Æskan - 01.11.1977, Blaðsíða 66
skreytt ilmandi greniviði, sem hafði verið skorinn upp í
hlíðinni umhverfis bæinn, og Ijós loguðu alls staðar í
stofunni. Augu barnsins Ijómuðu af öllum Ijósunum, og
móðirin kyssti á hendur litla barnsins, en maðurinn strauk
hár ungu konunnar! Jólaengillinn sló strengi hörpunnar
og gleði og fögnuður ómuðu um litlu stofuna — þarna
ríkti hamingjan, og jólaengillinn sveif út um gluggann, út
í stjörnubjarta nóttina.
Hann flaug áfram inn yfir landið, yfir borgir og bæi, og
sló strengi hörpunnar og himneskir tónarnir liðu yfir höf
og lönd og boðuöu fögnuð og dýrð öllum mönnum.
Engillinn lægði flugið yfir húsi, sem stóð afskekkt uppi
við háa hlíð. Þar hafði sorgin gist því hjónin sem þar
bjuggu höfðu misst einkasoninn sinn. Engillinn settíst
þar sem enginn sá hann og sló hörpuna og huggandi
tónarnir bárust til syrgjandi foreldranna og sögðu þeim
allt sem sonurinn hefði þurft að líða hefði hann lifað. Þá
brostu foreldrarnir í gegnum tárin og þökkuðu alvitrum
guði fyrir að hann hafði tekið soninn til sín, og þau sungu
jólasálmana glöð og hughraust því sjálft jólabarnió,
guössonurinn, var fæddur í heiminn.
Jólaengillinn flaug út um gluggann; hann flaug yfir upp-
Ijómuðum húsunum og sló strengi hörpunnar, jól á himni
— jól í heimi hljómuðu fagnandi tónarnir.
Hann staðnæmdist yfir skrautlegu húsi og flaug inn um
gluggann. Þau sátu öldruð hjón södd lífdaga. Þau áttu
allt þetta mikla skraut sem umhverfis þau var hlaöið, gull
og gersemar, en svipurinn lýsti hvorki gleði né hamingju.
Þau áttu ekkert sem gildi haföi, þau áttu ekkert sem veitti
huggun og sanna gleði, enga trú, enga von. Þau sem
áttu stórt heimili hlaðið gersemum áttu ekkert.
Jólaengillinn sló hörpuna með hryggð — nei, í nótt
skyldi sungið gleðilag — fagnaðarsöngur því í nótt
fæddist sá sem gaf heiminum lífið, trúna og vonina —
hann sem fæddist í fátæklegri fjárhúsjötu, hann sem átti
þó allt — honum gaf guð allt vald á himni og jörðu.
Tónarnir fylltu skrautlega salinn og bárust inn að
hjörtum ríku hjónanna sem áttu þó ekkert, svipur þeirra
var eins og á börnum sem glatað hafa gullunum sínum,
og loks runnu tár niður vangana.
Jólaengillinn sló strengi hörpunnar, og huggandi
tónarnir fylltu sálina, og gamli maðurinn tók um hendur
gömlu konunnar.
„Það er jólanótt," hvíslaði hann. Þau voru aftur börn,
bernskuljósin voru aftur tendruð og jólaengillinn sló
strengi hörpunnar og tónarnir boðuðu dýrð og fögnuð. I
nótt voru gömlu hjónin guðsbörn.
Engilljnn flaug nú út um gluggann, hann flaug út í hina
helgu nótt, hann staðnæmdist því hann heyrði skærar
barnsraddir, sem bárust frá húsi einu út um stóran
glugga. Engillinn sveif inn um gluggann, en það sá hann
enginn því allt Ijómaði af Ijósum, og í kringum stórt jólatre
alsett Ijósum gengu börn á öllum aidri og sungu ..í
Betlehem er barn oss fætt — barn oss fætt.“
Jólaengillinn sló strengi hörpunnar og tónarnir báru
fögnuð og dýrð frá sjálfu jólabarninu sem í nótt fæddist-
Hér ríkti hátíð gleðinnar, fagnaðarins yfir komu þess i
heiminn.
Jólaengillinn flaug burt út í nóttina heilögu, sem nu
ríkti um alla heima. Tindrandi stjörnurnar Ijómuðu a
festingunni — þó var ein þeirra fegurst og stærst, Þaó
var Betlehemsstjarnan, stjarna Jesúbarnsins, sem í nótt
hafði fæöst, hún sem varpaði Ijóma sínum á alla
veröldina; allt hvíldi í umsjón hennar.
Jóhanna Brynjólfsdóttir
okkur jólin og jólagj
64