Æskan - 01.04.1988, Page 15
’fp er mikið gefinn fyrir ró og næði. . . Ég slaka stundum svo vel á að það jaðrar við
e9 Hggi í leti. . .“
skákir á mótum?
bví ^ Cr mlLlu erfiðara, einkum ef
jr - 81a leiðindi eins og í einvíginu við
°rts'n°í- Ég átti ekki von á þeim -
Urn bótt á ýmsu hefði gengið hjá hon-
Hefurðu haft sérstakt dálæti á ein-
honi|Ul? s^^^manni °8 rcvnt að líkjast
ra”^eh ekki neinum einum. Ég hef
nsakað og grandskoðað skákir margra
K ■ reynr að tileinka mér það besta hjá
Þeim öllum.
Ur ] ^ ^arP°v hefur verið yfirburðamað-
tafl en®st Þess tíma sem ég hef fengist við
jg-, ennsku. Hann varð heimsmeistari
rjj °PÍnberlega 1975, og hélt titlinum
Samrýndur hópur
hafið oft teflt saman í sveit - og
(lóh °^rum - „fjórmenningarnir“
Kar,ann’ ^Ón L>’ Helgl og MarSeir) °g
orsteins. Eruð þið góðir félagar?
aj þetta er mjög samrýndur hópur
þegar þannig stendur á. Við höfum t.d.
kynnst mjög vel við undirbúning og
þátttöku í Ólympíumótum. Þetta hefur
verið sami kjarninn frá því á Ólympíu-
mótinu á Möltu 1980. Okkur gekk mjög
vel í slíku móti í Dúbæ (Dubai) og erum
farnir að huga að mótinu í haust. En við
erum á ólíkum aldri og ég varð, að segja
má, ekki fullgildur í hópnum fyrr en
1984.“
- Semjið þið oftar um jafntefli í viður-
eignum ykkar en við erlenda skákmenn?
„Já, öllu oftar. Það stafar líklega af því
að við þekkjum allvel hverjir á aðra. En
oftast er barist til þrautar. Að undan-
förnu hefur raunar ekki verið ótítt að
hver máti annan.“
- Þú hefur verið við nám allan skák-
feril þinn. Hefur ekki reynst erfitt að
samhæfa þetta tvennt?
„Það kom ekki niður á námi í grunn-
skólanum en var dálítið óþægilegt á
menntaskólaárunum. Ég var oft í vand-
ræðum með að skila verkefnum á réttum
tíma vegna þátttöku í mótum. Kennar-
arnir voru langflestir mjög tillitssamir -
en að sjálfsögðu misjafnlega. Ég var í
Menntaskólanum í Hamrahlíð og próf-
lausir áfangar reyndust mér strembnir.
Fjarvistir komu sér stundum illa. Það
var í lagi með prófxn - ég hef aldrei verið
með prófskrekk. . . En námið varð leið-
inlegra af því að ég var alltaf undir miklu
álagi.
Ég gerði hlé á námi í eitt ár eftir stúd-
entspróf til að helga mig skákinni en hef
síðan lagt stund á lögfræði. Það gengur
ágætlega. Námstilhögun í Háskólanum
hentar mér vel.“
Dálítill
sveitamaður í mér
- Áttu önnur áhugamál en tafl-
mennsku?
„Ég hef gaman af lax- og silungsveið-
um. Ég hef farið með föður mínum að
veiða í Hvítá frá því að ég var smástrák-
ur. Við eigum þar hlut í veiðisvæði. En
ég hef aldrei verið „sportmaður“ að öðru
leyti. Ef til vill hef ég tekið skákina svo
föstum tökum þess vegna.
Ég er líka dálítill sveitamaður í mér.
Ég var alltaf í sveit nokkrar vikur á
sumri; hjá móðursystur minni að Reykj-
um á Skeiðum. Ég kann afar vel við mig
í sveitinni.
Annars er ég mikið gefinn fyrir ró og
næði. Það er ágætt fyrir skákmann. Tafl-
mennskan getur verið streitandi og það
er nauðsynlegt að slaka vel á milli móta.
Ég slaka stundum svo vel á að það jaðrar
við að ég liggi í leti,“ segir Jóhann kím-
inn.
Að lokum aðeins um fjölskyldumálin.
Þið hafið þegar lesið í myndatextunum
að kona Jóhanns heitir Jónína. Hún er
Ingvadóttir, fædd og uppalin á Selfossi.
Hjörtur Ingvi er sjö mánuða.
„Já, ég var við fæðinguna,“ svarar Jó-
hann spurningu minni. „Því fylgdi ein-
stök tilfinning. En ég hef verið svo önn-
um kafinn við taflmennskuna, einkum
frá áramótum, að ég hef ekki getað verið
eins mikið með fjölskyldunni og ég hefði
viljað.“
- Þannig verður líka allt þetta ár. Þátt-
taka í mótum og undirbúningsvinna.
Mikil vinna. Mikið álag. En þeir sem til
þekkja segja að fáir séu betur til þess
fallnir að mæta slíku álagi og standa und-
ir því en Jóhann. Orðvar, prúður og yfir-
lætislaus. Það er ekki síst til sóma.
Við ALskumenn óskum honum góðs
gengis. Og við efum ekki að honum
fylgja bestu óskir alls æskufólks.
15