vetur var harður, og hafði snjór fallið að undanförnu. Komu því skóladrengirnir allir dúðaðir, meö niðurflettar hettur og í tveim eða þrem úlpum, með prjónaða belgvettlinga utan yfir gólfunum; einnig voru þeir í snjósokkum og þykkum leðurskóm. Úlfar kom skjálfandi í sömu flíkunum og hann hafði verið í allan veturinn sýknt og heilagt, og ekki hafði hann annaö á fótunum en togsokka og tréskó. Félögum hans varð matur úr þessum jólaskrúða Úlfars. Kepptust þeir um að sýna fyndni sína á að henda gaman að honum. Úlfar hafði nóg að ge-a að hugsa um kulda- bólguna á fótunum á sér, og svo önnum kafinn var hann að berja sér og blása í kaun, að varla heyrði hanh hvað þeir sögðu. Og nú var lagt af stað til kirkjunnar. 15
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.