Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1977, Síða 67

Æskan - 01.11.1977, Síða 67
Óæðri andinn, sem hafði staðið Andanum mikla til hægri handar, var ákafur að gera sem honum var boðið. Hann ýtti barkarbátnum sínum á flot og reri til svæðisins, sem nefnt er Minnesota. í þessu landi fann hann hvítan leir. Hann tók leirinn og mótaði af honum glæsilegan, herðabreiðan mann með velmótaða limi og snoturt höfuð. Svo skellti hann brúnum mosa á höfuðið og andaði lífsanda í þessa leir- mynd sína. Þegar í stað stóð frammi fyrir honum há- vaxinn maður og Ijós yfirlitum. Óæðri andinn fór með myndina sína fallegu til Andans mikla, sem leit á Ijóst andlitið og sagði: ,,Nei, þetta er ekki nógu gott! Þetta er hvítur maður!" Andinn mikli sendi hvíta manninn tafarlaust yfir hafið til Evrópu. Enn vildi Andinn mikli fá veru, sem gæti notið allrar fegurðarinnar, sem heimurinn hefði upp á að bjóða. Hann kallaði því til sín annan anda. Þennan anda sendi Andinn mikli langt suður á bóginn, allt til þess staðar, sem nefndur er New Orleans. Þar fann óæðri andinn svartan leir. Úr leirnum mótaði hann stóran sterkan mann. Hann tók svartan og visnaöan mosa frá rótum trjánna, breytti honum í hár, og þakti höfuð myndarinnar. Síðan andaði hann lífsanda í þessa glæsilegu mynd sína og bar veruna aftur til Andans mikla. Enn hristi Andinn mikli höfuðið, andvarpaði af von- brigðum og sagði: ,,Nei, þetta er ekki nógu gott! Þetta er svartur maður!" Hann sendi svarta manninn tafarlaust yfir hafið og til Afríku. Eftir nokkra daga tók Andinn mikli barkarbátinn sinn og ferðaðist í gegnum skógana, þar til hann kom að stað, sem kallaður er Klettafjöll. Úr brúnni moldinni mótaði hann mann með há kinnbein, hávaxinn og sinaberan. þegar örn nokkur lækkaði flugið og fylgdist forvitinn með verkinu, tók Andinn mikli fjöður úr væng hans og stakk henni í strítt svart hárið á myndinni, sem hann hafði mótað. Þegar Andinn mikli hafði andað á augu og varir handaverka sinna, stóð maðurinn upp. Hann brá hendi fyrir augun og skyggndist yfir slétturnar og fjöllin. „Ugh!“ sagði Andinn mikli ánægður. „Þetta er góöur indíáni! Hann geturfengið að vera hér!" En það var ekki nóg að gera bara einn mann, Andinn mikli varð líka að gera handa honum konu. Samkomu- lagið hjá þeim hjónakornunum var ekki allt of gott, svona fyrst í stað, og þannig urðu reyndar til. Þegar fyrsti maðurinn og fyrsta konan höfðu verið sköpuð, þá bjuggu þau í fyrstunni saman í friði og spekt og voru mjög hamingjusöm. Svo byrjuðu þau að rífast. Og það leið ekki á löngu áður en þau voru alltaf í háa- rifrildi. Lífið í tjaldinu var orðið heldur óskemmtilegt, og eiginkonan ákvað að yfirgefa manninn sinn og heimili sitt. Hún lagði af stað og stefndi í átt til sólsetursins. Þegar konan hafði verið svolítið lengi að heiman, þá var mjög rólegt í tjaldinu. Maðurinn fór að verða ein- mana. Hann settist niður fyrir framan eldstóna og hugsaði um konuna sína. Honum þótti það leitt, hvað hann hafði verið slæmur og leiðinlegur, og hjarta hans varfulltaf sorg. Andinn mikli leit þá í hjarta mannsins, og þegar hann sá hvað hann var dapur, spurði hann: „Langar þig að fá konuna þína aftur?" Maðurinn svaraði: „Æ, ef hún kemur bara til mín aftur, þá skal ég aldrei framar rífast við hana!" Þegar Andinn mikli heyrði þetta loforð mannsins, þá ákvað hann að hjálpa honum. Hann lagði af stað og leitaði að konu mannsins. Loks sá hann hana. Hún hafði verið á gangi næstum allan daginn, og hún gekk mjög hægt og var niðurlút.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.