Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1977, Page 23

Æskan - 01.11.1977, Page 23
Hæari eða vinstri Þetta er ofurlítið gáfnapróf. Lítið á myndirnar og svarið jafn- óðum viðstöðulaust hverjar af höndunum eru hægri og hverjar vinstri. Það ætti varla að taka ykkur meira en eina mínútu að svara öllum spurningum rétt. 'U)SU|A 9 — £ ue u6æq je z — l ínVHd y ÐNINGVH Svo gekk hann inn í herbergið sitt, settist á rúmið og velti málinu fyrir sér. — Það voru Ijótu vandræðin, að Steina skyldi detta þetta í hug. Og Jakob braut heilann ákaft, hvernig hann gæti komið sér undan því að gefa blóð. Ef hann fyndi ekki neina frambærilega afsökun, mátti gera ráð fyrir að honum yrði strítt, og það þoldi hann illa. Jakob sneri sér aftur að bókinni og taldi sjálfum sér trú um, að það tæki því ekki að hafa áhyggjur af þessu, en hugurinn vildi ekki festast við efni bókarinnar, svo hann gafst upp á að lesa hana og lagði hana frá sér. Einhvern veginn leið tíminn, og þegar klukkan var farin að halla í sex, ákvað Jakob að rölta niður í bæ, til að fá sér ferskt loft. Þegar hann kom þangað, bölvaði hann óheppni sinni, þegar hann sá Steina, ásamt nokkrum öðrum drengjum, koma gangandi á móti sér. Þeir höfðu þegar séð hann, svo ekki þýddi að leggja á flótta. ,,Ha!ló, Kobbi," sagði Steini, þegar þeir mættust. ..Hérna sérðu nú hrausta stráka. Við erum allir með tölu búnir að gefa blóð". ,,Það var vel gert af ykkur," var það eina, sem Jakobi datt í hug að segja. „Af hverju ferð þú ekki núna?" spurði Steini. ,,Þú getur alveg eins gert það eins og að ráfa um göturnar í ióju- leysi." Það lá við að Jakobi svelgdist á. Hann beit á jaxlinn og svaraði: „Það er búið að loka." „Nei, nei", svaraði Steini. „Það er opið til sex, svo ef þú ferð strax, þá nærðu." Þegar Jakob hikaði, sagði einn drengjanna, sem var kallaður Láki: „Ég er viss um að hann þorir ekki. Hann er hræddur um að það verði sárt." „Víst þori ég," svaraði Jakob og það var kominn Þrjóskusvipur á andlitið. „Þetta er svo sem ekki neitt." „O, víst," svaraði Láki, og datt í hug að stríða Jakobi dálftið. „Það er komið með ógurlega stóra nál, henni er stungið í lófann, undir skinnið og alveg upp að öxl. Stundum festist nálin, svo ekki er hægt að draga hana út. Þá þarf að skera, til þess að ná henni. En það hættu- legasta viö þetta er, ef ekki tekst að stoppa blóðið. Þá gæti líkaminn tæmst af því." Jakob skildi strax, að verið var að hæða hann, og hann varð ennþá þrjóskari á svip. Hann skyldi bara sýna þeim, að hann var maður fyrir sinn hatt. „Ég skal bara sýna ykkur, að ég þori." En óðara en hann hafði sagt þetta, iðraðist hann orða sinna, og ein- hver beygur gerði vart við sig í brjósti hans, en héðan af varð ekki aftur snúið, og öll hersingin lagði af stað upp á Barónsstíg, þar sem Blóðbankinn var til húsa. Drengirnir ætluðu svo sannarlega ekki að láta hann sleppa. Á leiðinni var Jakob sífellt að vona að eitthvaö það kæmi fyrir, sem ylli því að hann þyrfti ekki að gefa blóð, en ekkert kom fyrir, og Jakobi fannst hjartað síga neðar og neðar í brjósti sér, eftir því sem þeir nálguðust ákvörðunarstaðinn. Loks voru þeir komnir. Drengirnir vísuðu honum inn í herbergið, þar sem hann átti að láta skrá sig. „Hefurðu gefið bióð áður?" spurði vingjarnleg hjúkrunarkona. „Nei," kom svarið, lágt og stutt. ,,Og þú hefur verið heilsuhraustur?" „Já." Aftur kom stutt svar. Síðan var Jakob spurður um nafn og heimilisfang ásamt síma, en síðan vísað inn í herbergið, þar sem blóðtakan átti að fara fram. Honum var um og ó og langaði helst til að hlaupa frá öllu saman, en þegar hann sá fyrir sér háðsglottið á vörum drengjanna, taldi hann í sig kjark og sat kyrr. Hjúkrunarkonan virtist hafa séð einhvern óróleika í fari hans, því hún sagði vinalega: „Þetta er ekkert sárt." ÆSKAN - „Þér, Guð, sé lof fyrir gleðileg jól“ 21
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.