Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1988, Blaðsíða 15

Æskan - 01.04.1988, Blaðsíða 15
’fp er mikið gefinn fyrir ró og næði. . . Ég slaka stundum svo vel á að það jaðrar við e9 Hggi í leti. . .“ skákir á mótum? bví ^ Cr mlLlu erfiðara, einkum ef jr - 81a leiðindi eins og í einvíginu við °rts'n°í- Ég átti ekki von á þeim - Urn bótt á ýmsu hefði gengið hjá hon- Hefurðu haft sérstakt dálæti á ein- honi|Ul? s^^^manni °8 rcvnt að líkjast ra”^eh ekki neinum einum. Ég hef nsakað og grandskoðað skákir margra K ■ reynr að tileinka mér það besta hjá Þeim öllum. Ur ] ^ ^arP°v hefur verið yfirburðamað- tafl en®st Þess tíma sem ég hef fengist við jg-, ennsku. Hann varð heimsmeistari rjj °PÍnberlega 1975, og hélt titlinum Samrýndur hópur hafið oft teflt saman í sveit - og (lóh °^rum - „fjórmenningarnir“ Kar,ann’ ^Ón L>’ Helgl og MarSeir) °g orsteins. Eruð þið góðir félagar? aj þetta er mjög samrýndur hópur þegar þannig stendur á. Við höfum t.d. kynnst mjög vel við undirbúning og þátttöku í Ólympíumótum. Þetta hefur verið sami kjarninn frá því á Ólympíu- mótinu á Möltu 1980. Okkur gekk mjög vel í slíku móti í Dúbæ (Dubai) og erum farnir að huga að mótinu í haust. En við erum á ólíkum aldri og ég varð, að segja má, ekki fullgildur í hópnum fyrr en 1984.“ - Semjið þið oftar um jafntefli í viður- eignum ykkar en við erlenda skákmenn? „Já, öllu oftar. Það stafar líklega af því að við þekkjum allvel hverjir á aðra. En oftast er barist til þrautar. Að undan- förnu hefur raunar ekki verið ótítt að hver máti annan.“ - Þú hefur verið við nám allan skák- feril þinn. Hefur ekki reynst erfitt að samhæfa þetta tvennt? „Það kom ekki niður á námi í grunn- skólanum en var dálítið óþægilegt á menntaskólaárunum. Ég var oft í vand- ræðum með að skila verkefnum á réttum tíma vegna þátttöku í mótum. Kennar- arnir voru langflestir mjög tillitssamir - en að sjálfsögðu misjafnlega. Ég var í Menntaskólanum í Hamrahlíð og próf- lausir áfangar reyndust mér strembnir. Fjarvistir komu sér stundum illa. Það var í lagi með prófxn - ég hef aldrei verið með prófskrekk. . . En námið varð leið- inlegra af því að ég var alltaf undir miklu álagi. Ég gerði hlé á námi í eitt ár eftir stúd- entspróf til að helga mig skákinni en hef síðan lagt stund á lögfræði. Það gengur ágætlega. Námstilhögun í Háskólanum hentar mér vel.“ Dálítill sveitamaður í mér - Áttu önnur áhugamál en tafl- mennsku? „Ég hef gaman af lax- og silungsveið- um. Ég hef farið með föður mínum að veiða í Hvítá frá því að ég var smástrák- ur. Við eigum þar hlut í veiðisvæði. En ég hef aldrei verið „sportmaður“ að öðru leyti. Ef til vill hef ég tekið skákina svo föstum tökum þess vegna. Ég er líka dálítill sveitamaður í mér. Ég var alltaf í sveit nokkrar vikur á sumri; hjá móðursystur minni að Reykj- um á Skeiðum. Ég kann afar vel við mig í sveitinni. Annars er ég mikið gefinn fyrir ró og næði. Það er ágætt fyrir skákmann. Tafl- mennskan getur verið streitandi og það er nauðsynlegt að slaka vel á milli móta. Ég slaka stundum svo vel á að það jaðrar við að ég liggi í leti,“ segir Jóhann kím- inn. Að lokum aðeins um fjölskyldumálin. Þið hafið þegar lesið í myndatextunum að kona Jóhanns heitir Jónína. Hún er Ingvadóttir, fædd og uppalin á Selfossi. Hjörtur Ingvi er sjö mánuða. „Já, ég var við fæðinguna,“ svarar Jó- hann spurningu minni. „Því fylgdi ein- stök tilfinning. En ég hef verið svo önn- um kafinn við taflmennskuna, einkum frá áramótum, að ég hef ekki getað verið eins mikið með fjölskyldunni og ég hefði viljað.“ - Þannig verður líka allt þetta ár. Þátt- taka í mótum og undirbúningsvinna. Mikil vinna. Mikið álag. En þeir sem til þekkja segja að fáir séu betur til þess fallnir að mæta slíku álagi og standa und- ir því en Jóhann. Orðvar, prúður og yfir- lætislaus. Það er ekki síst til sóma. Við ALskumenn óskum honum góðs gengis. Og við efum ekki að honum fylgja bestu óskir alls æskufólks. 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.