Æskan - 01.04.1988, Side 17
Geislaplötur eða vínilplötur?
Er viturlegra að kaupa geislaplötuspilara en vínilplötuspilara? Þessarar
spurningar spyrja margir þessa dagana. Gallinn er bara sá að svarið við henni
er hvorki einfalt já né nei. Þess í stað er ráðlegra að velta fyrir sér eftirfarandi
atriðum:
- Fyrir verð einnar geislaplötu fást tvær vínilplötur.
- Mikill meirihluti allra platna á markaðnum fæst einungis í vínilforminu.
- Það er langt í land með að geislaplötuformið nái undirtökum í íslenskri
plötuútgáfu. Til þess er markaðurinn of lítill (fyrir síðustu jól seldust 18800
eint. af plötunni Dögun með Bubba. Þar af voru 2700 geislaplötur. Til enn
frekari glöggvunar má geta þess að margar íslenskar plötur seljast einungis í
500-1000 eint. þannig að geislaútgáfa af þeim er dæmd til að mistakast)
- Oft vantar með geislaplötunni hluta af þeim upplýsingum sem fylgja vínilp-
lötum. s.s. prentaða söngtexta, þátttakendalista o.s.frv.
- Núningur nálarinnar slítur vínilplötunni svo hratt að það heyrist munur á
milli hverra 2ja-3ja spilana. Geislinn slítur geislaplötunni hins vegar ekki neitt.
Reyndar er hægt að þvo vínilplötuna upp úr Last-vökva svo að hún slitni ekki.
- Geisla- og vínilplatan eru álíka viðkvæmar fyrir rispum og óhreinindum
(öfugt við það sem flestir halda). Aftur á móti verndar geislaplötuhulstrið
plötuna betur en vínilplötuumslagið.
- Tóninn er oftast hreinni og betri á geislaplötunni. í sumum tilfellum er
munurinn afar mikill , sérstaklega þegar geislaplatan er merkt „Telarc Digit-
al“ eða „DDD“.
- Það er bara spilað af annarri hlið geislaplötunnar en á henni getur verið 70
mínútna löng dagskrá. Á hvorri hlið vínilplötunnar er sjaldan meira en 20
mínútna dagskrá. Ef á vínilplötum er lengri dagskrá kemur það niður á tóng-
æðunum. Þess vegna skarta margar geislaplötur aukalögum sem komust ekki á
vínilplötuna (geislaútgáfan af „Loftmynd“ Megasar hefur 5 lög umfram vínil-
útgáfuna).
Eins og af þessari upptalningu sést getur verið eins eðlilegt að spyrja: Hvort á
fyrst að kaupa geislaspilara eða vínilspilara? í framhaldi af því má spyrja:
Hvaða geislaspilara eða hvaða vínilspilara er heppilegast að kaupa? Poppþáttur
Æskunnar kannar það í næstu blöðum.
Inxs
Hæ, hæ!
Getið þið frætt mig um hljómsveú
ina Inxs?
Madonna
Kæra Popphólf!
Viltu birta fróðleiksmola um Ma-
donnu og plakat af henni. Límmið-
arnir voru æðislega góðir.
Kristín
Madonna er eitt best auglýsta fyr-
trbceri poppmúsíkurinnar þennan
áratuginn. Það sést best á því að
hljómplötur hennar og kvikmyndir
eru óburðugar en ímyndin er útfœrð
mjög nákvœmlega. Þannig er Ma-
donna t.a.m. látin bera glingur með
sex arma gyðingastjömu til að fá
hlýhug frá fjölmennum hópi banda-
rtskra gyðinga. Einnig ber Ma-
donna glingur með Jesús-krossinum
til að fá hlýhug frá kristnu fólki.
Sömuleiðis ber hún glingur með
and-kjamorkumerkinu (friðar-
tnerkinu svokallaða) til að fá
hlýhug frá afvopnunarsinnum.
Þannig mœtti áfram telja.
Plötulisti Madonnu:
»Madonna“ 1983
»The First Album“ 1985 (Evrópu-út-
Sáfa af fyrstu plötunni sem var
etnkum œtluð Ameríku-markaði.
T.d. var umslagið endurhannað í
samrœmi við muninn á amerískum
°8 evrópskum markaðslögmálum.)
»Like A Virgin“ 1985
»True Blue“ 1986
»Who’s That Girl?“ 1987
»You Can Dance“ 1987
Evrópa
Kæra Popphólf!
Getið þið útvegað mér heimilisfang
aðdáendaklúbbs Evrópu?
Kær kveðja,
Ragnhildur Ólafsdóttir,
Esjubraut 19, Akranesi.
Europe Fan Club
P.O. Box 22036
S-10422 Stockholm, Sverige
Hæ, Popphólf!
Ef maður gengur í aðdáendaklúbb
Evrópu svara tónlistarmennirnir þá
bréfunum sjálfir? Getið þið birt vegg-
mynd af þeim? Hvað er Æskan búin
að gefa út marga límmiða? Fylgja
þeir blaðinu reglulega? Fá bara
áskrifendur verðlaun fyrir lausnir á
getraunum og þrautum? Hvað lestu
úr skriftinni?
Bæ, bæ,
Múmía
Það er afar óliklegt að Evrópu-
piltamir svari sjálfir bréfum frá að-
dáendum. Æskan hefur gefið út 12
límmiða með helstu íþrótta- og
poppstjömum síðustu ára. Límmið-
amir fylgja Æskunni eftir ástœðum
hverju sinni. Allir lesendur Æsk-
unnar eiga sömu möguleika á verð-
launum fyrir réttar lausnir á þraut-
um, áháð því hvort þeir em áskrif■
endur eða kaupa blaðið í lausasölu■
Hins vegar fá áskrifendur visst f°r'
skot því blaðið berst fyrr til þeirru
og minni líkur eru á að áskrifendur
missi af blöðum. Úr skrift þinni ma
ráða að þú sért svolítið feimin en
vildir gjaman vera framhleypnurt
en þú ert. Þú ert listrœn og hefur
skipulagshcefileika en skortir örlitlu
þolinmœði.
Megas, Sykurmolar,
Bubbi og Sogblettir
Hæ, kæra Popphólf!
Mér finnst vanta fleiri viðtöl og
veggmyndir af íslenskum músíkönt-
um eins og Megasi, Sykurmolum,
Sogblettum o.fl. Megas er einn af
bestu músíköntum landsins. Ég vona
að Æskan láti Megas, Bubba og
Kristján Arason vera í þættinum
„Aðdáendum svarað“.
EK-MJ-2
Við þökkum bendinguna en vilj-
um jafnframt benda á að ekkert ís-
lenskt tímarit hefur fylgst eins vel
með þróun mála hjá Sykurmolunum
og Æskan. En við skulum athuga
þetta með viðtölin, veggmyndimar
og þáttinn „Aðdáendum svarað".
Grafík
Kæra Popphólf!
Þið þyrftuð að hafa veggmynd af
Grafík.
E.G.
Whitney Houston
Kæra Popphólf!
Hver er póstáritun aðdáenda-
klúbbs Whitneyjar Houston? Hvern-
ig kemst maður í klúbbinn? Hvað
kostar það? Er hægt að borga með ís-
lenskum peningum?
Auður
Whitney Houston Press Office
3 Cavendish Square
London Wl, England
Ætli eðlilegasta leiðin til að kom-
ast í aðdáendaklúbb sé ekki sú að
skrifa bréf og spyrja um félagsgjald,
skyldur klúbbfélaga og þjónustu
klúbbsins. Félagsgjaldið verður
áreiðanlega að greiðast með gjald-
miðli heimalands klúbbsins eða í
Bandaríkjadölum.
Þorbjörg Bjömsdóttir,
Baldursbrekku 12, Húsavík.
Inxs-sextettinn er stundum rtefr^
ur „Hinir áströlsku Duran Duran >
líklega vegna vinsœlda heima fy,rir'
A.m.k. erþað hvorki útlitið né mus
íkin því að Inxs eru töluvert sl
hœrðari en DD og að auki ómála^
í andliti og músíkin er bœði »S°n
aðri“ og rokkaðri.
Inxs var stofnuð 1977 en he
reyndar The Farris Brothers fyrS,a
árið. Söngvarinn, Mikkjáll tíutc,
hence, þykir minna nokkuð
Mikka Jagger. Hann er menntað,lf
leikari og hefur farið með hlutvefk'
kvikmyndinni „Geimhundar"■ Ok
ur grunar að eftir Inxs liggi 8 P^ot
ur.
Póstáritun Inxs er:
Inxs Fan Club
75 Rockefeller Plaza
New York - NY 10019 - U.S.A■